Er málið úthugsað?

Ég næ ekki uppí þetta. Þótt ég geti rétt ímyndað mér þær áhyggjur sem íbúar þessa hverfis hafa, finnst mér þó að málið sé ekki alveg hugsað út til enda.

 

Það er eins og fólk setji samasem merki á milli áfangaheimilis og dópbælis.

Áfangaheimili er fyrir þá einstaklinga sem sjálfviljugir hafa farið í afvötnun og áframhaldandi áfengis og fíkniefna meðferð á meðferðarheimilum sem eru staðsettar víðsvegar um landið, og hafa einsett sér það markmið að komast aftur út í þjóðfélagið sem heilbrigðir einstaklingar. 

Þetta er fyrst og fremst fyrir þá einstaklinga sem hafa ekkert annað að leita, s.s. vina eða ættingja, og er þetta fyrirbyggjandi til þess að þessir einstaklingar lendi aftur úti á götu og í sama fari og þeir voru áður.

Þess vegna þykir mér þetta svo skammarlegt, að fólk fari bara herförum í að reyna að útihýsa fólk sem þarf á þessari gífurlegu aðstoð að halda.

Ég hef þurft að vaða þessa braut sjálf. Ég fór í gegnum allan fíkniefnapakkan, og veit því hversu erfitt það er að rífa sig upp á lappirnar aftur. Því miður er það ekki eins einfalt og margir vilja halda fram, að þetta sé bara spurning um viljastyrk, og ef ekki er nóg til af honum þá er maður bara aumingi. Það getur enginn skilið fíkn, nema að hafa gengið í gegnum hana sjálfur. 

 

En ef tilætlunin væri nú að koma þarna fyrir dagdeild fyrir krabbameinssjúklinga, eða eitthvað því álíka? Þá held ég að hljóðið yrði nú allt öðruvísi hjá íbúum Norðlingaholts. En eitt er þó víst, að þótt ég fari kannski útí öfgar með samanburðinn, að fólk sem er ánetjað fíkniefnum er alveg jafn sjúkt og þeir sem þjást af krabbameini, sykursýki, þunglyndi, eða einhverju öðru. 

Það væri þó nær að sýna þessu fólki stuðning í þeirri baráttu sem þeir eru að heyja, og nota þá orkuna frekar í að reyna að losa þjóðfélagið við fíkniefni og koma þeim einstaklingum sem flytja þetta inn og selja á bakvið lás og slá.

 

Þú refsar ekki krabbameinssjúklingi með sektum og fangelsisvist fyrir lífshættulegan sjúkdóm, eða fleygir honum útá götu, því á maður ekki að refsa manni sem ánetjaður er fíkniefnum, með því að vista hann í fangelsi eða hreinlega bíður eftir því að hann drepist.


mbl.is Íbúar í Norðlingaholti afhenda borgarstjóra undirskriftir gegn áfangaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl gamla og velkominn í bloggheima.

Þetta er sama gamla sagan. Litla gula hænan fann fræ, það var hveitifræ. Allir vildu éta brauðið en enginn vildi aðstoða við baksturinn. Ég er viss um að megnið af íbúunum þarna hefur stutt uppsetningu þessa heimilis áður en staðsetning varð ljós.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2008 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband