Hjónabandsjafnrétti og kristilegt kynlíf

Undanfarin ár, og jafnvel áratugi, hafa ýmis mannréttindamál verið mikið á baugi  þjóðfélagsumræðunnar, umræður sem spanna allt litrófið er varðar kynhneigð, kynvitund, kynþáttar,  kynjahyggju, o.s.frv.
Síðustu misseri hefur miðdepill þessara umræðna verið um atburði sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, eins og t.d. fordómar og ofbeldi sem fólk af afrískum uppruna, samkynhneigðir og transfólk hafa mátt þola.
En líkt og flestir vita, komst hæstiréttur Bandaríkjanna nýlega að þeirri niðurstöðu, að réttindi samkynhneigðra til hjónabands er varinn af stjórnarskrá þeirra, sem vitaskuld eru mikil gleðitíðindi. Ekki bara fyrir samkynhneigða, heldur mannkynið allt.

Í kjölfar úrskurðarins, rökstuddu allir hæstaréttardómararnir ákvarðanir sínar.
Clarence Thomas hæstaréttardómari var þar engin undantekning. Margir stuðningsmenn lögleiðingarinnar, sem og þeir hæstaréttardómarar sem greiddu atkvæði með lögleiðingunni, fullyrtu (réttilega) að hjónabandsjafnrétti myndi færa samkynja pörum ákveðna reisn.
Þessar fullyrðingar fóru mikið fyrir brjóstið á Clarence Thomas, því í rökstuðningi sínum hnýtti hann í orðalag samstarfsmanna sinna með tilvísunum um þrælahaldið í Bandaríkjunum.

Hann skrifaði; „Slaves did not lose their dignity (any more than they lost their humanity) because the government allowed them to be enslaved. Those held in interment camps did not lose their dignity because the government confined them. And those denied governmental benefits certainly do not lose their dignity because the government denies them those benefits. The government cannot bestow dignity and it cannot take it away.“

Dignity (reisn) er skilgreind sem, „The state or quality of being worthy of honour or respect.“
Eitthvað sem fæst okkar tengja við fórnarlömb þrælahalds.

Clarence Thomas hefur væntanlega gleymt þeirri staðreynd að þrælar voru í keðjum, og bjuggu við ömurlega meðferð og lífsskilyrði. Eftir frelsun þrælanna tók fátt gott við fyrir afkomendur þeirra, en þeir nutu ekki jafnra borgararéttinda í augum laganna fyrr en um 1964, rétt tæpri öld eftir að þrælahaldinu lauk.
Það var svo ekki fyrr en árið 1967 að hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi í máli hjónanna Mildred og Richard Loving, sem voru stuttu áður dæmd í árs fangelsi í Virginíu fyrir að hafa gengið í hjónaband. Mildred var dökk á hörund, en Richard var hvítur.
Fram að þessu höfðu hjónabönd á milli hvítra og „litaðra“ verið ólögleg í mörgum fylkjum.

Hæstiréttur úrskurðaði þeim í vil, og sagði hjónaband þeirra varið af stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Yfirlýsing Clarence Thomas er því frekar kaldhæðnisleg, og jafnvel hræsnaraleg, þar sem hann er ekki bara eini svarti hæstaréttardómarinn, heldur er hann líka giftur hvítri konu.
Hjónaband þeirra væri enn ólöglegt í dag, ef hæstiréttur Bandaríkjanna hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að hjónaband Mildred og Richard Loving væri varið af stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem hann [Clarence Thomas] telur að ekki eigi við í máli réttindum samkynja para til hjónabands.

Earl Warren, forseti Hæstaréttar á þeim tíma, hafði þá þetta að segja, „Marriage is one of the “basic civil rights of man,“ fundamental to our very existence and survival.... To deny this fundamental freedom on so unsupportable as a basis as the racial classifications embodied in these statutes, classifications so directly subversive of the principle of equality at the heart of the Fourteenth Amendment, is surely to deprive all the State‘s citizens of liberty without due process of law. The Fourteenth Amendment requires that the freedome of choice to marry not be restricted by invidious racial discrimination. Under our Constitution, the freedom to marry, or not marry, a person of another race resides with the individual and cannot be infringed by the state.“

Ennfremur var það niðurstaða hæstaréttar, að lög sem bönnuðu fólki af mismunandi kynþáttum að giftast væru rasísk í eðli sínu og hefði eini tilgangur þeirra verið til þess að ýta undir yfirburði og drottinvald hvíta mannsins.

„There is patently no legitimate overriding purpose independent of invidious racial discrimination which justifies this classification. The fact that Virginia prohibits only interracial marriages involving white persons demonstrates that the racial classifications must stand on their own justification, as measures designed to maintain White Supremacy.“

Þess má geta, að rök og andstaða við hjónaband hvítra og „litaðra“ eru samhljóma þeim sem andstæðingar hjónabands samkynhneigðra nota í dag.
Ef við horfum til baka vitum við alveg að andstæðingar fólks eins og Mildred og Richard Loving höfðu rangt fyrir sér. Rök þeirra voru fornaldarleg, fordómafull, og full af hatri.
Eðli þessara raka hefur ekkert breyst síðustu hálfa öldina, skotmarkið er bara annað.

Málefni LGBT fólks hafa ekki síður hreyft við okkur hér á Íslandi.
Þrátt fyrir breytt orðalag í hjúskaparlögum á árinu 2010 höfum við ekki orðið fyrir meiriháttar hamförum. Þyngdaraflið er ennþá til staðar (ég tjékka á hverjum morgni), við ferðumst enn á 30km/sec í kring um sólina, (ókristileg?) samfélagsvandamál hafa ekki færst í aukana, og ótrúlegt en satt hefur ennþá ENGINN reynt að giftast skjaldbökunni sinni.

Þrátt fyrir jákvæða reynslu af þessum breytingum sjáum við daglega sjálfskipaða siðferðispostula (1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10) setja mis ígrundaðar fullyrðingar sem eiga að sýna okkur hinum vitleysingunum hvað við höfum lítið vit fyrir okkur sjálfum.

Þessir sjálfskipuðu siðferðispostular bera fyrir sig ýmsar ástæður og afsakanir fyrir djúpstæðu hatri sínu á samkynhneigðum og transfólki. Það nýjasta og örugglega það vitlausasta hlýtur að vera skoðanakönnun sem virkasti penni á vef ör-stjórnmálasamtakanna Kristinn Stjórnmálasamtök lagði fram, en tilgangur hennar var að skoða afstöðu hina ýmissa þjóða til málefna samkynhneigðra.
En með þessu vill sá sem ritar meina, að mannréttindabrot  séu í lagi, svo fremi sem það sé eftirspurn eftir þeim .
Höfundurinn vill þó ekki viðurkenna að útskúfun samkynhneigðra og takmarkanir á réttindi þeirra til hjónabands séu mannréttindabrot, heldur líkti hann hjónabandi samkynja para við að veita blindum ökuréttindi, því ástir tveggja fullveðja einstaklinga er augljóslega alveg eins og blindir menn á tveggja tonna tryllitækjum.
Hinsvegar hefur hann bloggað mikið í gegnum tíðina um ofsóknir á kristnum mönnum, sem að sjálfsögðu hræðilegt í alla staði, en orkar á sama tíma tvímælis.
Nokkur lönd sem hann telur upp í bloggfærslum sínum birtast á lista sömu skoðanakönnunar sem hann leggur fram máli sínu til stuðnings. Önnur lönd sem hann telur upp eru nágrannaríki þeirra landa sem talin eru upp í sömu könnun, og er það alls ekki langsótt að áætla að nágrannaríki deili ýmsum skoðunum og áhrifavöldum.
Ég býst þó ekki við því að hann myndi fallast á þau rök að kristnir séu ofsóttir á þessum slóðum vegna mikillar eftirspurnar, líkt og hann vill meina að sé raunin með LGBT fólk.
Hann hefur þó aldrei farið leynt með þá skoðun sína að líf kristinna manna er verðmætara en annarra.

Þrátt fyrir bergmálið í ofangreindum siðferðispostulum þá er samkynhneigð er ekki það samfélagsvandamál og þeir vilja meina að það sé. Glæpir, hatur, fordómar, og ofbeldi gegn samkynhneigðum er það hinsvegar, sem og varanlegar afleiðingar sem ofantalið kann að valda.

Ég ákvað að leggjast í smá rannsóknarvinnu, og kanna stöðu LGBT fólks í þeim löndum sem verma toppsæti þessarar skoðanakönnunar, sem fjör-penninn hjá ör-samtökunum Kristinn Stjórnmálasamtök vill endilega (í þessu tilviki) bera sig saman við.
Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi, og síður en svo jákvæðar.

Í Ghana er kynlíf samkynhneigðra karlmanna bannað með lögum. Slík háttsemi er refsiverð með lögum, með allt að 3-25 ára fangelsisdóm. Þó svo að samþykki beggja einstaklinga liggi fyrir.
Þar í landi er það mjög algengt að hinsegin fólk sæti daglegu líkamlegu og andlegu ofbeldi , það fangelsað, útskúfað, beitt fjárkúgunum, og jafnvel myrt. Mannréttindi þeirra eru brotin á degi hverjum, og eru engin lög sem vernda rétt LGBT fólks til jafnréttis.

Í Jórdaníu er samkynhneigð ekki bönnuð (hefur verið lögleg allt frá árinu 1951), en álitin sódómísk. Fram til ársins 2013 voru heiðursmorð á samkynhneigðum fjölskyldumeðlimum lögleg, en annars eru engin lög sem vernda rétt LGBT fólks til jafnréttis. Ofbeldi, glæpir, hatur, og fordómar eru ráðandi.

Í Egyptalandi er samkynhneigð ekki beint bönnuð með lögum, en lögregla þar í landi nýtir velsæmislög til þess að ryðjast inn á heimili fólks og skemmtistaði , til að framkvæma handtökur á þessum forsendum, og dæma það til fangelsisvistar. Lögregluyfirvöld þar í landi hafa m.a. gengið svo langt að búa til einkamálaauglýsingar til þess að tæla samkynhneigða og transfólk, til þess eins að handtaka þau.
Dæmi eru um það að samkynhneigðum sé meinuð innganga inn í landið, og því jafnvel vísað frá.
Það eru engin lög sem vernda rétt LGBT fólks til jafnréttis.

Í Palestínu er landflótti LGBT fólks algengur, vegna fordóma, ofbeldis, og hatursglæpa þar í landi. Margir þeirra flýja til Ísraels, þrátt fyrir áhættuna um að vera vísað til baka, eða að vera fangelsaðir fyrir njósnir, því þeir upplifa sig öruggari þar en á heimaslóðunum.
Það eru engin skýr lög sem banna samkynhneigð eða samkynhneigt kynlíf, en hvortveggja er burtséð frá því refsivert, og litið hornauga í Palestínsku samfélagi. Engin lög eru til staðar sem vernda rétt LGBT fólks til jafnréttis.

Í Úganda er samkynhneigð ólögleg, og refsiverð með allt að 14 ára fangelsisvist.
Árið 2009 lág fyrir frumvarp sem átti að herða lög gegn LGBT fólki, sem var sem betur fer fellt síðar.
Ofbeldi gegn LGBT fólki í Úganda er landlægt, og oft ofsafengið.
Engin lög eru til staðar sem vernda rétt LGBT fólks til jafnréttis.

Í Indónesíu eru allar umræður um kynlíf litnar hornauga, bæði af þjóð og ríki, og því er samkynhneigð eða málefni LGBT fólks í heild aldrei til umræðu.
Samkynhneigð er ekki refsiverð í Indónesíu gjörvallri , en er þó fordæmd harðlega, og þá sérstaklega af leiðtogum trúfélaga. Í fáeinum héruðum Indónesíu er samkynhneigð bönnuð með lögum (fyrir múslíma), og er refsingin fyrir samkynja kynlíf 100 vandarhögg.
Hegningarlög  banna ekki klæðskipti, né kynlíf á milli tveggja samþykkra samkynhneigðra einstaklinga, þó er samræðisaldur hærri hjá samkynja pörum.
Þó ótrúlegt megi virðast er ofbeldi gagnvart LGBT fólki af hendi almennra borgara ansi fátítt (en grasserandi fordómar eru það ekki), en það er að færast í aukana af tilstuðlan hatrammas áróðurs af hendi trúfélaga gegn LGBT fólks.
Lögregluyfirvöld hafa einnig sætt gagnrýni fyrir kerfisbundið áreiti á LGBT fólki, sem hefur reynst erfitt að skrásetja. Fórnarlömb þeirra hafa verið tvístígandi við að stíga fram og gefa skýrslu af ótta við að opinbera kynhneigð sína.
Engin lög verja rétt LGBT fólks til jafnréttis í Indónesíu.

O.s.frv. O.s.frv.O.s.frv.
Ég gæti vel haldið áfram, en trendið ætti að vera orðið nokkuð augljóst núna.

Hver ágætlega þenkjandi einstaklingur getur vel séð að samkynhneigð er ekki samfélagsvandamál. Ofbeldi, fordómar, hatur, pyntingar, leiðréttingarnauðganir, morð, útskúfun, há sjálfsmorðstíðni, opinberar niðurlægingar, og skortur á verndandi lagaramma LGBT fólks er samfélagslegt krabbamein.
Sama máli gildir um ofantalda hluti um alla minnihlutahópa og aðra kúgaða þjóðfélagshópa.

Það er staðreynd að mannréttindi og réttindabaráttur minnihlutahópa smita útfrá sér. Hver réttindabarátta greiðir leið fyrir næsta minnihlutahóp sem er fórnarlamb haturs, fordóma, og útskúfunnar. Hver einasti smásigur í baráttu mannréttindahópa, burtséð frá málefninu, skapar keðjuverkun sem leiðir mannkynið skrefi nær jafnrétti.
Andstæðingar jafnréttis eru í langflestum tilfellum hópar fólks sem njóta ýmissa forréttinda fram yfir aðra þjóðfélagshópa, sem misskilja hugtakið „jafnrétti“ á þeim grundvelli að aukin réttindi fyrir aðra þýði minni réttindi fyrir þá sjálfa.
Þessi keðjuverkun gengur því miður á báða bóga, og því brennur á mér sú spurning hvort nokkur sæmilega þenkjandi íslendingur vilji bera þjóð sína saman við ofantöld lönd.

Siðferðispostularnir sjálfskipuðu höggva mikið eftir því að hjónabönd samkynhneigðra geti ekki af sér afkvæmi; fullyrðingar sem vekja upp ýmsar spurningar.

Ef við lítum framhjá þeirri æpandi staðreynd að barneignir eru líffræðilega ekki háð þeim skilyrðum að fólk sé gift, og við gefum okkur það (í smá stund) að þessar fullyrðingar eigi við einhversskonar ímynduð rök að styðjast, hvað segir það þá um gagnkynhneigt fólk?

Hvað með fólk sem einfaldlega kærir sig ekki um barneignir?
Það er sjálfsagður réttur hvers og eins að ákveða hvort hann/hún vilji á annað borð geta af sér afkvæmi, og það færist sífellt í aukana að fólk velji að gera það ekki.
Margvíslegar ástæður eru þar að baki.
Sumir vilja setja starfsframa sinn í fyrsta sætið. Sumum finnst hugmyndin bara alls ekkert heillandi. Aðrir velja að fjölga sér ekki vegna arfgengra sjúkdóma sem þeir vilja ekki bera áfram í afkvæmi sín.
Hafa þessir einstaklingar fyrirgert rétti sínum til hjónabands á forsendum ofantaldra ástæðna?

Ekki má gleyma fólki, sem þráir að eignast börn, en glímir við ófrjósemi.
Hefur fólk, sem glímir við líffræðilega erfiðleika (eða ómöguleika) til getnaðar, fyrirgert rétti sínum til hjónabands?

Hafa þessir siðferðispostular í huga að koma með einhversskonar breytingartillögur á hjúskaparlögum með tilliti til þessa hópa?
Vilja þeir t.d. að skilyrðum til könnunar á hjúskaparbreytingum yrði breytt á þann veg að fólk yrði skikkað í frjósemispróf? Eða að hjúskaparskilyrðum verði breytt svo að hjónabönd sem ekki hafa getið af sér afkvæmi innan x ára verði tafarlaust ógild?

Ef svarið við þessum spurningum er nei, þá er ansi óhætt að fullyrða að þessi „rök“ eru einungis fyrirsláttur sem ætlaður er til þess að fela raunverulegar hvatir þeirra til andstöðu, s.s. ótti þeirra á skerðingu á þeim gífurlegu forréttindum sem þeir njóta.
Ég hef a.m.k. ekki séð jafn háværa andstöðu þeirra í þessum málum sem líkja má við hatramma baráttu þeirra gegn réttindum LGBT fólks, sem m.a. hefur falið í sér samlíkingar samkynja hjónabanda á við sifjaspell, barnaníð og dýraníð!

 „Kristið kynlíf“ er hugtak sem ósjaldan ber á góma hjá siðapostulunum í þessu samhengi, en þeir hvetja fólk eindregið til þess að stunda gott, siðlegt, og kristið kynlíf, en að hverfa frá sódómísku, lauslæti, og ósiðlegu kynlífi, eins og að flengja maka sína. En ósiðlegt kynlíf er jafnframt kynlíf sem ekki getur af sér afkvæmi, á sér stað í vel lýstu herbergi, og í annarri stellingu en trúboðanum.

Hvernig stendur samt á því að sömu mennirnir, sem hvetja til kristilegs kynlífs, skuli vera svona helteknir af ókristilegu kynlífi annarra?
Hvernig stendur á því, að þessir einstaklingar leyfi sér að skipta sér af kynlífi annarra, og miskunnarlaust dæma heilu þjóðfélagshópana útfrá því sem gerist á bakvið luktar svefnherbergisdyr?

Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.
Að því sögðu, tel ég það vera borgaralega skyldu mína, að krefja þessa einstaklinga um greinargóða útlistingu á bólförum þeirra yfir síðustu áratugi, og færa sönnur fyrir því að þeir hafi einungis stundað kristilegt kynlíf. Hversu oft sjálfsfróun hefur verið stunduð og hvað þeir voru að hugsa um. Hversu oft hafa þeir verið með maka sínum og hugsað um aðra konu/mann. Hversu oft var kynlíf stundað sem ekki varð úr getnaður. Hvaða ókristilegar stellingar þið hafið stolist til þess að prufa. O.s.frv.

Hvernig eigum við hin annars að geta dæmt ykkur með góðu móti, nema að þessum upplýsingum fengnum?

Ég er nokkuð viss um að enginn eigi eftir að bjóða sig sjálfviljugur fram, svo ég legg til að Jón Valur Jensson taki af skarið og deili með okkur kristilegum bólförum sínum, eða þegi ella.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Góður pistill.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.7.2015 kl. 09:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Inga, ég er stoltur pabbi.

Ég tel víst að sjálfskipuðu siðapostularnir hafi fengið herping í hringvöðvann.

Kristilegu sóðamálasamtökin telja ofsóknir gegn kristnu fólki víða um heim hina verstu synd, eðlilega. En svo ofsækja þeir sjálfir kristna meðbræður sína, hagi viðkomandi ekki svefnherbergis málum sínum eftir þeirra forskrift. Þvílíkir helvítis hræsnarar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2015 kl. 10:31

3 identicon

Fín grein, fyrir utan það að hún inniheldur einn mjög alvarlegan galla sem er mikið lýti á henni. Þú segir að hæstaréttadómarinn svarti eigi að hafa aðrar skoðanir á þessum málum afþví hann er svartur og giftur hvítri konu og á öðrum tímum hefði þeirra samband verið litið hornauga af sumum. Þetta er siðferðilega óréttlætanleg afstaða, það er að segja, að ætlast til þess að einhver hafi ákveðna skoðun út af litarhætti hans eða ætterni eða sögu hans fólks. Í Bandaríkjunum er þetta viðhorf oft flokkað undir kynþáttahatur, það er að segja að gera meiri kröfur á litað fólk en aðra, siðferðilegar eða aðrar kröfur, sem er kannski full ýkt orðalag, en þó skiljanleg að vissu leyti. Það er jafn ljótt að segja um glæpamann "Hann veit ekki betur greyið, hann er svartur." og að segja "Hann ætti að skammast sín, svartur maðurinn." Það á enginn að þurfa að borga fyrir það að vera einhvern veginn á litinn með betri hegðun eða upplýstari skoðunum en aðrir. Hann á að vera dæmdur eins og hvítur maður fyrir sýnar skoðanir, og þykja hafa á þeim sama rétt og hvítur maður, sama hverjar þessar skoðanir eru. Annað er mismunun eftir "kynþætti" og aðför að honum sem manneskju. Hjónaband samkynhneigðra eru sjálfsögð réttindi í mínum huga en mér finnst mjög óviðeigandi svona tal um fólk sem er í blönduðum hjónaböndum, og gefa til kynna að þeirra hjónabönd virðist einmitt ekki jafn sjálfsögð, heldur þurfi þau að borga fyrir þetta hjónaband sitt með að vera betri og öðrum fremri. Sem er auðvitað ekki rétt og allt tal sem ýjar að slíku grefur undan jafnrétti slíks fólks (, fólks eins og mín) til sinna sambanda. Ég get samþykkt allt annað í greininni þinni, en það væri til bóta að þú fjarlægðir þetta ljóta lýti. 

Alex (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 12:25

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sæll Alex, og þakka þér fyrir innlegg þitt og ábendingu.

Ég tel þó að þú hafir misskilið þennan hluta pistilsins.
Það var ekki áætlun mín að halda því fram að hann ætti undir einhverjum ástæðum að hafa aðra skoðun, heldur fannst mér skoðun hans undarleg í ljósi hörmulegrar sögu svartra, þ.á.m. þau dæmi sem ég rek hér ofar, vegna þess að hann notaði sjálfur tilvísanir í þrælahaldið máli sínu til stuðnings.

Rök hans eru mótsagnakennd að þessu leyti, og ekki yfir gagnrýni hafin.
 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 5.7.2015 kl. 13:25

5 identicon

Sæl.

Nú munu sennilega innan ekki svo margra ára detta mál inn í réttarkerfið í USA þar sem þeim sem neita að vinna að brúðkaupum samkynhneigðra verður stefnt. Ef einhver vill ekki baka brúðkaupstertu sem nota á í samkynhneigðu brúðkaupi er hætt við að slíkir einstaklingar verði skotspónn réttarkerfisins. 

Ég er ekki viss um að allir skilji þau áhrif sem þessi úrskurður SCOTUS mun hafa á komandi árum. 

Ég fæ ekki betur séð en þú skiljir hvorki upp né niður í því sem CT skrifaði né þau tengsl sem þau hafa við þetta mál :-(

Rök CT er auðvitað ekki yfir gagnrýni hafin en þau eru ekki mótsagnakennd ef menn skilja út á hvað málflutningurinn gekk. Þú virðist ekki gera það þrátt fyrir allt orðflóðið.

Helgi (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 15:23

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Lög í flestum fylkjum Bandaríkjanna banna mismunun út frá kyni, kynþætti, kynhneigð o.s.frv.
Fyrirtæki mega banna fólki um þjónustu svo fremi sem það er ekki vegna ofantaldra ástæðna.
Það er nákvæmlega ekkert athugavert við það að einhver kæri fyrirtæki ef honum/henni er neitað um þjónustu á grundvelli kynhneigðar, ekki frekar en eitthvað bakaríið neitaði að baka köku fyrir viðskiptavin af þeim forsendum að viðskiptavinurinn væri kona, afrísk amerískur, eða 
Justice Thomas vill neita samkynja pörum um hjónabandsjafnrétti vegna þess að hann var ekki sammála þeirri fullyrðingu samstarfssystkina sinna að það yrði til þess að veita samkynja pörum reisn. Og hann rökstuddi mál sitt með tilvísun í þrælahaldið; þ.e. að þrælum hafi aldrei verið neitað um reisn. Ef að það er ekki þversagnakennt, þá veit ég ekki hvað.

Rök Justice Thomas ganga út á það að það er ekki hlutverk ríkisstjórnar að sjá til þess að allir Bandarískir borgarar fái að lifa með reisn.

Niðurstaða SCOTUS í þessu máli er að hjónabönd samkynhneigðra eru borgaraleg réttindi sem varin eru í stjórnarskrá Bandaríkjanna, líkt og var niðurstaða SCOTUS í máli Mildred og Richard Loving.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 5.7.2015 kl. 15:42

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heil og sæl, Axelma. Þú ritar hér um málefni hóps samkynhneigðra, sem þú berð umhyggju fyrir, eðlilega, en þá máttu líka til með að fara rétt með staðreyndir í umræðunni.

 

Það kann að virðast rhetorískt sniðugt hjá þér að tína hér til ýmis fáránleg gervirök, eins og þessi ummæli frá þeim O'Reilly sem talaði um að þessi þróun gæti leitt til þess að menn vildu fá að giftast skjaldbökunni sinni. En þessi aðferð þín að sproksetja (og það réttilega) ýmis bjánaleg ummæli er þó í reynd svolítið lík því að berjast við vindmyllur, því að þessi extrem dæmi eru alls ekki representatíf fyrir mótbárur flestra sem viðra efasemdir eða andstöðu við samkynja hjónabönd. Þú ættir fremur að glíma við hin eiginlegu rök -- ganga ekki helzt á hólm við fjarstæðukenndustu fullyrðingar fáeinna sem yzt standa, heldur að kannast við mótstöðu meirihluta mannkyns við samkynja hjónabönd og reyna að kveða í kútinn almenn mótrök gegn slíkri hjónavígslu.

 

Þá er það ennfremur fráleitt að gefa hér óbeint í skyn, að tilvísun mín í hina alþjóðlega viðurkenndu Pew-könnun gefi á nokkurn hátt til kynna, að ég eða Kristin stjórnmálasamtök séu sammála ómannúðlegri meðferð samkynhneigðra og refsigleði/refsihörku gagnvart þeim, því að það eru við alls ekki.

 

En hvernig sem stjórnvöld haga sér, m.a. með grimmu refsikerfi, í sumum þessara ríkja (einkum múslimskum, sem of í Ghana), þá heldur hitt áfram að vera athyglisvert, hver afstaða almennings er í löndum heims, t.d. að í Kína telur 61% aðspurðra samkynhneigð óásættanlega, (en aðeins 13% ásættanlega) og á Indlandi, þar sem 67% telja samkynhneigð óásættanlega, en aðeins 9% ásættanlega. Og þetta er ekki aðeins meirihlutaviðhorf mannkyns (um 59% gegn ca. 20%), heldur einnig útbreitt viðhorf í mörgum ríkjum Evrópu, þótt Rússland væri undanskilið. Varla eru allir þessir andmælendur öfgamenn í augum þínum.

 

Þú ritar hér: "Hann [og átt við mig, JVJ] hefur þó aldrei farið leynt með þá skoðun sína að "líf kristinna manna er verðmætara en annarra." -- En þessu hafna ég. Allir menn eru Guðs börn og virðing þeirra jöfn frá grunni. Tengillinn þarna, sá fyrri, vísar aðeins á grein þar sem hvatt er til þess að við bjóðumst til að skjóta skjóli yfir marga kristna Sýrlendinga, ekki af því að líf þeirra sé verðmætara en annarra, heldur af því að það er í meiri hættu en annarra í landi þeirra (og í Írak), því að kristið fólk er jafnvel vegna trúar sinnar handtekið til fjöldadrápa og annarra glæpaverka af hendi ÍSIS-manna. Þá er aðlögun þessa fólks betri í kristnu landi en múslimsku, en Evrópusambandið tekur í raun við afar litlum hluta flóttamannanna og því gífurlegur vandi óleystur. Hins vegar geta múslimskir útlagar mun auðveldar aðlagað sig í öðrum múslimskum löndum þar sem þeir eiga bæði tungumál og trú sameiginlega með innbyggjurum. Þar að auki er, með hliðsjón af reynslu norrænna þjóða, auðveldara fyrir okkar þjóðfélag að aðlaga sig að kristnum nýbúum en múslimskum.

 

Jón Valur Jensson, 5.7.2015 kl. 15:53

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

sem og í Ghana)

átti að standa hér.

Og nafnið ofar: O´Reilly

Jón Valur Jensson, 5.7.2015 kl. 16:04

9 identicon

Mér finnst rök hans ömurleg en mér finnst alveg jafn ömurlegt að blanda kynþætti hans, sögu og hjónabandi í málið. Skoðanir fólks koma kynhneigð, fjölskyldusögu og hverjum fólk vill giftast, svörtum, hvítum eða grænum, af sama kyns, öðru, trans eða hvað ekkert við, og að vera að ætlast til þess að einhver hafi ákveðna skoðun út af kynhneigð hans, kynþætti eða uppruna fjölskyldu hans er að mismunum einstaklingum eftir uppruna. Hann er ekki neitt verri maður en hvítur maður með sömu skoðun á þessu máli og ekki heldur en ef hann væri giftur svartri konu. Svartur maður giftur hvítur konu er ekki meiri asni en aðrir asnar fyrir því. Það þarf að aðskilja uppruna og skoðanir, annars er hætta á að rasismi verði til. Rasismi er ekki bara misrétti, heldur að ákveða að einhver sé svona og svona, eða ætti að vera einhvern veginn, út af litarhætti hans. Til dæmis að svartur maður hljóti að vera góður dansari, eða að svartur maður sem elskar hvíta konu hljóti að vera vinstri róttæklingur og baráttumaður fyrir samkynhneigða. Það er sama bullið og halda að svartur maður hljóti að vera heimskur. Leifið fólki bara að vera eins og það er og blandið ekki litarhætti þess, hverjum það elskar eða uppruna í málið, því það er bara að fara yfir strikið. Ég er ekki að segja þú hafir farið yfir það, en þú ert að dansa á því og það er ekkert í lagi. 

Alex (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 17:38

10 identicon

Það sem mér finnst líka sorglegt er að þetta hefði verið svo fín grein, ef hún innihéldi ekki þessa kröfu á mann út af litarhætti hans eða skoðanar í því hvað manni af þessum uppruna á að finnast, sem er ekki neitt sem þú hefur nokkurn rétt á. Að sjá þetta á þessari annars fínu grein var eins og að horfa á gullfallega konu með svo ógeðslegt grafarkýli, myglað og grænt, að manni verður flökurt. Sorglegt og þú ættir að fjarlægja þetta lýti, því þú ert yfir það hafin að skrifa svonalagað.

Alex (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 17:40

11 identicon

Langaði að bæta einu við og það er að þú verður að skilja að ef þér finnst að svartur maður sem á hvíta konu ÆTTI þar með að vera samþykkur hjónaböndum samkynhneigðra, ertu ekki bara að gera á hann meiri kröfur en aðra, sem er einmitt það sem allir rasistar gera, þeim finnst að hvítur sem borgar ekki skattinn sinn er bara aumingi en það ætti að vísa þessum svarta úr landi og allt það, heldur ertu líka að gera með því lítið úr manngæsku og göfuglyndi svarts fólks sem á hvíta maka. Svartur maður giftur hvítri konu sem berst ötullega gegn samkynhneigð á fyrir það skilið jafn miklar og stórar þakkir og hvítur maður giftur hvítri konu eða svartur maður giftur svartri konu. Svartur maður giftur hvítri konu þarf að hafa jafn mikið fyrir því að móta skoðanir sínar og aðrir og ber á þeim sömu ábyrgð, og séu þær velígrundaðar og réttsýnar ber að auðsýna honum sama heiður og hvítum manni, en ekki segja "Auðvitað hugsar hann svona, hann er svartur og á hvíta konu", afþví þá ert þú að ræna manninn af því sem honum ber út af uppruna hans, litarhætti eða makavali.

Alex (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 17:47

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sæll Jón Valur.

Það er ekkert leyndarmál að andstæðingar samkynhneigðar hafa áður gert þessa samlíkingu, það eru engar vindmyllur.
Einmitt í þeim löndum sem þú vilt bera okkur saman við, þá eru þetta algeng rök. Stærsta andstaðan við samkynhneigð á þessum slóðum er byggð á þeim forsendum að samkynhneigð sé á sama báti og dýraníð, barnaníð, sifjaspell. Það síðastnefnda hefur þú einmitt gefið í skyn sjálfur.

Þó svo að stór hluti fólks sé einhverrar skoðunnar, þá er það ekki gefið að skoðunin sé góð.

Ég veit ekki til þess að ég hafi minnst einu orði á öfga í minni færslu, Jón Valur. En hvaða almenningsálit er í hverju landi fyrir sig, þá þýðir það ekki að áliti sé byggt á réttum forsendum. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 5.7.2015 kl. 19:42

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sæll Alex, aftur.

Ég gaf hvergi í skyn að þar sem hann væri svartur og giftur hvítri konu, þá þyrfti hann að hafa einhverja sérstaka skoðun. Ég sagði að rök hans fyrir neitun sinni á tillögu hafi verið undir pari, með tilliti til annarra sambærilegra dóma.
Þó svo að hann hefði verið hvítur og giftur konu af öðru litarhafti, þá væri gagnrýni mín sú sama.

Ég hjó eftir orðalagi í rökum hans vegna þess að hann blandaði þrælahaldinu sjálfur í málið, og staðhæfði að þrælar hefðu haft reisn. Þrælahald og reisn fara ekki saman. Þessi rök eru mótsagnakennd, og það má benda á það, þó svo að hann sé svartur.
Ég sagði hvergi að hann yrði að hafa einhverja skoðun fyrir það eitt að vera svartur. Ég sagði að rök hans væri undarleg útfrá tilvísunum hans um þrælahaldið, miðað við fyrri sambærilega dóma og hörmulega sögu svartra í kjölfar frelsun þrælanna.

Ég gerði honum aldrei upp skoðanir, eða sagði að hann yrði að hafa eina eða þessa skoðun, né gerði ég honum upp einhverja persónuleikaeinkenni eða raskanir vegna litarhafts hans.
Hann má hafa sína skoðun. En ég má gagnrýna rök hans og afstöðu, sem eru í besta falli handahófskennd.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 5.7.2015 kl. 19:43

14 identicon

Þú nefndir hjónaband hans og að sem maður í þessu hjónabandi þá ætti hann að hafa vit á að hafa einhverja sérstaka afstöðu. Þú nefdir að þér þætti "kaldhæðnislegt" að hann hafi einhverja skoðun, í ljósi þess aðhann sé jú svartur og giftur hvítri konu. Þú ætlast sem sagt til að hann "borgi" samfélaginu fyrir þessi "forréttindi" til "sérvisku" með að vera óvenjulega víðsýnn og nýtur þjóðfélagsþegn? Það mætti halda það. Ummæli þín ýta alla vega síst undir að fólk líti bara á blönduð hjónabönd sem jafngild og jafneðlileg, fyrst fólki finnst ennþá sjálfsagt að blanda þeim inn í óskild mál sem koma makavali og litarhætti ekkert við. 

"Yfirlýsing Clarence Thomas er því frekar kaldhæðnisleg, og jafnvel hræsnaraleg, þar sem hann er ekki bara eini svarti hæstaréttardómarinn, heldur er hann líka giftur hvítri konu.

Hjónaband þeirra væri enn ólöglegt í dag, ef hæstiréttur Bandaríkjanna hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að hjónaband Mildred og Richard Loving væri varið af stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem hann [Clarence Thomas] telur að ekki eigi við í máli réttindum samkynja para til hjónabands."

Og hvað með það? Hefur hann minni mannréttindi en hvítur maður út af því? Hefðir þú farið að nefna hjónaband hans og litarhátt ef hann væri hvítur? Nei, örugglega ekki. Þú ættir að virða blönduð hjónabönd jafn mikið, annars hefurðu ekki yfirgefið þín eigin "white privilege" og ættir því að tjá þig sem minnst um mál litaðs fólks. 

Þú ert líka að veikja góðan málstað með að blanda svona órökréttu og óréttlátu rugli inn í greinina. Ég tel þig hafa til að bera meiri réttsýni en þetta og samvisku, og að þú hafir gert lítið úr þér með því að blanda þessu inn í greinina og farið niður á plebbalegt plan sem þér er ekki sæmandi

"He should know, he's black!" er svona tal sem menn viðhafa í Suðurríkjunum, Alabama, Texas og gömlum vígstöðum KKK, ef þú skilur hvað ég meina. Þú myndir aldrei heyra svona setningu sagða í París eða London, ekki án þess allir rækju upp stór augu og spyrðu þig hvað það kæmi málinu við, nema augljóslega væri um brandara að ræða. 

Alex (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 20:22

15 identicon

Að þykjast verja einn minnihlutahóp með að blanda öðrum minnihlutahópum í málið á órökréttan hátt sem þú hefðir aldrei gert ef um hvítan mann væri að ræða, það er ósiður, og þá væri bara betra að sleppa því að verja minnihlutahópa. Ef þú getur ekki varið þá án þess að fjalla um aðra á ósanngjarnan hátt:

"Yfirlýsing Clarence Thomas er því frekar kaldhæðnisleg, og jafnvel hræsnaraleg, þar sem hann er ekki bara eini svarti hæstaréttardómarinn, heldur er hann líka giftur hvítri konu." 

Gerðu okkur þá greiða og slepptu því. Gerðu gott án þess að skaði fylgi með, eða slepptu því bara. 

Clarence Thomas má gera það sem honum sýnist og gera það sem honum sýnist og það kemur litarhætti hans og makavali eða kynhneigð ekkert við. Alveg eins og hvaða stjórnmálaflokk þú kýst kemur hvorki litarhætti þínum né þjóðerni við eða hverjum þú ert gift, og sá sem færi að ýja að því væri fífl. 

Alex (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 20:31

16 identicon

Læt þetta gott heita, hef ekki tíma í þetta og aðeins afburðarmenn skipta nokkurn tíman um skoðun, sjá eftir neinu eða reyna að bæta sína verk og skrif. Ég get ekki farið fram á að þú sérst í þeim flokki og þú ekki að Clarence Thomas sé neitt betri en aðrir. Hann er fífl en það kemur hjónabandi hans og litarhætti ekki við og hann á ekki að vera dæmdur harðar fyrir það en hvítur maður og það er ómálefnalegt að blanda einkalífi og ástarlífi fólks í pólítíska gagnrýni, þá er hún komin niður á plan slúðurs, en við litaða fólkið verðum auðvitað mun oftar fyrir barðinu á því en aðrir. 

Alex (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 20:35

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Axelma, þótt það nái skammt.

Þú segir "stærst(u) andst(öðuna) við samkynhneigð á þessum slóðum (í 3. heiminum og fólksflestu ríkjum heims) byggð(a) á þeim forsendum að samkynhneigð sé á sama báti og dýraníð, barnaníð, sifjaspell."

Hvaðan hefurðu þær meintu upplýsingar? Ég kannast ekki við, að leitt hafi verið í ljós með neinum rannsóknum, að þessi andstaða sé beinlínis byggð á slíkum forsendum.

Hins vegar er mörgum allt frá tímum Platóns ljóst, að mannslíkaminn er gerður fyrir annað hlutverk en þetta. Hann kallar þetta para physin, gegn náttúrunni, og það gera fleiri, þ. á m. Páll postuli í Róm.1.26-27.

Þú segir mig hafa gefið í skyn, að samkynhneigð sé "á sama báti og ... sifjaspell," en það kannast ég ekki við; ertu ekki að nota þarna hugsunina "á sama báti" í einhverri loðinni merkingu eða að láta þetta gefa annað í skyn en ég ritaði?

Jón Valur Jensson, 5.7.2015 kl. 21:52

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Strámaður, Ad Hominem, og Appeal to Victimization.

Alex, mín skoðun er mín skoðun.
Hún er ekki yfir gagnrýni hafin, frekar en skoðanir annarra.

En skoðun mín er ekki byggð á því að hann sé svartur, heldur hvað hann sagði. Og það sem hann sagði var rangt, það hefði líka verið rangt ef hann væri hvítur. Meira að segja þú ert sammála því.
Ég veit lítið um manninn og get því ekki komið með neitt álit á hans persónu.
Eitt veit ég þó, að ég er ritstjóri á mínu eigin bloggi.

Justice Thomas notaði þrælahaldið til að afsaka afstöðu sína í dómi sínum. Það var hann sem blandaði kynþætti í þetta.
Það er frekar erfitt að gagnrýna svar hans, án þess að gera það útfrá því augljósa; að hann er hræsnari. Ekki fyrir skoðun sína á samkynhneigðum, heldur vegna illa ígrundaðrar afsökuninnar sem hann gaf fyrir úrskurði sínum.
Það er ekki rasískt að benda á það, ekki frekar en ef hann væri hvítur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 5.7.2015 kl. 23:23

19 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sæll aftur, Jón Valur.

Afsakaðu snubbót svar fyrr í dag, en ég var upptekin með yngri börnum mínum tveimur. Vildi þó svara þér eitthvað, frekar en að sleppa því algjörlega. 
En að forsendum ríkjandi andstöðu við samkynhneigð á þessum slóðum.

Kynlíf er mikið taboo í flestum þessum löndum. Það má helst ekki ræða það, og alls ekki kynlíf samkynhneigðra. 
Samkynhneigð er bönnuð og refsiverð í mörgum af þessum löndum, og því er gott sem engin fræðsla um LGBT fólk, og þeirra líferni.
Upplýsingar sem fólk hefur um mál þeirra eru því mestmegnis "word of mouth". Skoðanir sem okkur finnast öfgafullar eru normatívar í þessum löndum vegna þessa.

Við höfum alveg heyrt þessi rök hérna á Íslandi, sem og annarsstaðar á vesturlöndunum. Þessi slippery slope rök að flestir pedófælar séu samkynhneigðir, að samkynhneigðir séu nauðgarar, dýraníðingar o.s.frv. 
Þetta telst til öfga á flestum vesturlöndunum, þar sem fræðslan er mjög mikil og góð, og andstaðan því tiltölulega lítil miðað við Afríku og Vestur Asíu lönd.

Fann þó nokkra hlekki fyrir þig. Þessi „rök“ finnast allstaðar.
 1, 2, 3 (myndband), 4, 5, 6.
Þar á meðal nýlegri pew könnun.

Þú sagðir í bloggi þínu, „Allt leyfilegt í nafni ástarinnar?“:

„Á mynd með fréttinni heldur maður á skilti með orðunum: "
Legalize love" (gerið ástina lögmæta eða leyfilega að lögum), en ætla viðkomandi baráttumenn þá líka að lögleiða systkinahjónabönd (eins og rætt er um núna meðal Dana), og yrði þá næsta skrefið, ef allt er leyfilegt í nafni ástarinnar, mæðgina- og feðginahjónabönd?“

Þetta er slippery slope.
Tveir samkynhneigðir menn berjast fyrir því að ást þeirra verði viðurkennd í augum laganna, og þú spyrð hvort þeir ætli þá ekki líka að berjast fyrir hjónaböndum systkina, mæðgna, og feðgina.
Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um það að samanburður þinn á sifjaspelli og samkynhneigð var nokkuð augljós, og þarftu því ekkert að gera þér upp hugmyndir að orðalagið mitt væri loðið.



Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.7.2015 kl. 01:19

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er engin lífræn né rökræn tenging milli samkynhneigðar og sifjaspella (kynferðissambands náskyldra). Það eina, sem þetta tvennt á sameiginlegt, er að um kynferðismál er að ræða. En fæstar þjóðir heims (um 30 af rúmlega 200) leyfa hjónavígslu samkynja fólks, og margar myndu, ef hún yrði í lög leidd, bera kvíðboga fyrir því, að haldið yrði áfram í líberlíseringu hjúskaparlaga, eins og t.d. sumir Danir eru farnir að krefjast um jafnvel systkinahjónabönd ... og "allt í nafni ástarinnar"

En EF það er gild röksemd (jafnvel ein og sér), að þeir/þær/þau eigi að fá að giftast, sem elska hvort annað (og þessi röksemd er einmitt notuð af samherjum samkynhneigðra), sjá menn þá ekki, að með því að láta sem þetta sé gild og ofursterk röksemd, sem eigi að vera ráðandi, þá er verið að segja um leið, að systkini, sem elskast eða þrá hvort annað kynferðislega, EIGI að fá að giftast? En flestir eru því einmitt ósammála; og nákvæmlega með þessu afsannast þetta princíp eða öllu heldur vinnutilgáta, þ.e. að ástin ein eigi að ráða um heimild til hjónavígslu.

Ljótt er sumt í máli þínu, Axelma, að minnsta kosti  þetta:

"Þessir sjálfskipuðu siðferðispostular bera fyrir sig ýmsar ástæður og afsakanir fyrir djúpstæðu hatri sínu á samkynhneigðum og transfólki. Það nýjasta og örugglega það vitlausasta hlýtur að vera skoðanakönnun sem virkasti penni á vef ör-stjórnmálasamtakanna Kristinn Þjóðarflokkur lagði fram ..." *)

Feit- og skáletrið í þessu er mín leturbreyting orða þinna, en hvergi nokkurs staðar hefurðu né geturðu sannað á mig hatur á þessu fólki, hvað þá "djúpstætt", enda hafna ég þessu gersamlega, og rek ég þessi ummæli þín hér með til móðurhúsanna. Skrifaðu af ábyrgð, en hvorki með uppspuna né mannorðsmeiðingum, stelpa!

*) Aths. Enginn Kristinn þjóðarflokkur er til hér á landi, þótt slíkir flokkar hafi verið víða um Norðurlönd. Til að freista þess að vera nákvæm getur Axelma nefnt félag mitt og samherja minna Kristin stjórnmálasamtök.

Jón Valur Jensson, 6.7.2015 kl. 03:21

21 Smámynd: Mofi

Finnst þér ekkert að því að saka fólk sem þú þekkir ekki um hatur Ingibjörg?  Finnst þér ekki að kannski ert þú að ala á hatri á ákveðnum hóp?

Mofi, 6.7.2015 kl. 10:23

22 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sæll Jón Valur.
Ég er búin að leiðrétta rangfærsluna.

En að dönum.
Umræðan er sprottin frá dönskum prófessor, sem telur að siðferðilega væri rétt að aflétta refsilöggjöf á systkinaástum, en slík háttsemi er refsiverð með allt að tveimur árum í fangelsi.
Þar sem tækni- og glasafrjóvganir hafa færst í aukana, ásamt sæðisgjöf, þá eru meiri líkur í dag en var áður að líffræðileg systkini kynnist og taki upp ástarsamband.
Svipuð umræða hefur átt sér stað í Þýskalandi.

Ég er sammála honum í þessu. Veit ekki til þess að hjónaband hafi verið nefnt sérstaklega í þessu samhengi. En þó svo væri, hvað er nákvæmlega það sem mælir á móti því að tveir fullveðja og samþykkir einstaklingar gangi í hjónaband?

Og hvað varðar hnýtingu ykkar í orðalag mitt, þá er hatur skilgreint sem „intense dislike“, eða að mislíka eitthvað ákaflega.
Skrif þín í fortíðinni um málefni samkynhneigðra og samkynhneigð eru nokkuð góðar vísbendingar um ákafa mislíkun þína.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.7.2015 kl. 11:05

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætlar JVJ ekki að upplýsa hvernig hann aðlagar sína kynlífsóra t.a.m. sýniþörf, að kristinlegu kynlífi svo við getum mnetið það og dæmt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2015 kl. 12:34

24 identicon

Þú mátt hafa þínar skoðanir á þessu og ég skil ekki afhverju neinn ræðir við fólk eins og Jón Val sem myndi ekki skipta um skoðun á neinu þó það yrði fyrir eldingu eða fengi borgaðar billjón krónur. Hver er tilgangurinn með því að ræða við slíkt fólk? Það veit allt nú þegar, að eigin mati, og líkar það vel. Ég myndi samt sleppa því að alhæfa um "þriðja heiminn" og viðhorf hans til kynlífs. "Þriðji heimurinn" á ekkert sameiginlegt nema fátækt, heldur er hann skipaður ólíkum þjóðum með ólíka menning og ólík viðhorf, sér í lagi til kynlífs. Ég þekki vel mörg þau Afríkulönd þar sem hómófóbía er algeng en viðhorf til kynlífs almennt eru samt frjálslegri, sérstaklega kynlífs kvenna og það skilar sér meira að segja yfir í kvikmyndir og sjónvarpsefni þaðan. Kynlíf er meira rætt í þessum löndum en hér og er stærri og plássfrekari partur af tilverunni. Almenningsálit og lög eru síðan tvennt ólíkt. Lastu "Arabakonur" eftir Jónínu Kristjónsdóttur? Þar er kafli um heilt land með samkynhneigðan þjóðhöfðingja sem var elskaður af fólkinu sem vissi að hann var hommi, allir vissu að það var ólöglegt, og öllum var alveg sama um það. Ég þekki ekki Arabaheiminn eins vel og "svörtu" Afríku, en mér skilst að þetta sé rétt. Alhæfingar gera illt og það réttlætir þær ekki að vera að reyna að vinna rifrildi við mann sem enginn tekur mark á, afþví allir vita að hann mun aldrei skipta um skoðun á nokkrum hlut. 

Alex (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 13:32

25 identicon

Þið Jón Valur hafið rangt fyrir ykkur að allur þriðji heimurinn sé á móti samkynhneigð og þú hefur rangt fyrir þér að það tengist alltaf öðrum kynlífstabúum. Alhæfingar um þetta eru slæmar og sérstaklega myndi ég varast alhæfinguna að þriðja heims fólk haldi endilega að samkynhneigð sé það sama og dýraníð, sem er eins ljót og hún er röng. Þriðji heimurinn er ekki monolithic svæði og ástæður fyrir svona hugmyndum eru mismunandi í hverju landi. Almenningsálitið er yfirleitt bara eins og það var hér fyrir 50 árum í þeim löndum þar sem kynhneigð getur verið vandamál og sé einhver samkynhneigður vita kannski allir nágrannarnir af því, en tala ekki um það og hugsa ekki um það, sem er alveg eins og það var í Reykjavík. 

Alex (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 13:47

26 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Alex.

Áður en ég skrifaði þessa grein þá googlaði ég þau lönd sem birtast á þessum lista, og gerði úttektir á þeim einungis. 
Ég las mig til um lög í hverju landi fyrir sig er snúa að réttindum LGBT fólks, almennt viðhorf til þjóðfélagsbúa til þeirra, horfði á heimildarmyndir, og las reynslusögur LGBT fólks sem þar búa.

Ef að eitthvað í athugasemdum mínum gefur til kynna að ég meini öll Afríkuríki, þá biðst ég afsökunnar á því.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.7.2015 kl. 14:23

27 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Mofi.

Biðst afsökunnar á seinlegu svari, ég sá ekki athugasemd þína fyrr en núna.

Það er ekki hatur að benda á þröngsýni,fordóma, og hræsni hjá fólki.
Ég hef reyndar ekki séð þig koma fram með þessum hætti, en trúarsystkini þínir hér á blogginu hafa mörg verið dugleg að saka fólk um hatur á kristni og kristnu fólki með málefnalegri gagnrýni sinni á trúmálum.
Hefur þú spurt þau út í meintan hatursáróður sinn?
Eða er sá heiður aðeins geymdur fyrir þá sem gagnrýna skoðanir þeirra?

Ég er nokkuð viss um, að ef ég tæki mig til og skrifaði nokkrar færslur og Jón Valur gerir í málefnum LGBT og múslíma, og skipti út þeim orðum fyrir "kristni", þá yrði ég örugglega fljótt úthrópuð kristnihatari.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.7.2015 kl. 14:48

28 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

[...] nokkrar færslur í svipuðum stíl og Jón Valur [...]

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.7.2015 kl. 14:48

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Axelma,  það er  allt  annað að hata fólk en að "mislíka ákaflega" við villandi áróður og blekkingar (t.d. um fjölda samkynhneigðra, sem oft er margfalt ýktur, t.d. nýlega, og um meint heilnæmi samkynja samræðis) og sömuleiðis að mislíka við kröfur um ýmis ofréttindi handa þessum hópum (t.d. um meintan rétt homma til blóðgjafar eða einstaklinga til að láta samfélagið kosta kynbreytingu sem kostar í hverju tilviki marga tugi milljóna króna) --- og það er ekkert jafnaðarmerki milli þessarar mislíkunar og "djúpstæðs haturs á samkynhneigðum og transfólki."

Það er líka annað mál að hata kristni (eða kristna trú) en að hata kristið fólk. Þú verður  að gera greinarmun á þessu. Ertu ekki skynug stúlka?

Jón Valur Jensson, 6.7.2015 kl. 16:04

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alex, ég hef oft skipt um skoðun á ýmsum málefnum, en þið fáið mig ekki með ógildum rökum til að breyta afstöðu minni í þessu efni.

Jón Valur Jensson, 6.7.2015 kl. 16:09

31 identicon

Þá verðið þið að hafa þetta á hreinu og sleppa því að tala um "Þriðja heiminn" sem monolithic svæði sem skapar ranghugmyndir. Þú hefur líka örugglega ekki gert úttekt á viðhorfi almennt til kynlífs, því það væru miklar alhæfingar um sum lönd þar sem ríkja fordómar gegn samkynhneigð. Í Nígeríu er til dæmis frjálslegra viðhorf til kynlífs kvenna og meiri virðing fyrir kynverund þeirra en nokkurn tíman í Evrópu, en þó eru þar fordómar fyrir samkynhneigð. Ein villan fylgir ekki endilega annarri. Dæmi: Í Ísrael hafa mjög fá prósent þjóðarinnar fordóma fyrir samkynhneigð, en alla vega jafn margir og hér á landi, mikla fordóma fyrir Islam. 

Alex (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 22:22

32 identicon

Eða taktu Íran sem betra og nærtækara dæmi. Þar hefur enginn fordóma fyrir transfólki og þannig fordómar eru ólöglegir og þú getur lent í fangelsi fyrir að sýna þá eða tjá. Ríkið borgar fyrir transaðgerðir og styður á allan hátt og trúarleg yfirvöld líka. Samkynhneigð aftur á móti er dauðasök í Íran. 

Alex (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 22:24

33 identicon

Sæll Jón Valur. Ég er ekki að tala við þig. Þú ert með gráðu frá "Ég veit allt" skólanum og þarft ekki á því að halda að ræða við okkur hin sem ekkert vitum. 

Alex (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 22:25

34 identicon

Langar að bæta við varðandi skoðanakannanir að það er vitað mál og mikið um það fjallað að slíkar kannanir gerðar í löndum með takmarkað lýðræði eru minna marktækar, afþví sá sem tekur þar óttast að yfirvöld viti af þessu, treystir síður þeim sem gerir könnunina, og segir bara "rétta svarið", eins og lítill krakka sem var að læra fyrir próf, en það tjáir sennilega ekki skoðun hans. Rannsóknir í Vestrænum stíl á þessum löndum eru því mjög gallaðar og lítið varið í nema mjög vandaðar mannfræðirannsóknir þaðan. Að gera hefðbundnar félagsvísindarannsóknir þar er að henda peningunum í sjóinn.

Alex (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 22:31

35 identicon

Bara Wikipedia, en fín byrjun í að læra að fordómar fylgjast ekki endilega að. Íranir eru næst bestir í transaðgerðum í heiminum, bara Tæland gerir fleiri aðgerðir og ríkið borgar 50% kostnaðar. https://en.wikipedia.org/wiki/Transsexuality_in_Iran Okkar takmarkaða vestræna ímyndunarafl og staðalmyndir segja þá að land sem gerir þetta hljóti að vera umburðarlynt gagnvart samkynhneigð líka afþví réttindi transfólks eru skemur á veg komin í samkynhneigðra í okkar veruleika, en samkynhneigðir eru líflátnir í sama landi og er númer tvö í fjölda transaðgerða og virðir transkonur og mannréttindi þeirra betur en flest vestræn lönd. 

Alex (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 22:59

36 Smámynd: Skeggi Skaftason

Félagi Jón Valur er farinn að nota óttalega aulaleg rök gegn samkynhneigð þegar hann vísar til álits meirihluta í ýmsum löndum heims þar sem viðhorf eru meira gamaldags en hér. Með sömu rökum getur hann rökstutt að kynjajafnrétti eigi ekki rétt á sér, af því meirihluti fólks í þessum ríkjum er ekki hlynnt kynjajafnrétti.

Skeggi Skaftason, 6.7.2015 kl. 23:02

37 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Alex.

Ég er orðin nokkuð sannfærð um að þú sért viljandi að mistúlka orð mín (og Jóns Vals).
Hér hefur enginn talað um þróunarlöndin í Afríku. Og það hefur enginn alhæft um Afríku sem heimsálfu sem eina heild. Ekki einn einasti maður.
Við höfum haldið okkur við þau lönd sem tekin voru fyrir í þessari skoðunarkönnun.

Ég fagna allri þátttöku í þessari umræðu sem og öðrum, en strámenn kæri ég mig ekki um.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.7.2015 kl. 00:40

38 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jón Valur.
Það er reyndar lítill sem enginn munur á því að mislíka eitthvað ákaflega, og að hata eitthvað.
Þú hefur í gegnum tíðina sýnt hreint ótrúlegan fjandskap gegn samkynhneigðum sem og öðrum minnihlutahópum í skrifum þínum. Bæði hér og blogginu sem og annarsstaðar.

Og villandi áróður og blekkingar?
Eks-skjús mæ frensj, en hvaða andskotans máli skiptir hersu margir í heiminum eru samkynhneigðir? Skiptir máli hvort þeir eru 10, 300 eða 1 miljarður? Nákvæmlega engu.
Hvað varðar meint heilnæmi samkynja samræðis.. Hvernig snertir það þig? Ef það væri hægt að sýna og sanna fram á það með góðu móti að líf þitt lengist og heilsa þín bætist talsvert í hvert sinn sem þú stundaðir kynmök með karli, myndir þú hoppa á næsta hommabar og vonast eftir húkki? Ég ætla að gera ráð fyrir því að svarið við þessu sé nei.
„Meint heilnæmi“ samkynja samræðis snertir aðeins þá sem stunda það.

Kynleiðréttingarferli, hvort sem þú getur eða vilt trúa því, eru transfólki lífsnauðsynlegar.

Af hverju má samkynhneigður maður ekki gefa blóð? Flestir þeirra sem smitast af HIV hér á landi, smitast af því að deila sprautunálum.
Konur á Íslandi hafa smitast af HIV, þær eru nær þriðjungur af öllum smituðum íslendingum.
Eigum við að banna konum að gefa blóð?
Ef að samkynhneigður maður, sem er sjúkdómalaus, og hefur verið í sambandi með sama einstaklingi í fjöldamörg ár, hvað mælir eiginlega gegn því að hann gefi blóð? Er samkynhneigð allt í einu smitandi með blóði?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.7.2015 kl. 01:08

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er sannarlega affarasælast, Axelma, að fylgja faglegri leiðsögn Blóðbankans og blóðmeinafræðinga um blóðgjöf vissra hópa; og það sama er einmitt gert í flestum löndum og samkynhneigðum körlum o.fl. áhættuhópum því haldið frá því að gefa blóð. Þar að auki skiptast þessir blóðbankar stundum á blóðforða, og ekkert má út af bera.

Óupplýstir úr röðum leikmanna eiga sízt að vera að þrýsta á þingmenn og ráðherra að hvika frá sínu ábyrga, faglega áhættumati -- það væri jafn-óviðeigandi og að ráðherra færi að stýra því hvernig stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands færi með tónsprotann.

Þessi hópur á ekki að vera forréttindahópur umfram aðra áhættuhópa, ekki frekar en hann eigi heimtingu á margföldum fjárstuðningi ríkis og borgar miðað við öll önnur félög í landinu.

HIV-smit í hópi homma er margtugfalt meira en í hópi kvenna, það er ein ástæðan fyrir sérreglum um þá, Axelma! Sjá einnig hér: HIV-nýsmit í hópi danskra homma um 300 sinnum algengara en meðal gagnkynhneigðra, danskra kvenna : rök gegn málflutningi í ísl. fjölmiðum. Og ennfremur hér: Hverjir eru 200 sinnum líklegri til að fá AIDS en gagnkynhneigðir?

Nei, ég tel kynbreytingarferli ekki transfólki "lífsnauðsynlegt", það er vel hægt fyrir lítinn hluta hins gígantíska kostnaðar að hjálpa því fólki út úr sínum kröggum.

Og það skiptir sannarlega máli, að karlmenn með virka samkynhneigð (eingöngu) síðustu 3-10 árin eru nálægt 1% karlmanna, ekki 10%, eins og sumir fylgismenn þeirra hafa skökvað til um, og enn síður meira en það.

Og ég hef engan fjandskap sýnt samkynhneigðum eða öðrum minnihlutahópum í skrifum mínum, þótt þú endurtakir það jafn-oft og áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins tuðaði á sínum lygum.

Þú ritar: "Það er reyndar lítill sem enginn munur á því að mislíka eitthvað ákaflega og að hata eitthvað." -- Þitt álit.  En ég gæti jafnvel hatað lygina, án þess nokkurn tímann að hvika frá því boði Krists að elska náungann. Eða heldurðu að ég vilji breyta þar gegn vilja hans og heilögu boði? Ég myndi hjálpa hvaða manni sem væri, sem staddur væri í neyð og í þörf fyrir hjálp, ef ég væri þar til staðar -- eins og Samverjinn var í dæmisögu Krists. 

Okkur ber að elska náungann, en hafna synd og blekkingum.

Jón Valur Jensson, 7.7.2015 kl. 03:00

40 identicon

Aumingja thu Ingibjorg ad hafa Jon Val simalandi kjaftakvorn inn a thinni sidu. Thad var spurt inn a Utvarpi Sogu i eitt skiptid thegar var simatimi ad Jon Valur Jensson maladi i sifellu um sitt hjartans mal og drap alla um leid ur leidindum. Enginn annar komst ad fyrir kjaftavadlinum i manninum. Hann verdur alltaf ad eiga sidasta ordid thott hann vari sidasti lifandi madurinn a islandi myndi hann rifast vid bergmalid. Eg aetla ad benda ther a ad innan rada kirkjunnarmanna leynast lika sidblindingjar og thu aettir ad kynna ther eftirfarandi; http://sidblinda.com/sidblindir_kirkjan.html
En thar segir; Løvås telur að sá siðblindi búi sér oft til einfalt guðfræðikerfi með aragrúa af ósveigjanlegum reglum. „Því neyðir hann svo upp á fólk og krefst óskoraðrar hlýðni undir því yfirskini að hann haldi trúna við bókstafinn, rétta guðfræði og rétt lögmál. Af því að valdinu stafar af honum veldur hann ótta og hann brýtur andstöðu á bak aftur. Þeim sem hann nær á vald sitt finnst að mótmæli jafngildi því að þeir séu á móti sjálfum Guði almáttugum

jonjonsson (IP-tala skráð) 7.7.2015 kl. 08:41

41 identicon

 https://www.youtube.com/watch?v=XiTDf7Kc6vA

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.7.2015 kl. 10:13

42 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sæll Jón Valur.
Ég afsaka seinagang minn í svörum.

Undir núverandi reglum má kona sem hefur stundað kynlíf með nokkrum HIV/AIDS smituðum einstaklingum gefa blóð, að því skilyrði gefnu að hún bíði í 12 mánuði. Hún þarf ekki að vera kynlífslaus í millitíðinni.
Ef hún stingur sig á notaðri nál, eða fær á sig líkamsvessa frá einstaklingi sem telst til áhættuhóps, 6 mánuðir.
Ef hún deilir heimili með eða hefur mök við aðila sem smitaður er af lifrabólgu, 6 mánuðir.
Samkynhneigður og sjúkdómalaus einstaklingur sem hefur verið með sama einstakling í nokkur ár, og notar smokk við kynlíf sitt má ekki gefa blóð.

Fyrir karlmann sem stundar endaþarmsmök með öðrum karlmanni sem smitaður er af HIV/AIDS, þá eru smitlíkurnar 1.4%. Það er semsé að meðaltali eitt smit per 71 kynmökum stunduðum.
Ef kona, eða karl, sem á HIV/AIDS smitaðann maka/bólfélaga, sem er á lyfjum við sínum sjúkdómi og tekur þau reglubundið, þá eru líkurnar á smiti engar.

Með þessari reglu er verið að gefa sér það að ALLIR hommar séu HIV/AIDS smitaðir, eða að þeir stundi allir endaþarmsmök. En hvorugt er satt.
Þegar þessi regla var sett var mikill ótti og kvíði í þjóðfélaginu, og forðuðust heilbrigðisstarfsmenn m.a. að annast sjúklinga sem voru smitaðir, vegna ótta við það að smitast við snertinguna eina saman.

Þessi regla í núverandi mynd hefur nákvæmlega ekkert skylt við faglegt áhættumat.
Ef samkynhneigðum væri gefið færi á því að undirgangast sama eftirlit og aðrir fyrir blóðgjöf, þá ætti ekki að vera neitt sem mælir á móti því að sjúkdómalausir hommar fái að gefa blóð, líkt og gagnkynhneigðar konur sem hafa stundað áhættusamt kynlíf.
Þónokkuð mörg lönd eru að íhuga breytingu á lögum sínum er varðar blóðgjafir samkynhneigðra af þessum forsendum, að skimanir sem allir aðrir undirgangast eigi að vera nóg.

Ef þér þykir svo vænt um samkynhneigt fólk eins og þú segir, þá er undarlegt að þú skulir ekki áður hafa beitt þér í því að hvetja til smokkanotkunar hjá þessum þjóðfélagshóp, og/eða til reglulegra heilsufarsskoðanna. Ég held að hvortveggja yrði gagnlegra en núverandi aðferðafræði þín, sem fer bara fram á þeir hætti einfaldlega að vera samkynhneigðir.

Þú orkar hér tvímælis, og talar um traust á þingmönnum og ráðherrum í blóðgjafarmálum, en þú treystir þeim ekki fyrir faglegu mati á nauðsyn kynleiðréttingarferlis fyrir transfólk?

Ég trúi því vel að þú viljir fara eftir boðið Krists. Ég man þó ekki til þess að hann hafi sagt mikið (ef eitthvað) um eða gegn samkynhneigð, og síður að hann hafi hvatt fylgismenn sína til þess að reyna snúa þeim til gagnkynhneigðar.
Þér er frjálst að fylgja þinni sannfæringu, en þegar sannfæringin þín er farin að færa sig yfir áróður gegn samkynhneigðum og réttindum þeirra, þá flokkast það undir „ákafa mislíkun“ eða hatur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.7.2015 kl. 10:21

43 Smámynd: Óli Jón

Oft er vitnað í Pál postula þegar kynlíf og kristni ber á góma í sömu setningu, en sá maður virðist hafa haft ótrúlega mikinn áhuga á glímutökum samlífsins og öllu því tengdu; svo mikinn að hann virðist hafa verið óþreytandi í því að leggja öðrum reglurnar þegar kemur að fangbrögðum ástarlífsins.

En sökum þessa hlýtur maður að spyrja sig af hverju Páll postuli var hæfur til þess að segja af og á í þessum efnum. Var hann einhvern tíma við konu kenndur? Nú, eða kannski kall? Átti han börn? Gat hann kannski ekki eignast börn? Ef stundaði hann kynlíf var það þá bara gott og samþykkt kynlíf eftir hans eigin uppskrift eða gæddi hann sér á forboðnum ávöxtum samlífsins? Var hann sjálfmenntaður áhugamaður eða stúderaði hann hjá einhverjum sérfræðingi samtímans í kynlífsfræðum? Úr hvaða jarðvegi spratt þessi óvenju mikli áhugi postulans á kynlífi?

Gott væri að fá svör við þessum spurningum frá aðilum sem, eins og postulinn, sérhæfa sig í því að skipta sér af kynlífi annarra og bera postulann fyrir sig í þeim efnum.

Óli Jón, 8.7.2015 kl. 11:04

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Páll postuli hafði á flestu meiri áhuga en kynlífi, það myndirðu vita, Óli vantrúaði, ef þú læsir í gegnum bréf hans öll, sem varða mst hjálpræðis- og endurlausnarfræðin um Krist, um lögmálið og hið gamla hlutverk þess, hlutverk trúar og afgerandi mikilvægi hennar fyrir réttlætingu mannsins, líf kristinna manna í eftirbreytni eftir Kristi, en einnig um kirkjuna sem slíka -- líkama Krists og "bygging(u) sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesúm sjálfan að hyrningarsteini" (Efes.2.20) -- og um margt annað.

Hins vegar kemur kynlíf og virðing fyrir mennskunni á því sviði mjög inn á siðferðismál og þar með einnig inn á trúmál þeirra trúarbragða sem láta sig miklu varða manneskjuna sem slíka, hreinleik hennar, viðleitni til fullkomnunar og að forðast spillandi syndir.

Þetta var síður en svo undarlegt að Páll léti sig varða, enda var siðspilling mikil meðal flestra nágrannaþjóða Ísraels (með t.d. hofgyðjuvændi og kynsvalli auk barnafórna), en einnig meðal Forn-Grikkja, sem Páll var sendur til sem postuli heiðingjanna. Hjá þeim voru m.a. samkynja mök meðal þess sem taldist með því syndsamlegasta í gyðing-kristinni kenningu, og hann hafði þar mikilvægu hlutverki að gegna í áminningum sínum, sem byggðu bæði á gagntækri þekkingu hans á Gyðingdómi (og hinni grísku Septuagintu) og á opinberunum hans. En kenning Páls er einnig mikilvæg á sviði hjónabands- og fjölskyldumála.

Páll hefur kenningarlegt átorítet í allri kristinni kenningarsögu.

Svara Axelmu á eftir.

Jón Valur Jensson, 8.7.2015 kl. 13:10

45 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón V postuli er, rétt eins og Páll sálugi kollegi hans, með kynlíf annarra á heilanum. Spurning hvort mergjaður áhuginn skapi aðeins huglæga örvun.

http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1844036/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2015 kl. 21:03

46 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég bíð enn eftir svari.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.7.2015 kl. 14:50

47 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það er vonlaust að koma vitinu fyrir þá sem vilja ekki láta koma vitinu fyrir sig. Gott hjá þér samt að reyna, Ingibjörg.

Hörður Þórðarson, 9.7.2015 kl. 20:03

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Axelma, takk fyrir ýmsar uppl. sem þú hefur viðað að þér og birtir í innlegginu 8.7. kl. 10:21, en hefðir þó átt að tilgreina heimildirnar að baki þeim.

Þegar þú ritar t.d.: 

"Fyrir karlmann sem stundar endaþarmsmök með öðrum karlmanni sem smitaður er af HIV/AIDS, þá eru smitlíkurnar 1.4%. Það er semsé að meðaltali eitt smit per 71 kynmökum stunduðum," 

þá getur þetta ekki verið algild regla fyrir öll lönd, og þyrfti að fylgja, hvar þetta eigi við -- ef hér á Íslandi, þá væri það ágæt upplýsing, en vitaskuld er þó 1,4% HIV-smithætta óásættanlega mikil -- eins og myndi sjást, ef skoðaðir væru einhverjir aðrir ámóta hættulegir sjúkdómar í öðru samhengi. En þarna kemur ekki einu sinni fram, hvort um óvarin kynmök er að ræða eða með smokk. Vel má vera, að íslenzkir hommar séu þar varkárari en erlendir margir (þótt þú sjáir í sama innleggi þínu ástæðu til að hvetja mig til þess að beita mér fyrir því "að hvetja til smokkanotkunar hjá þessum þjóðfélagshóp"), en vitað er, að ótrúlega algengt er hjá hommum t.d. í Bandaríkjunum að nota ekki verjur. 

Verjunotkun jókst mjög eftir eyðnifaraldurinn mikla, en eftir að úr honum dró, jókst ábyrgðarleysið um verjunotkun allnokkuð á ný. Dæmi: Skv. rannsókn Health Canada 1996 á HIV-smiti tóku 40% ungra homma í Vancouver þátt í óvörðu, nánar tiltekið: unprotected receptive anal intercourse, á árinu á undan. Í des. 2001 sagði sama rit frá því að í Kanada væru þá 18.026 AIDS-tilfelli, þar af 16.407 hjá fullorðnum karlmönnum, en á meðal þeirra voru 77,9% hjá mönnum sem hafa kynlíf með karlmönnum (MSM) og til viðbótar 5,0% hjá sameiginlegum hópi MSM og sprautufíkla (=  alls tæpl. 83% hjá hommum). Get bætt við nánari tilvísun í heimild, og til eru fleiri heimildir um furðulega takmarkaða notkun á smokkum meðal margra homma.

Bæti við fleira hér með nýjum degi, en miðvikudagurinn fór í annað aðkallandi verkefni og eins fimmtudagurinn í annað.

Svo hafna ég að sjálfsögðu lokaályktun þinni þarna og vísa um það til fyrri orða minna.

Jón Valur Jensson, 10.7.2015 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband