22.9.2013 | 00:15
Hann er brattur!
Fæðingartíðnin er einstaklega lág í Rússlandi, fóstureyðing vinsælasta getnaðarvörnin, brottflutningar (flótti) í sögulegu hámarki, dánartíðnin há, og fólksfækkunin þar á bæ því nokkuð stöðug (og skuggalega mikil) frá því við fall Sovétríkjanna.
Hjónabönd (og allt annað) samkynhneigðra bönnuð.
Maður hlýtur því að spyrja sig hvað þessi ummæli segja um hann og þjóð hans..
Berlusconi dæmdur vegna kynhneigðar sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ert þú ekki sjálf einkar hlynnt fósturdeyðingum sem "kvenréttindum", Ingibjörg Axelma? Samt hlýturðu að átta þig á því, að meyfóstur eru u.þ.b. helmingur fórnarlambanna.
Pútín verðlaunar konur fyrir að eignast fleiri en eitt barn; er það ekki gott hjá honum?
Enn betri væri frammistaða hans, ef hann bannaði fósturdeyðingar, a.m.k. 99%.
Það kæmi sér bezt fyrir rússneskt siðferði og viðgang rússnesku þjóðarinnar.
Hún lifi ! -- og deyi ekki út ! (eins og nú eru þó hægfara horfur á, en þó afar hraðfara, ef málið er skoðað með yfirliti einnar til tveggja alda).
Og niður með dauðamenningu fósturdrápsstefnunnar.
Jón Valur Jensson, 22.9.2013 kl. 02:10
Jón, ég er almennt hlynnt því að konur fái að ráða um eigin líkama, og að einstaklingar sem ekki leg eða leggöng skuli segja þeim hvernig þær skuli nota þau.
Og þó ég sé hlynnt fóstureyðingum, þýðir ekki að ég sé hlynnt því að þetta sé nánast notað sem getnaðarvörn, né að þetta sé eitthvað sem ég myndi velja fyrir sjálfa mig. Enda á ég þrjú börn, og munum við maðurinn minn líkast til eignast fleiri.
Hvað meyfóstur varðar, þá er alveg jafn mikill missir í þeim og karlkyns fóstrunum, svo ég skil ekki alveg þann punkt.
Satt best að segja veit ég ekki hvort það sé eitthvað sérstaklega gott hjá honum að verðlauna konur sem eignast fleiri en eitt barn. Konur ætti ekki að hylla sem einhverjar útungunarvélar. Svo spyr maður sig, afhverju eru karlmenn ekki verðlaunaðir, eignist þeir fleiri en eitt barn?
Bann við fóstureyðingum myndi líklegast bara auka á neyðina sem þegar er til staðar í Rússlandi; Fátækt og munarleysi er ansi stórt vandamál þar ytra. Fleiri börn myndu fæðast í fátækt og neyð, og konur myndu fara til annarra nágrannaríkja til þess að fara í fóstureyðingar.. Tjah, eða hreinlega fara til ólöglegra fóstureyðingarstöðva, þar sem lífum þeirra væri stefnt í hættu.
En þér er auðvitað alveg sama hvað verður um börn eftir að þau fæðast.. svo lengi sem þau fæðast.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.9.2013 kl. 13:06
Svo má auk þess bæta því við, að Pútín myndi aldrei banna fóstureyðingar, af þeirri einföldu ástæðu að það er ódýrara fyrir ríkið að borga fyrir fóstureyðingarnar en það er að halda börnum og fjölskyldum þeirra uppi.
Rétttrúnaður snýst líka, eins og þú veist, meira um peninga og fordóma, en gott siðferði.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.9.2013 kl. 13:10
Sumir eru greinilega á vaktinni!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2013 kl. 18:05
Þakka þér svörin, Ingibjörg Axelma, en ég ætla aðeins að þessu sinni að svara hér einu atriði, þar sem þú segir: "Bann við fóstureyðingum myndi líklegast bara auka á neyðina sem þegar er til staðar í Rússlandi; Fátækt og munaðarleysi er ansi stórt vandamál þar ytra. Fleiri börn myndu fæðast í fátækt og neyð" o.s.frv.
En þú tókst kannski eftir því, að ég ritaði hér: "Það kæmi sér bezt fyrir rússneskt siðferði og viðgang rússnesku þjóðarinnar," þ.e. að banna fósturdeyðingar. Áhrifin af slíku banni yrðu nefnilega tvímælalaust aukin aðgæzla í kynlífi og færri þunganir.
Jón Valur Jensson, 24.9.2013 kl. 13:29
Ég afsaka hvað ég svara seint. Búin að vera tölvu og netlaus í dágóðann tíma.
Hvað bann við fóstureyðingum varðar, þá hefur það hvergi reynst vel. Og enn síður hefur það fækkað þungunum eða aukið "aðgæslu í kynlífi."
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.10.2013 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.