Hefðu þetta verið Íslendingar...

.. yrðu þeir án efa verið harðlega gagnrýndir af löndum sínum fyrir að skjóta björninn, í stað þess að sækja búr til að setja hann í; og flytja hann burt eða í húsdýragarðinn.
mbl.is Ísbjörn réðist á ferðamenn á Svalbarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe... nei. Ef þetta hefðu verið tveir Íslendingar, þá hefði annar þeirra skotið björninn og tekið mynd. Hinn hefði rokið samstundis á kaffihús og bloggað um árásina og vorkennt birninum. Og verið skammaður af skyttunni fyrir að tilheyra lattedrekkandi 101 lopapeysuliðinu.

Þegar ísbirnir heimsækja Íslendingar er nefnilega alltaf stutt í tvö ómissandi atriði: riffil - og kaffi.

Björn (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 17:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já og ráðherfur væru komnar í fjölmiðla með barnalegar yfirlýsingar í anda misskyldrar mannúðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2010 kl. 17:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Datt í hug að vísa á gamalt ísbjarnablogg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2010 kl. 17:51

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er náttúrlega algjör fjarstæða að setja þetta svona upp.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.7.2010 kl. 21:02

5 identicon

Langflestir úr lopapeysukaffifólkinu er brottflutt landsbyggðarfólk (ekki er fjölgun Reykvíkinga tilkomin vegna aukinna barneigna) og það breytist á einum vetri úr harðgerðum og hákarlsétandi Vestfirðingum eða veðurbörðum Norðlendingum í kaffilepjandi lopakrútt sem kunna ekki að sitja í stól, nema með aðferð krúttanna, að draga kné upp að höku og tylla hælunum á stólbríkina. Og sötra kaffið sitt. Og blogga um ísbjarnardáp með áunninni vanþóknun. Og fleira.

Þetta er líka liðið sem reynir að þenja sig á áhorfendapöllum borgarstjórnar eða Alþingis og flýtir sér síðan út á Kaffi París til að fá sér Latte og senda sms um "afrekið" og náttúrlega athuga hvort þau hafi ekki örugglega komið í sjónvarpinu.

Það er ÞETTA sem er fjarstæða Sigurður Þór Guðjónsson.

Næsti björn sem gengur á land verður skotinn. Og þarnæsti. Ekki það að ég hafi neitt á móti því að reyna setja þá í búr - en þessi grey eru samasem dauð þegar þau koma hingað og um að gera að veita þeim náðarhöggið.

Björn (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 23:11

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er fjarstæða, að Ísland er eini staðurinn í heiminum þar fólk er eitthvað að rífa sig um þetta.

Allsstaðar annarsstaðar, Grænlandi, Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, eða hvar sem ísbirnir eða aðrar bjarnartegundir dvelja, ef þeir koma nálægt mannabyggðum, þá eru þeir SKOTNIR!

Þeir eru ekki fangaðir og yfirheyrðir, ekki reynt að reka þá í burtu, eða eyða fjármunum til þess að skjóta þá með deyfilyfjum og hafa þá í þar til gerð búr til þess að húllumhæja þá í burtu. Reynslan hefur kennt manninum, og sér í lagi þeim sem búa í löndum sem birnir eru algengir, að það þýðir ekkert að vera að tvínóna við hlutina. Besta lausnin hefur ávallt verið að deyða skepnuna.

Líkt og Björn bendir á, að þegar ísbirnir á annað borð flæmast hingað á land, eru þeir svo gott sem dauðir, vegna þreytu og hungurs. Þeir koma hingað í leit af fæði, vegna þess að það var ekkert svoleiðis að finna á heimaslóðum þeirra. Hvaða gagn gerir það svo, að byrla þeim ólyfjan og flytja þá þangað aftur?

Fjarstæðan hér, Sigurður, er hversu barnaleg þessi þjóð er að halda að þessi rándýr eigi ekki eftir að rífa einhvern í sig, komast þeir í návígi við manneskju. Eitt stykki hungraður ísbjörn getur hlaupið þig niður af góðu færi, og færi létt með að ná þér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.7.2010 kl. 00:00

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fjarstæðan liggur fyrst og fremst í því að ef þetta hefði gerst hér á sama hátt hefði enginn brugðist við á þann hátt sem þú gerir ráð fyrir. Þar fyrir utan geta menn deilt um það hvernig taka beri á ísbjörnum sem berast til landsins en það er ekki hægt að ýkja málstað þeirra sem maður er ekki sammála of gróflega. Í dag fékk ég reyndar nýjasta hefði Náttúrufræðinginsins inn um bréfalúguna. Þar er grein um þetta spursmál og þar er fullyrt að engar þjóðir nema Íslendingar hafi það sem kerfisbundna reglu að skjóta ísbirni. Eftir þeirri grein a dæma er orðræða þín um það að ísbirnir séu alls staðar skilyrðirlaust skotnir hreinlega röng.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.7.2010 kl. 00:23

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður ef þetta stendur í Náttúrufræðingnum er ástæða til að setja stórt ? við trúverðuleika blaðsins.

Almenna reglan er sú að Ísbirnir eru friðaðir. Á Svalbarða er reglan sú að komi Ísbirnir ísbirnir í námunda við mannabústaði er fyrst er reynt að reka þá aftur úr á ísinn, takist það ekki er aðeins ein leið fær, sú að aflífa björninn. Þetta gera Norðmenn ekki af blóðþorsta, mannvonsku eða sér til gamans, heldur að fenginni áratuga langri reynslu af Ísbjörnum. Svipuð vinnubrögð eru viðhöfð annarsstaðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2010 kl. 00:56

9 identicon

...annars fékk ég mér kaffi macchíató á kaffihúsi í 101, nánar tiltekið á Skólavörðustígnum. Las Moggann og svona. Var í flíspeysu. Hefði alveg getað bloggað um blóðþorsta og mannvonsku.

-Hefur maður ekki gott af því að skipta um lið annarslagið?

Held ég geri það bara næst.

ANDskoti er klukkan orðin margt. Maður er ekki sobbnaður.

Kaffið sennilega.

Björn (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 01:44

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sigurður; Þá er sú fullyrðing röng, því miður.

Grænlendingar, Rússar og Alaskabúar stunda þetta líka.

Að fullyrða að annað sé gert þegar þeir ráfa inn í mannabyggðir er frekar kjánalegt. Ef þeir á annað borð renna á lyktina einu sinni, koma þeir aftur: sérstaklega ef þeir eru svangir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.7.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband