29.8.2010 | 17:42
Jahá..
Nú geta kaþólikkar andað rólega.
Þrjátíu og þrír námuverkamenn sitja fastir í gull og silfurnámu, eftir að námugöngin féllu saman fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Með einhverri heppni verða þessir menn komnir út í sólarljósið og í faðm fjölskyldu sinnar í tíma til þess að halda upp á jólin.
Á meðan yfirvöld, og björgunarstarfsmenn vinna hörðum höndum við að grafa mennina út, og sumar fjölskyldur hafa slegið upp tjaldbúðum í nágrenninu, situr páfinn í höll sinni og þykist biðja fyrir velferð þessara manna og fjölskyldu þeirra. Ef honum væri svona annt um velferð þeirra, þá leyfi ég mér að fullyrða að hann myndi e.t.v. senda eitthvað annað en hlýjar hugsanir og bænir.
Hann fullyrðir, að á meðan hann biður fyrir þeim, megi þeir hafa hugarró.
Undarlegt þykir mér að bænir einhvers karls með hatt, skuli vera þungamiðja þessarar fréttar..
En úr því að hann hefur skorist í leikinn, þá þarf alls ekkert að vera að senda birgðir, hjálparstarfsmenn eða fjármuni til þess að gera þessum mönnum lífið bærilegra á meðan á öllu þessu stendur. Þeir hafa bænir páfans. Hvað meira þurfa þeir?
Borun björgunarganga að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pápi gamli bað fyrir þeim á spænsku, þannig að þetta er sko alvöru!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.