Réttindi samkyhneigðra

Vinsamlegast horfið á myndbandið til enda. Ekki spóla í gegn, heldur hlustið á hvert einasta orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2012 kl. 14:52

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér krossbrá og fylltist vorkunn vegna þess að ungur maðurinn virtist gallharður rasisti , en sem betur fer var þetta bara nokkuð "upphristandi málflutningur" vegna réttlætiskenndar og samúðar með samkynhneigðum, sem betur fer.

Batnandi heimi er best að lifa.

Annars er alveg ótrúlegt að árið 2012 sé ennþá til fólk sem neitar þeirri staðreynd að 4 - 5% jarðarbúa er samkynhneigður og hefur alltaf verið. Því verður ekki breytt, enda engin ástæða til.

Að ætla fólki að vera öðruvísi á litinn, en þú ert sjálfur, er þvílík frekja og yfirgangur að maður er skelfingu lostinn, það sama á við um að ætla að stjórna kynhneigð fólks, fólks sem flestallt kvelst í mörg ár áður en það kemur út úr skápnum og játar sína meðfæddu eðlilegu kynhneigð, sem það á fullan rétt á.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2012 kl. 23:04

3 identicon

Varðandi ummæli þín á annarri bloggsíðu um að "Romney sé of hægrisinnaður fyrir heiminn" og 90% heimsbyggðarinnar.......og réttindi samkynhneigðra!

Þú sagðir sjálf ranglega:

"Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn er of vinstrisinnaður fyrir BNA.

Nema kannski stefna SUS, hún virðist vera hægra megin við Romney.

Annars hef ég ekki tekið eftir því að vinstrimenn eigni sér stefnu Obama. Hinsvegar hlýtur hann stuðnings 90% heimsbyggðarinnar. Það segir bara að það er eitthvað sem heitir "of mikið til hægri".

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.11.2012 kl. 02:02

12 identicon

Ég svaraði Öfgaarmur SUS og Romney eiga álíka mikið sameiginlegt og Samfylkingin og Stalínistar. Þetta eru algjörlega óskyld fyrirbæri. Öfgaarmur SUS vill lögleiða sem flest, vændi, eiturlyf hvað sem er, og vill að fólk fái að gera það sem því sýnist. Romney vill banna sem flest og mest, fóstureyðingar eru bara eitt af mörgu. Hægri- og vinstri eru ódýrir og merkingarlausir merkimiðar um flest, því hægrimaður getur verið líkari öfga-vinstrimanni af einhverju ákveðnu tagi en öðrum hægrimanni. Þannig eiga stalínistar og fasistar milljón prósent meira sameiginlegt en Sjálfstæðisflokkurinn og fasistar, sem eiga nær ekkert sameiginlegt (sama hversu mestu ofstækismennirnir í röðum hatursmanna þeirra vilja sumir ímynda sér annað, en slíkt er sami barnaskapur og að uppnefna Vinstri Græna "kommúnista"). Helstu skoðanasystkini öfgaarms SUS erlendis eru Randistar, sem eflaust má líka finna í þessum öfgahópi á Íslandi. Hér er ég að tala um skoðanasystkin heimspekingsins Ayn Rand. Romney vill hafa "siðbætandi" áhrif á lýðinn, og er þannig líkari Marx og Trotsky er Ayn Rand. Ég er ekki að segja að hann sé líkur þeim, alls ekki og langt því frá, en hann er þó örlítið líkari þeim en fylgismönnum SUS og Randistunum skoðanasystkinum þeirra erlendis. Það er sorglegt hvað umræðan á Íslandi einkennist af miklum heimóttarskap, málefnafátækt, hrepparíg, skítkasti, fáfræði, þröngum sjóndeildarhring og sveitamennsku sem veldur svona fáránlegum samanburði.

