Fjölskylduhátíð og fordómar

Á hverju ári er fjölskylduhátíðin í Vogum haldin hátíðleg.
Dagskráin hefur verið fjölbreytileg og skemmtileg, og nóg um að vera fyrir börn og foreldra þeirra. 

Bænum er skipt niður í litahverfi, og fólk skreytir hús sín í þeim litum sem hverfi þeirra var úthlutað. 
Síðasta sumar tókst okkur að skreyta örlítið, þó mun minna en okkur hefði langað til, og höfðum við meðal annars planað að skreyta húsið og garðinn okkar vel þetta árið.

Þátttökugleðin er þó farin að renna örlítið af mér þessa dagana, og því má m.a. þakka LGBT umræðunni undanfarið. 
Halldór nokkur Jónsson bloggaði um daginn varðandi meint ofbeldi samkynhneigðra á honum sem gagnkynhneigðum karlmanni. Þótti honum, og öðrum sem skyldu eftir sig athugasemdir, vera að karlmennsku sinni vegið að samkynhneigðir karlmenn skyldu almennt vera til. Kossar tveggja karlmanna þykir honum vera svo ósiðsamlegt og ógeðslegt, og telur hann slíkt ætti að falla undir velsæmislög. 
Þó það væri látið ósagt, þá grunar mig að honum finnist að Lögregluembættið á Íslandi, eins undirmannað og það er, ætti því undireins að einbeita sér að því að hneppa harðsvíraða og samkynhneigða glæpamenn höndum, og vista þá á viðeigandi stofnun. 

Þrátt fyrir hinar ýmsu fullyrðingar um samkynhneigða og meint ofbeldi þeirra gegn honum, fullyrti Halldór að hann styddi réttindabaráttu samkynhneigðra heilshugar. 
Svona "duldir" fordómar eru nokkuð algengir á Íslandi, þrátt fyrir að enginn vilji viðurkenna þá. Margir einstaklingar fullyrða, og hampa sjálfum sér fyrir, hversu umburðarlyndir þeir eru gagnvart samkynhneigðum einstaklingum, en kalla þá jafnframt ofdekraða kynvillinga í sömu setningu. 

"Tjah. Mér finnst ekkert að samkynhneigðum, margir minna bestu vina eru samkynhneigðir sko. Þeir mega lifa sínu lífi eins og þeir vilja, en mér finnst þeir ekki mega gera svona og svona og svona."

Manneskja sem hefur nokkurn tímann látið svona vitleysu út úr sér er haldin fordómum. Svo einfalt er það. Bara sú staðreynd að nokkur manneskja skuli leyfa sér að halda það að einhverjir þjóðfélagsþegnar ættu að vera réttindaminni en þeir sjálfir, sama útaf hverju það er, er haldin fordómum.

Eftir umræddan bloggpistil birti DV umfjöllun um Halldór og innihald pistilsins, og í kjölfarið af því reið Gylfi nokkur Ægisson gallvaskur inn á vígvöllinn, og kom Halldóri til varnar. Hann sagðist vera alveg sammála honum, og kvað samkynhneigða "ganga of langt".
Hann fullyrti að gay pride og tilvera samkynhneigðra væri hreinlega skemmandi fyrir börn, og innti að því á endanum yrðu þau öll samkynhneigð og því þyrfti að byrja kerfisbundinn innflutning á rússneskum börnum. Hann stoppaði ekki þar, heldur líkti hann hann þessum meintu skemmdum við barnaníði og ýjaði að því að allir hommar væru nauðgarar.

Það er greinilegt að gay pride gangan er rosalega mikilvæg, fullu jafnrétti hefur ekki verið náð. Svo lengi sem "hommi" er neikvætt í huga fólks, og að fólk þyki ógeðslegt að sjá pör af sama kyni, þá þarf þessi barátta að halda áfram.

Umfjöllun um þennan mann og viðtöl við hann hafa verið í bæði útvarpi og vefmiðlum, og hefur því væntanlega náð augum og eyrum barna.
Þess vegna harma ég ákvörðun aðstandenda fjölskylduhátíðarinnar um að fá Gylfa Ægisson til að spila á hátíðinni.
Ég mun hinsvegar láta mig og mín börn vanta á þessa hátíð, enda tel ég það beinlínis mannskemmandi fyrir þau að verða vitni af hatrinu og mannfyrirlitningunni sem frá þessum manni kemur.

mbl.is Fjölskylduhátíð í Vogum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gylfi hlýtur bara að vera atvinnuhommahatari

fyrst ÞÚ ætlar ekki að mæta með þína fordóma og sleggjudóma

Gylfa (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 20:53

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég get bara dæmt manninn útfrá því sem hann segir.

Og ef einhverjir fordómar eru í þessum skrifum mínum, þá skal ég ánægð gangast við þeim ef þú getur bent mér á þá.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.8.2013 kl. 21:04

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þið Skagastrandarfeðginin ættuð að hypja ykkur sem fyrst á þann stað sem hæfir ykkur, Ingibjörg.

Sigurgeir Jónsson, 18.8.2013 kl. 20:36

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þú kannski ferð þangað fyrst og ég hitti þig þar síðar Sigurgeir.

Vertu svo úti með þitt hatur. :)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.8.2013 kl. 20:37

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mikið ertu skelleg og mannbætandi Ingibjörg Axelma. N.b. mikið er nafnið þit fallegt! Besta kveðja Bergljót.

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.7.2014 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband