27.7.2011 | 20:19
Stelpustærðfræði
Ég verð bara að segja alveg eins og er.
Fyrst þegar ég las þessa frétt og skoðaði meðfylgjandi myndir, þá hélt ég í alvörunni að "fyrir" myndin væri "eftir" myndin.
Ég gat ekki betur séð en að þarna væri á ferðinni alveg þrælmyndarleg kona, með mjög fallegan vöxt. Og bara ekkert útá það að setja. Fyrir utan að á hinni raunverulegu "eftir" mynd þykir mér þetta vera of grannt. Og þess vegna skil ég ekki hvernig heilsufar hennar hefur batnað til muna á þessum 5kg.
En mér liggur samt forvitni á að vita, hvort það að þetta eigi að vera einhversskonar auglýsingarherferð fyrir þessa bók sem minnst er á í fréttinni?
"Þegar Ágústa Ósk tók prófið í upphafi átaksins fékk hún þá niðurstöðu að hún væri 60 ára. Nú 10 vikum síðar er líffræðilegur aldur hennar kominn í 24 ára. Það má því segja að Ágústa Ósk hafi yngst um 36 ár. Það er enginn smá árangur. "
Er þetta einhversskonar brandari? Er virkilega verið að reyna að sannfæra nokkurn mann, að þessari dömu hafi tekist að yngjast um 36 ár, með því að hrista af sér 5kg sem hún mátti varla við að missa? Svona stelpustærðfræði skil ég ekki.
Ég tek það fram að ég hef alla mína ævi talist mjög grönn og hef heyjað áralanga baráttu bara til þess eins að ná að þyngjast. Og þess vegna er mér fyrirmunað að skilja afhverju slíkur líkamsvöxtur telst æskilegur eða eftirsóknarverður á nokkurn hátt. Því aldrei hefur mér liðið vel með hann, heilsufarslega séð.
Fyrir og eftir myndir af Ágústu Ósk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sýnist þetta vera eitt stórt auglýsingatrikk og ekkert annað.
Mér finnst maginn á þessari konu, þeirri sem er líklega höfundur þessarar bókar, að hann sé hálf geimverulegur. Svo finnst mér hún ekkert sérstaklega ungleg miðað við aldur(50 ára); Amk ekki það ungleg að hún slái í gegn sem slík
Annars er ég eins og þú, verð að engu ef ég hamast ekki við að borða, og svo náttlega nammi alla daga :)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 20:56
Þessi fræga staðalímynd Ingibjörg, hönnuð fyrir okkur í fjöldaframleiddu Hollywood rusli.
hilmar jónsson, 27.7.2011 kl. 21:18
DoctorE: Ég verð að gjöra svo vel að borða í öll mál og milli mála, annars hrynja af mér kílóin. Sem betur fer reyndar varð mér að ósk minni og ég bætti aðeins á mig þegar ég gekk með barn nr. 2.
Ég þarf ennþá að borða jafn mikið, en amk núna lít ég nokkurnveginn eðlilega út.
Hilmar: Og ekki skil ég hvernig nokkrum manni eða konu þykir svona holdafar aðlaðandi. Eins og ég sagði hér að ofan, þá eyddi ég mörgum árum í að vera ekkert nema skinn og bein, og get ég ekki sagt að ég hafi verið heilbrigðið uppmálað.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.7.2011 kl. 22:26
Sammála,fjallmyndarleg kona,bæði fyrir og eftir .5-10 auka?kiló? skipta engu máli,ekki síst ef þau eru á réttum stöðum eins og þau voru þarna,Mín skoðun betri fyrir.Svona fjölmiðlun er hættuleg og getur stuðlað að næringar og heilsufarsvandamálum hjá ungum konum sem oft eu ekki alveg sáttar með útlit sitt.
ÁÞ.
Ágúst Þorbjörns (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.