Think outside the box. 7.11.2012 kl. 02:20

13 identicon

Og svo vil ég bæta við, þó stuðningsmaður Obama sé og vinstrimaður, að 90% heimsbyggðarinnar geta auðveldlega haft rangt fyrir sér, hafa oft haft það (eins og við höfum gert okkur grein fyrir seinna, þegar aldirnar líða), og hafa enn um margt (eins og afkomendur okkar munu sjá í framtíðinni, og verða jafn hissa og við á forfeðrum okkar og þeirra bábiljum og fráleitustu hugmyndum). 90% heimsbyggðarinnar getur því ekki sannað né afsannað nokkur sé "of" né "van" eitt né neitt, og ekki "of hægrisinnaður" heldur. Romney er ekki sérlega hægrisinnaður á heimsmælikvarða, og meirihluta heimsbyggðarinnar er stjórnað af fólki sem er hægrisinnaðra en hann. Við Íslendingar nennum sjaldnast að hugsa út fyrir Danmörku, alla vega ekki lengra til Þýskalands eða Bandaríkjanna og skiljum ekki vestrænir menn eru bara brotabrot af heiminum, og þá erum við að tala um hægri "authoritarian", mun lengra í þá átt og meira "authoritarian" er Romney. Romney styður til dæmis ekki hjónabönd samkynhneigðra, í stærsta hluta hins islamska heims (og einn af hverjum fimm íbúum jarðarinnar er múslimi) liggur hins vegar dauðarefsing við samkynhneigð. Sem hægrimaður af sínu tagi vill Romney eflaust efla "the war on drugs" sem var kappsmál margra skyldra repúblikana, og innifelur til dæmis að fangelsa þá sem neita maríúana eða hafa undir höndum, í langan tíma eða láta þá greiða háar sektir. Það eru aftur á móti mörg lönd sem ganga lengra og dæma fólk til dauða fyrir að hafa eiturlyf undir höndum. Þannig var ungur drengur frá Íslandi nýlega í blöðunum sem lenti næstum í slíku eftir að hafa verið gripinn sem, nauðugt og óafvitandi, burðardýr. Það getur reynst lífshættulegt að ferðast til margra landa í til dæmis Asíu án þess að vera með sérstaka ferðatösku sem ómögulegt er að ókunnugur opni og komi fyrir eiturlyfjum í. Sárlega lítill minnihluti Íslendinga á slíka ferðatösku, en enginn frá þessum löndum myndi ferðast án hennar. Þannig að Romney er nær íslenskum stjórnmálaveruleika, og þar með Vinstri Grænum, heldur en heimsbyggðinni í þessum málum, því henni er mest stjórnað af hálfgerðum fasistum. Álit þessara 90% er því álit fasistanna á þessu máli að mestu, og Obama þóknast þeim ekki sökum lýðræðisástar hans, heldur af því hann er að hluta til óvestrænn að uppruna, og þau hræðast hann því ekki jafn mikið og okkur hin, sem þeim er sumum, réttilega að sumu leyti í ljósi ljótrar sögu vesturlanda, kennt að fyrirlíta og hræðast, eftir valdnýðslu evrópskra heimsvelda á þessum löndum (sem fyllti þetta fólk hræðslu og breytti því í fasista). Fasismi er aftur á móti bara sjúkdómur og afleiðing skelfilegs ástands í heiminum í dag, fátæktar, misréttis og kúgunar. Innst inni þá aðhyllumst við öll frið, jafnrétti, samhjálp, og frelsi annarra manna. Enginn fæðist eigingjarn efnishyggjumaður. Það er heilaþvottur samfélagsins sem gerir hann slíkan.

Think Outside the box (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 12:26

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hr/frú nafnleysingi.

Það er auðséð að það sé mikil þörf fyrir því að finna upp sérstaka leturgerð fyrir kaldhæðni, svona fyrir þá sem eru ólæsir á hana.

Annars sýnist mér þú vera svona týpískur beturviti, úr því að það var þér svona lífsnauðsynlegt að koma yfir á mitt bloggsvæði til þess að klippa og líma eitthvað sem þú sagðir á öðru bloggi, yfir á færslu og umræðu sem var því algerlega óskylt.

Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að þér sárnaði svo athyglisskortinn, að ég hafi ekki beðið eftir svari þínu í ofvæni, á umræddri bloggsíðu.

Mér þykir líka rosalega leiðinlegt og átakanlegt að lesa textavegg sem er svo samfelldur að það mætti allteins sleppa punktum og kommum.

En jafnframt hvet ég þig, gallharða beturvitann, að skrifa undir nafni framvegis, svo við hin vitleysingjarnir getum betur brotið okkur útúr heilaþvotti heilaþvottarins (sem þú réttilega bendir á eru afleiðingar lyga samfélagsins).

Kenndu mér, ó vitri maður.

Annars þakka ég þér áhugann á málefnum og mannréttindum samkynhneigðra. Ég er viss um að þau verði ofsalega montin þegar þau heyra að þú kíktir við.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.11.2012 kl. 00:55

5 Smámynd: Jens Guð

  Snjall málflutningur!

Jens Guð, 10.2.2013 kl. 05:09

6 identicon

Hæhæ vildi henda mér í þessar samræður sem "bókstafstrúar" kristinn maður, en það fer auðvitað eftir því hvernig bókstafstrúar er skilgreint, ég t.d. held því fram að dæmisögur í biblíunni eru bókstaflega dæmisögur en ekki eitthvað sem raunverulega gerðist.

Hinsvegar vil ég koma á framfæri að mér persónulega finnst ekki rétt þegar að kristnir einstaklingar lesa biblíuvers þar sem er sagt fólki fyrir utan trúnna að haga sér (nema að einstaklingurinn biðji um að fá að vita meira um kristna trú), þegar að nýjatestamentið er mest megnis bréf skrifað til fólks í kirkjunni en ekki til fólks sem er ekki í henni. Þótt ég sé ekki sammála því að kirkjan og hennar menn eigi ekki að lesa biblíuvers yfir fólki sem er trúlaust eða í öðrum trúarbrögðum þá er ég ekki að segja að ég sé ekki sammála því sem stendur í því versi.

Þegar það kemur að því hinsvegar hvort að samkynhneigt hjónaband á að vera leyft eður ei, þá spyr ég mig, afhverju viltu gifta þig í trú sem segir að það sem þú ert að gera er rangt?

Ég á vini sem eru samkynhneigðir, og þykir ekki minna vænt um þá en aðra vini mína, hinsvegar er ég ósammála lífstíl þeirra, rétt eins og ég er ósammála lífstíl vina minna sem drekka sig fulla allar helgar. En ég hef spurt hvort þeir myndu vilja gifta sig í kristna trú sem er ósammála lífstílnum þeirra þá segja þeir nei, hef reyndar ekki gert stóra skoðunarkönnun um þetta mál en ef það er einhver sem vill gera það þá vil ég góða ástæðu, en veit ekki hvort það væri einhver ástæða sem væri nógu góð.

Ef við værum að tala um einhvernskonar borgaralegt hjónaband þá eru deilurnar komnar yfir í allt annað umræðuefni heldur en trúarlegt umræðuefni.

En er það ekki brot á kristnum að neyða samkynhneigð hjónabönd inn í kristna trú með lögum? Því ég hef tekið eftir því að það er litið hornauga ef ráðist er á minnihlutahópa, nema þegar það kemur að kristnum í mörgum tilfellum.

Þegar það kemur að því að tala um samkynhneigð innan biblíunar er oftast lesið 1. Korintubréf 6:9-11 þar sem stendur:

9 Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar,

10 þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.

11 Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs.

Enn og aftur vil ég taka fram að þetta var skrifað til kirkjunnar í korintu. En það er leiðinlegt fyrir mér að "kynvillingar" er eina orðið sem fær einhverja athygli í þessu versi.

Eru einhverjir í kirkjunni sem elska peninga meira en Guð og eru þarmeð skurðgoðadýrkendur? Eru einhverjir í kirkjunni sem stela? Jafnvel óbeint með því að vinna kanski ekki í 5 tíma yfir vikuna þegar þeir eiga að vera vinna en fá samt borgað fyrir það? Einhverjir ásælnir? sem er á enskunni þýtt sem "greedy"? Vá er einhver gráðugur í kirkjunni?

Sem kristinn maður les ég þetta vers og ég sé nokkra hluti sem ég þarf að passa mig á og laga í mínu eigin lífi. Og eins og Jesús sagði: "Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?" Ég ætla að reyna að passa mig að laga það sem ég þarf að laga, og leyfa Guði að sjá um að sannfæra einstaklinga um synd, réttlæti og dóm. Og ef hann vill nota mig sem einhvernskonar verkfæri í hans hendi til þess að vera hluti af því sem hann er að gera, þá mun ég gera það með glöðu geði en ég mun gera það eins og 1. Pétursbréf 3:16 segir og vil ég enda þessa athugasemd á þeim nótum :)

13 Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er?

14 En þótt þér skylduð líða illt fyrir réttlætis sakir, þá eruð þér sælir. Hræðist eigi og skelfist eigi fyrir neinum.

15 En helgið Krist sem Drottin í hjörtum yðar. Verið ætíð reiðubúnir að svara hverjum manni sem krefst raka hjá yður fyrir voninni, sem í yður er.

16 En gjörið það með hógværð og virðingu, og hafið góða samvisku, til þess að þeir, sem lasta góða hegðun yðar sem kristinna manna, verði sér til skammar í því, sem þeir mæla gegn yður.

17 Því að það er betra, ef Guð vill svo vera láta, að þér líðið fyrir að breyta vel, heldur en fyrir að breyta illa.

18 Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður í anda.

Guð blessi :)

Gunnar

Gunnar Ingi Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband