Innflytjendur.

Frá því að ég var barn, hef ég velt því fyrir mér hvers vegna litið væri hornauga á fólk sem væri öðruvísi.

Það má svosem segja að ég þjáist af litblindu, að því leytinu til að fyrir mér er fólk allt alveg eins sama hvaða litarhaft er á húðinni.

 

Fyrir fáeinum árum síðan, var ég á kaffihúsi sem ég stundaði mikið á þeim tíma. Var búin að sötra þar kaffi og eiga í góðum samræðum í góðra vina hóp í ágæta stund þegar ákveðið var að kominn væri tími á heimferð.

Ég geng því að afgreiðsluborðinu, og sé að þar er nýr starfsmaður á ferð sem ég kannaðist ekki mikið við. En það vildi líka svo skemmtilega til að peningakassinn var bilaður, og því ekki hægt að nota hann til reikninga, og því þurfti þessi starfsmaður að telja peninginn fyrir framan mig, og gefa mér þannig til baka. 

Hann var ekki íslenskumælandi þessi maður, og hann segir við mig að hann muni ekki móðgast þótt ég myndi telja peningana aftur til að vera viss um að hann væri ekki að svindla á mér.

Ég tek við peningunum, frekar hissa, og sting þeim í vasann, og fullvissa svo starfsmanninn um það að ég sé enga þörf á því að telja peningana, þar sem ég geti alveg treyst á stærðfræði kunnáttu hans án allrar tortryggni. 

Grey maðurinn horfir stórundrandi á mig og skilur ekki neitt í neinu, og segir mér svo að honum þætti þetta fallega sagt vegna þess hversu vanur hann væri að hann væri lítt tekinn gildur og honum illa treyst vegna þess litar sem prýddi húð hans.

Ég brosti bara til hans og sagði að hann myndu fá sömu meðferð og allir hinir, að ég skyldi treysta honum þangað til að hann sýndi fram á annað.

Ég tek það fram að þessi einstaklingur er eins svartur og hægt er að verða, og er ágætur vinur minn í dag.

 

Ég tek líka mikið eftir því hvert sem ég fer, hvort sem það eru einkarekin eða opinber fyrirtæki eða stofnanir, að það virðist bara ekki hægt að ráða annað fólk til ræstinga nema að það sé fætt og uppalið í einhverju Asíulandinu. Það virðist engu máli skipta hvaða menntun þetta fólk hefur, það eina sem því býðst er einhver skítavinna með skammarlegum mánaðarlaunum. 

Það vill t.d. enginn heldur ráða til sín pólverja eða litháa til vinnu, nema að það sé byggingarvinna eða sem dyraverðir á bar um helgar, og þá á skítalaunum líka. 

 

Það mætti halda að íslendingar skömmuðust sín fyrir innflytjendur, þótt raunin sé sú, að þetta er fólkið sem lætur sig hafa það að vinna þær vinnur sem íslendingar telja sig of góða fyrir. 

Það er ansi hávært líka, að fólk kvarti yfir því að þetta fólk læri aldrei íslensku. Og hversu hræðilegt það sé að fólk hrúgi sér saman í eina íbúð, og verði því hverfi til háborinnar skammar. 

 

Ég er bara andskotinn hafi það ekkert hissa á því. 

Aumingja fólkinu er troðið í einhverjar skítavinnar, fyrir skammarleg laun, og þeim er ekki einu sinni boðið uppá almennilegt íslenskunám. Einnig eru íslendingar svo fjandi óþolinmóðir að ef einhver innflytjandinn reynir að gera sig skiljanlegan, er bara hoppað beint yfir á enskuna. Íslenskukennsla í landinu kostar pening sem þetta fólk hefur kannski ekki á milli handanna, þegar það vinnur myrkranna á milli fyrir smotterí. Hvað þá þegar kemur að því að borga leigu? 

Held að það væri bara hægt að kenna þeim um, sem á og rekur íbúðina. Hversu oft hefur maður heyrt af því að í 50fm íbúð hafi verið troðið inn 8+ einstaklingum, og hver og einn borgar 50.000iskr í leigu? Og fyrir íbúð sem er svo kannski ekki einu sinni samþykkt og er engum manni bjóðandi. 

 

Ég held að fólk ætti bara að skammast sín, og sýna meira umburðarlyndi og tillitssemi, og hugsa aðeins útfyrir kassann. 

 


mbl.is Vöktu athygli á fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála þér í öllum megin atriðum. En það er ekki hægt að kenna skorti á íslenskunámi um mjög lélega íslenskukunnáttu þessa fólks almennt. Við nennum ekki að tala við það íslensku, endum alltaf í ensku, reynum jafnvel frekar að kenna því ensku en íslensku! Skrítið.

Pólverji sem vann með mér á Keflavíkurflugvelli, búinn að vera hér átta ár, var búinn að ná flottum tökum á málinu. Gat ef hann vandaði sig, sagt "gúdan dagg", það var öll hans íslenskukunnátta. Annar maður þar, Lithái, var búinn að vera rúm tvö ár á landinu og talaði málið svo vel að vart varð greint að hann væri ekki innfæddur. Menn verða að hafa vilja til, annars skeður ekkert.

Menn læra ekki íslensku með samræðum á ensku.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2008 kl. 14:44

2 identicon

Endemis kjaftæði.

Bý sjálfur með Austurrískri konu sem talar ljómandi fína íslensku eftir 2 ára dvöl hér á landi. Nágranni okkar er ung stúlka frá Sri Lanka sem talar sérlega góða íslensku. Hvorug þeirra hefur farið á svokölluð sérleg íslenskunámskeið fyrir innflytjendur heldur lagt sig fram um að læra íslenskuna. Þoli ekki þetta endalausa væl í þér að það sé nú ekki nógu mikið gert fyrir blessaða innflytjendurna og þeim hampað í einu og öllu með allskonar fyrirgreiðslu og aðstoð. Heldurðu að það væri hlaðið svona undir rassinn á mér ef ég myndi ákveða að flytja til Frakklands eða Þýskalands?  Ælti maður þyrfti ekki að hafa fyrir því sjálfur að ná tökum á tungumálinu og komast inní samfélagið enda ekki nema sjálfsagt mál. Þessutan er engan vegin ásættanlegt að mínu mati að fólki sé boðið uppá það að tala erlend tungumál þegar það er að kaupa vörur eða þjónustu hér  á landi! Ekki léti ég bjóða mér uppá það!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sæll Eggert.

Ég er alls ekki að reyna að segja að það eigi bara að byggja þeim eitthvert hverfi þar sem þau fái að búa í friði með sitt tungumál og menningaratriði. Viðurkenni það alveg að ég gleymdi alveg að setja marga punkta inní þetta hjá mér, enda skrifað í hálfgerðu flýti.

Það er alveg satt og rétt hjá þér að það eru margir innflytjendur sem tala alveg prýðis íslensku. En mergur málsins er samt sá, að það er meirihlutinn sem hefur fengið að gjalda fyrir mistök minnihlutans, hvað varðar innflytjendur á Íslandi, og það var sá punktur sem ég var að reyna að reka í gegn, þótt mér hafi kannski ekki tekist það vel.

Auðvitað skal þessu fólki skylt að læra íslensku og aðlaga sig að þjóðfélaginu, en það væri þá minnsta mál að bera að smá þolinmæði, því eins og ég sagði eru íslendingar of gjarnir í það að skipta bara beint yfir á enskuna.

En einhversstaðar verður fólk jú að vinna fyrir sér, og eru það þá einna helst afgreiðslu og þjónustu störf sem bjóða uppá sem mest fjölbreytta kennslu í íslensku. Sérstaklega hjá því fólki sem eiga þau tungumál að móðurmáli þar sem fasinn er annar, sem gerir því erfitt að ná tökum á íslenskunni.

Annars finnst mér samt sjá að það vanti örlítið uppá þolinmæðina hjá þér. En þraukaðu, það lærist.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.7.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Hjartanlega sammála þér Eggert. Það hefur oft komið fyrir mig að ég hef verið að versla og starfsfólkið  hefur ætlast til að ég talaði ensku við það. Á meðan móðir mín var á Droplaugarstöðum var mikið af starfsfólkinu þar bæði frá Filippseyjum og Póllandi. Það er skelfilegt þegar gamla fólkið okkar hættir að geta tjáð sig vegna þess að engin skilur það í þeirra eigin landi. Það er skömm af þessu. Ég get auðveldlega snúið borðinu við og sett mig sjálfa í stöðu innflytjenda. Sjálf er ég gift Þjóðverja og við höfum búið víða í heiminum og maður lærir að aðlagast að umhverfinu hverju sinni. Fólk færi nú bara að hlægja að okkur ef við færum í einhverja mótmælagöngu og héldum að allir ættu að rísa upp fyrir okkur.  Þýðir lítið að setjast á rassinn og væla. Fólk verðu að bjarga sér.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 21.7.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband