29.9.2012 | 14:46
Skynsemi Bjartsýnisflokksins
Nú er ég sko alveg búin..
Ég held svei mér þá að ég hafi fundið eitthvað það ógeðslegasta sem augu mín hafa litið. Ég hef séð ýmislegt misjafnt hér á moggablogginu, en þessi færsla hérna fær vinninginn.
Höfundur vill halda því fram að ættleiðingarferlið sé í raun ekkert annað en barnslausir einstaklingar að uppfylla drauma sína á kostnað fátæka fólksins í fátækju ríkjunum, og að þetta sé bara hrein og bein viðurstyggð.
Hvað með barnið? Er það ekki að hreppa stærri vinninginn? Munaðarleysingi, sem annars myndi veslast upp á munaðarleysingjahæli og síðar líklega enda á götunni, er þarna að græða tvo foreldra sem lofa að elska hann/hana, gæta þeirra og tryggja þeim farsæla framtíð?
Höfundur vill greinilega ekki békenna þessa hlið ættleiðingarferlisins, en telur það hinsvegar eðlilegt og skynsamlegt að greiða vestrænum og auðvitað íslenskum konum sem vilja nýta lagalegan rétt sinn til fóstureyðingar háar fjárhæðir til þess að ganga með börn sín og gefa þau til ættleiðingar!
Skynsamlegt já? Er það allt í einu orðið skynsamlegt að horfa framhjá þeirri neyð, sem miljónir munaðarleysingja í heiminum lifa í, og hreinlega bæta bara í hópinn? Hvað í andskotanum er skynsamlegt við það?
Það fer einnig alveg einstaklega fyrir brjóstið á höfundi, að fólk skuli ættleiða börn frá kína sem hafa sérþarfir. Hvort sem það er líkamlega eða andlega fötlun hvort sem hún er meðfædd eða áunnin af sjúkdómum. Hann vill semsé meina það að vegna þess að Kínverjar eiga einhverja varasjóði, eigi þeir bara að sjá um sín fötluðu börn sjálf, en ekki vera að pranga þeim inn á varnarlausa og örvæntingarfulla einstaklinga af vestrænu bergi brotnu.
Hann vill semsé ekki békenna þann rétt sem einstaklingar hafa til þess að ákveða sjálfir hvort þeir yfir höfuð kæra sig um að ættleiða börn með sérþarfir. Frekar virðist hann sannfærður um að börnum sé hreinlega bara prangað upp á foreldra í ættleiðingarhugleiðingum, og þetta sé bara "take it or leave it."
Hann skilur kannski ekki, að ólíkt honum þá er til fólk sem auðveldlega getur horft framhjá fötlunum, og horfir ekki á fólk með einhversskonar fötlun sem "second class" borgara.
Hann gerir sér einnig ekki grein fyrir því að ættleiðingarferlið til að fá barn frá Kína er örugglega eitt af því strangasta sem hægt er að fara í gegnum, og setja Kínverjar mjög ströng skilyrði fyrir því að fólk fái að taka kínversk börn út úr landinu, og kalla sín eigin. Og að þrátt fyrir varasjóði kínverja er ekki beinlínis dreift úr þeim jafnt til þegna og stofnana landsins. Kínverska þjóðin sem slík, telst seint vera að drukkna í fjármunum.
"Þurfa ekki sumir sem vinna að þessum málum að lofta út úr hausnum á sér mestu vitleysunni og tileinka sér heilbrigða dómgreind? Þarf ekki að vera einhver skynsemi og framtíðarsýn með í spilinu eða hvað? Hafa meðvirknisjúklingarnir alveg tekið völdin?"
Ég tel mig ekki beint þurfa að svara þessari setningu, finnst hún tala rosalega mikið fyrir sig sjálf, og bendi ég greinarhöfundi að segja hlutina upphátt áður en hann ritar þá niður.
Greinarhöfundur hefur einnig sterkar skoðanir þegar það kemur að lagalegu hliðum ættleiðingarmála, og vill að undir eins verði sett í lög að einungis sé hægt að ættleiða líkamlega og andlega heilbrigð börn, að annað sé "firra og dómgreindarskortur". Einnig finnst honum að það ætti að banna ættleiðingar á börnum sem "líta ekki út eins og hinir". Eða með öðrum orðum var hann kurteisilega að reyna að segja okkur að hann er bullandi kynþáttahatari, og vill ekki sjá börn með annan hörundslit en þann sem hann hefur.
Ennfremur hefur hann væntanlega hugsað vel útí þetta. Ég meina, það getur bara hreinlega ekki annað verið en að hann hafi hugsað út í þann möguleika að hvítvoðungar bera ekki andlega fötlun utan á sér. Og mjög oft koma sjúkdómar sem valda líkamlegri fötlun ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár. Í þessum tilfellum hlýtur að vera einhversskonar "þriggja ára skilafrestur". Því foreldrar sem hafa átt ættleidd börn í einhver ár, og komast svo að því að barnið er með einhversskonar sjúkdóm sem veldur andlegri og/eða líkamlegri fötlun, að þeir hreinlega bara hætta að elska barnið sísvona, og vilja fá nýtt. Það bara segir sig sjálft.
Höfundur ætlar e.t.v. að stofna ættleiðingarþjónustu sem heitir "Engir <enter racial slur> hér!", með sloganið, "Aldrei of seint að sturta þeim niður!"
Að lokum leggur hann svo til aðbannað verði að "ættleiða börn af sérþarfalistum" og að aðeins verði leyft að ættleiða heilbrigð (hvít) börn.
Því að fötluð og lituð börn þurfa ekki foreldra.
En auðvitað má ekki gleyma að fóstureyðingar eru að sjálfsögðu bannaðar. Þótt fóstrin séu fötluð. Þau mega fæðast, það má bara ekki elska þau.
Að lokum vil ég taka fram að það tók á öllu sem ég á að úthrópa höfund þessarar viðbjóðslegu færslu allskonar nöfnum. Eitt skal þó tekið fram, að ef hann hefði verið ættleiddur, væri löngu búið að skila honum.
Athugasemdir
Þessi bjartsýnismaður er sjúkur!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2012 kl. 14:59
Hann er í besta falli óhóflega bjartsýnn og einstaklega illa upplýstur.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.9.2012 kl. 15:02
Sæl, ég get lítið sagt nema að þetta er augljóslega heitt málefni. Það er opið fyrir athugasemdir á bloggi mínu, en ég hafna þeim sem ekki eru kurteislega orðaðar og sama hvort er þeim sammála eða ósammála, eða hvort þeir beinast að mér eða öðrum.
Ég sé það ekki nema mjög eðlilegt að ættleiða bara heilbrigð börn frá öðrum löndum. Ég sé það líka sem eðlilegt og heilbrigt að reyna að velja börn af þeim sama hvíta kynstofni sem við tilheyrum, eða því sem næst. Ég hefði haldið að bæði atriðin væru sjálfsagt mál. Það er alveg gríðarleg meðvirkni og viðkvæmni í gangi á öllum sviðum hjá fólki í dag. Það má varla anda á fólk lengur án þess að það þurfi langvarandi áfallahjálp í kjölfarið.
Einar Gunnar Birgisson, 29.9.2012 kl. 18:07
Eigum við þá ekki bara að fara að rækta börn á rannsóknarstofum Einar?
Getum þá séð til þess að þau verði öll ljóshærð, bláeyg og heilbrigð?
Börn eru jafn mismunandi og þau eru mörg, og þau verðskulda öll ást og öryggi. Sama hvaða húðlit eða fötlun þau hafa.
Og hvað athugasemdir á blogginu þínu varðar, þá held ég að það skipti þig litlu hvernig þær eru orðaðar, svo lengi sem þú getur túlkað samþykki úr þeim.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.9.2012 kl. 18:31
Ég leyfi allar athugasemdir á blogginu þó sé þeim ekki sammála, en það eru samt ákveðin mörk sem verður að virða. Hvað um það, auðvitað vilja allir eiga heilbrigð börn og ég trúi þeim ekki sem segja að engu skipti þó börn séu fötluð eða heilbrigð. Það sýnir sig með sérþarfalistana í Kína að mjög auðvelt er að ættleiða börn af þeim, en langan tíma tekur að ættleiða heilbrigð börn. Það segir allt sem segja þarf. Tvískinnungurinn rennur um allt mannlífið.
Einar Gunnar Birgisson, 29.9.2012 kl. 18:46
Fólk hefur 100% val um það hvort það vilji ættleiða barn með sérþarfir eða ekki.
Sem er akkúrat öfugt við það þegar fólk eignast börn með hefðbundnari leiðum.
Ég get bara alls ekki séð hvernig það kemur þér við hvort fólk ákveði að ættleiða börn með downs syndrome, eða einn fót, eða 14 putta. Valið hlýtur að standa hjá verðandi foreldrum, og hjá fæstum þeirra er það útlitið, heldur tengingin við barnið sem skiptir máli.
Þetta er ekki eins og að standa við ávaxtabarinn í hagkaup og reyna að ákveða hvaða epli á að kaupa. Börnum er ekki raðað á hillur, og svo kemur vestræna fólkið með innkaupa kerruna og tjekk listann.
Það skiptir bara engu máli hvort að þú trúir þeim sem segja að það skipti ekki máli. Ég stórefa það að þegar verðandi foreldrar standa fyrir vali á því að geta ættleitt fatlað barn, sem þau hafa kolfallið fyrir fari að velta því fyrir sér "ó guð, hvað ætli Einar úr Bjartsýnisflokknum segi um þetta?"
Heldur þú virkilega, að þegar börn fæðist með einhvers konar fötlun, eða seinna komi í ljós að barnið sé með geðsjúkdóm, að barnið sé elskað eitthvað minna? Slíkt fólk á ekki skilið að verða foreldrar.
ÖLL börn eiga skilið ást og umhyggju.
Flokkurinn þinn ber nafn með rentu, góurinn, því þessi stefna er alveg óhóflega bjartsýn.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.9.2012 kl. 18:57
Sæl aftur. Það er ýmsum heitt í hamsi. Ég skrifaði annað blogg sem heitir:
Börn í Kína seld til ættleiðingar – Dökka hliðin á ættleiðingum frá Kína – Ættleiðingariðnaðurinn blómstrar
Nýtt blogg hjá mér: http://bjartsynisflokkurinn.blog.is/blog/bjartsynisflokkurinn/
Það er ekki allt sem sýnist með ættleiðingarbransann í Kína. Börn eru seld, þeim er rænt, seld mannsali, pappírar falsaðir og hvaðeina. Allt hreint og skínandi á yfirborðinu auðvitað.
Ættleiðingar barna eru stór iðnaður í Kína og engum er treystandi. Börnum er jafnvel rænt eða þau seld mannsali. Þetta er svartur heimur.
Einar Gunnar Birgisson, 29.9.2012 kl. 19:31
Ég segi það sama hér og ég sagði á bloggi föður míns:
Við vitum bæði að ástæðan fyrir því að þú ert á móti ættleiðingum barna frá Kína eða af öðrum húðlit er ekki vegna þess að börnum sé rænt.
Þetta er ekkert nema fyrirsláttur hjá þér.
Það er kannski vert að benda þér á að ástandið á munaðarleysingjahælum í Rússlandi er engu skárra, ef ekki þúsund sinnum verra. Og þar eru 99% barnanna hvít.
En ástæðan fyrir því er örugglega vegna þess að Rússland er að megninu til ekki evrópskt, ekki satt?
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.9.2012 kl. 19:47
Þarna ert þú að misskilja mig eða ég þig. Auðvitað skiptir máli hver er forsaga ættleiddra barna og hvernig allt gengur fyrir sig hjá þeim í Kína. Auðvitað skiptir máli hvort börn eru seld mannsali, þeim jafnvel rænt etc. Ef þér vantar nýtt líffæri, viltu þá að einhver fátækur sé drepin og lífærin þannig til reiðu fyrir þig? Fólki er rænt í stórum stíl til að selja úr þeim líffærin og börnin eru greinilega líka til sölu.
Hvað Rússland varðar þá mæli ég eindregið með að ættleiða börn þaðan frekar enn frá Kína. Við vitum ekkert hvað er að gerast í Kína enn Rússland er þó ekki svo langt í burtu og auðveldara að skilja og fylgjast með hvernig mál ganga fyrir sig.
Einar Gunnar Birgisson, 29.9.2012 kl. 19:58
Þessi líffæri sem þú talar um eru seld á svörtum markaði, til að nálgast þau, þarftu að stunda þín viðskipti á svörtum markaði.
Þú ert virkilega firrtur ef þú heldur að það sé auðveldara að fylgjast með munaðarleysingjum í Rússlandi en í Kína.
Ættleiðingarferlið í Kína er mjög strangt, en það myndir þú líklega vita ef þú myndir athuga það.
Börnum sem er rænt, og eru seld, eru ekki seld á munaðarleysingjahæli. Það rænir enginn barni til þess að setja það á munaðarleysingjahæli. Ættleiðingarþjónustur sækja yfirleitt ekki í mannræningja, heldur sækja þeir í munaðarleysingjahælin.
Rússnesk munaðarleysingjahæli eru ekkert til þess að hrópa húrra yfir. Það er alveg þekkt að börnin þar eru gjörsamlega snauð allrar umhyggju frá þeim aðilum sem sjá um þau. Ekki vegna þess að öllum stendur á sama, einfaldlega vegna þess að munaðarleysingjarnir eru svo margir að það er bara ógerlegt að sinna þeim öllum.
Þau sofa allt upp í 12 á sömu dýnunni, í illa (ef eitthvað) upphituðu gólfinu, og fá mjög næringarsnauðar máltíðir.
Það fer svo illa um þessi aumingja börn að ekki er óalgengt að börnin þrói með sér ýmsa geðsjúkdóma, og er líkamlegt ástand þeirra svo slæmt að andlegur og líkamlegur þroski nánast stöðvast. Það er ekki fáheyrt að börn sem ættleidd eru frá Rússlandi þrói með sér ofbeldisfulla hegðun (það er vegna þeirra aðstæðna sem börnin þurftu að dúsa í). En slíkt gerir börn ógjaldgeng að þínu mati.
Þessi má líka geta, að sjúkdómar sem börn fá frá mæðrum sínum eru rosalega algengir innan veggja munaðarleysingjahæla Rússlands. Sem dæmi á nefna sýfílis.
Sjaldan eða aldrei fá verðandi foreldrar þessara barna að vita um sjúkrasögu þeirra.
Og mikið af þessu væri hægt að koma í veg fyrir ef það væri nóg af fjármunum að fara í það að tryggja þessum börnum þeirri umönnum sem þau eiga skilið.
Svo ef þú heldur að ástandið þar sé eitthvað betra en annarsstaðar í heiminum, þá ertu sorglega langt frá markinu.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.9.2012 kl. 20:23
Það er sorglegt ástandið hjá mannfólkinu og börnum á þessari jörðu. Það er gömul saga og ný. Við getum ekki tekið ábyrgð á mannfólki allra þjóða og verið einhver allsherjar félagsmálastofnun fyrir alla jarðarbúa. Þarna spilar meðvirknin og dómgreindarskorturinn með fólk.
Einar Gunnar Birgisson, 29.9.2012 kl. 21:03
Hvernig í ósköpunum færðu það út að það sé einhvernveginn saklausum börnum að kenna hvernig fullorðnir einstaklingar haga sér, burtséð frá þjóðerni?
Ef einhverjum vantar hjálp, eigum við þá að horfa í þjóðernið?
Mér þykir það afskaplega sorglegt ef þú getur ekki horft framhjá þjóðerni eða húðlit. Við erum öll bara manneskjur. Við erum ekki raftæki. Það er ekki hægt að dæma gæði einstaklingsins eftir því hvaðan hann kemur. Fólk er fólk, ekki landamæri.
Mér þykir það afskaplega sorglegt þín vegna, að þú hafir þetta viðhorf. Mér kemur helst í hug að þú sért manneskja sem líður afskaplega illa á sálartetrinu, og ég meina það fordómalaust. Ég finn bara til með þér.
Syndir feðranna eiga ekki að bitna á saklausum börnum. Ættleiðing er ekki meðvirkni eða dómgreindarskortur. Hinsvegar er líklega fátt skynsamlegra.
Þú, sem hvítur maður, ert ekkert betri pappír en einstaklingur sem fæðist í svörtustu Afríku. Eini munurinn er að þú fæddist inn í umhverfi með óendanlegum tækifærum.
Það er ekki afrek að fæðast hvítur. Og ég vona það þín vegna, að þú sleppir þeirri hugmynd einn daginn.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.9.2012 kl. 22:06
Þú ert alveg föst í rökleysunum einhvernvegin og kemst ekki upp frá rétttrúnaðinum. Þetta hljómar svo einfalt og fallegt, allir jafnir og þvíumlíkt. Þetta er heimsmynd einfeldningana. Þið konur eruð sérstaklega slæmar hér. Það er öllum velkomið að fara til fátæku landana og hjálpa fólki. Þú getur gert það. Ekki bara troða þessu fólki inná okkar þjóðfélag. Þjóðin er fjöreggið okkar og það verður ekki endurskapað ef brotnar.
Það er munur á kynstofnum manna og vísindamenn greina auðveldlega á milli kynstofna þeirra bara á beinunum einum saman. Greindarpróf, sálræn próf og próf sem skoða hegðunarmynstur sýna mikinn mun á blökkumönnum og hvítum. Það er ekki bara húðlitur sem skilur að, heldur líka andlitsfall, beinabygging, húðáferð, líkamsbygging ofl. Börn blökkumanna þroskast hraðar enn hvítra. Það er endalaust sem skilur að.
Það má líka bera saman samfélög og þjóðfélög svartra og hvítra og þá kemur nú ýmislegt miður gott í ljós þeim svörtu í óhag. Hahiti er eitt dæmið þar sem blökkumenn hafa ráðið einir frá sautján hundruð og súrkál og þvílíkt eymdarbæli þekkist varla um víða veröld. Þrátt fyrir alla þróunaraðstoðina og þróunarhjálpina. Þetta fólk er öðruvísi enn við, svo einfalt er það. Við skulum láta vera að blandast því.
Þar fyrir utan erum við hvítt Evrópufólk eins og er á Íslandi bara nokkur prócent jarðarbúa. Það þarf meira enn meðal metnaðar og meðvitundarleysi til að vilja skipta út þessu fólki fyrir blökkumenn og kynblendinga.
Einar Gunnar Birgisson, 29.9.2012 kl. 23:14
Komið þið sæl; Ingibjörg síðuhafi - sem og aðrir gestir, þínir !
Einar Gunnar !
í Guðanna bænum; reyndu að jarðtengjast drengur.
Hvaða íslenzka fjöregg; ertu að tala um ?
Hafi það verið til; er það löngu brotið - líttu í kringum þig maður, þjóðfélagið er HANDÓNÝTT; þökk sé glæpalýð embættis- og stjórnmála lágkúrunnar, ALLRA flokkanna, vel að merkja.
Til enn eins marks; um yfirburða fáránlegan málflutning þinn, Einar minn.
Hvaðan úr Andskotanum; ertu sprottinn, Einar Gunnar ?
Það þurfti ekkert; fólk af öðrum litarhætti, til þess að splundra íslenzku samfélagi, innfæddir sáu til þess, hjálparlaust.
Ingibjörg Axelma !
Gefðu ekki Einari Gunnari; einn einasta ferþumlung eftir, í orðræðu þessarri.
Með beztu kveðjum; af utanverðu Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 00:02
Sæll Óskar og takk fyrir skemmtileg blogg. Auðvitað er þjóðin fjöreggið, hvað annað? Það eru ekki bílarnir, húsin og vegirnir og aurarnir sem skipta máli, heldur þjóðin. Við skulum vera stolt og bera virðingu fyrir sjálfum okkur, þjóðinni og forfeðrum okkar.
Einar Gunnar Birgisson, 30.9.2012 kl. 00:56
Þetta er viðurstyggilega mannleysa sem er af sömu sort og þeir sem báru sök á lífi milljóna saklausra barna í Þýskalandi í kringum 1944. Hann hefur sjálfur aldrei átt börn, og getur það eflaust ekki, og er uppfullur öfundar og haturs út í þá sem eru honum betra fólk, með stærra og göfugra hjarta, og vilja opna það fyrir umkomulausum smælingjum út í heimi. Foreldrar þessa miðaldra manns eru líklega dánir, en ef ekki hljóta þau að skammast sín fyrir hann og óska þess hann hefði aldrei fæðst. Hann hefur gert alla forfeður sína að athlægi og helvítisvist bíður hans. Hitler var einu sinni líka bara einhver lítill aumingi og hálfgerður róni sem fáir hlustuðu á. Við getum ekki gefið því sénsinn að einhverjir fávitar fari ekki að hlusta á svona viðbjóði, þó þeir virki meinleysislegir og lúðalegir. Svona fólki þarf að koma úr umferð, og hann má þakka fyrir að búa þó í siðmenntuðu þjóðfélagi, því víða ananrs staðar eru illmenni sem ógna lífi saklausra barna, rægja þau og gera tilraunir til afmennskunnar (dehumanization) á þeim. Það eru alltaf einhverjir óvandaðir menn sem velja sér að hlusta á svona þvaður, og þetta illmenni hefur því eflaust komið því til leiðar að hundruðir lítilla barna lendi síðar í einelti, og seinna mögulega í gröfinni fyrir aldur fram eða inn á geðdeild út af afleiðingjum slíks eineltis, sem lituð börn og aðrir minnihlutahópar verða fyrir alls staðar þar sem nazisminn og afkvæmi hans fá að blómstra.
Guðjón (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 03:10
Þessi framtíð sem sést á þessari mynd: http://www.srpska-mreza.com/History/ww2/photo/children.jpg, getur beðið íslenskra barna ef við hlustum á viðbjóði eins og Einar Gunnar Birgisson. Þýskaland var siðmenntað og nútímalegt land, sem stóð hvað fremst meðal þjóða heimsins, áður en Hitler var kosinn til valda og olli þjóðinni ævarandi skömm. Þessi börn voru deydd í nafni sömu illsku og brennur í illu brjósti hans og mun loks brenna hann sjálfan upp til agna, svo hann verður ekki framar til, því menn eins og hann fá ekki að erfa framtíðina og verða þurrkaðir út: http://www.srpska-mreza.com/History/ww2/photo/children.jpg Guð blessi minningu þeirra.
PS: Siðferði okkar kemur ekki frá "Aríum": http://instapunk.com/images/RealJesus2.jpg
Never again! (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 03:17
Ég botna ekkert í þessum upphrópunum eða nasistatali. Eigum við ekki að halda okkur við daginn í dag og raunveruleikann. Telja upp að 10 og anda djúpt oní maga. Leiðin til skilnings og góðrar dómgreindar kemur þá.
Það er fullt af athugasemdum og heitar umræður um þessi mál á þessu bloggi: http://skagstrendingur.blog.is/blog/skagstrendingur/
Farið á blogg sem heitir: Hvar er ritstjórn mbl.is núna?
Andið djúpt
Einar Gunnar Birgisson, 30.9.2012 kl. 13:53
Ótrúlegt alveg hreint. Alveg hreint magnað.
Er það í alvöru "rétttrúnaður" í þínum huga, að öll börn eigi jafnan rétt á ást og umhyggju? Að þau eigi öll rétt á öryggi, næringu, og skjóli?
"Þetta hljómar svo einfalt og fallegt, allir jafnir og þvíumlíkt. Þetta er heimsmynd einfeldningana." segir þú. Staðreyndin er því miður sú að það verða alltaf til munaðarleysingjar í heiminum, og því er enn þarfara á að mismuna þeim ekki. Mér þykir alveg ofsalega sorglegt að þú skulir ekki skilja það.
Svo segir þú ennfremur, "Þið konur eruð sérstaklega slæmar hér".
Á ég að skilja þetta sem svo, að þú viljir gefa í skyn að við konur erum körlum ekki jafnar? Ef svo er þá vil ég minna þig á það, að á meðan þú hefur stjórnarskrárverndað skoðanafrelsi. En í sömu grein stjórnarskrárinnar, er gert ráð fyrir því að þú berir ábyrgð á þeim fyrir dómi, ef til þess kemur.
Mér finnst alltaf jafn magnað þegar fólk kemur með rök á við "þú getur aldrei hjálpað öllum og því er best að sleppa því bara."
Nei, það er rétt, maður getur aldrei hjálpað öllum þótt maður vilji það. En einhversstaðar getum maður byrjað, og ef allir tækju höndum saman, væri hægt að vinna magnað verk.
Munurinn sem þú talar um á milli hvítra og litaðra, hefur í sjálfu sér ekkert með húðlit þeirra að gera. Munurinn sem felst í þessum sálrænum prófum og greindarprófum sem þú talar um, felast aðalega í umhverfinu sem fólkið hefur alist upp í, örvun sem þau fengu sem börn, og almennum lífsgæðum.
Vissulega er munur á þessu tvennu, alveg eins og ég og nágranni minn erum alls ekkert lík. Ekki einu sinni pínulítið. Húðáferð hans er allt öðruvísi, beinabygging líka. Andlitsfall og líkamsbygging eru ekki einu sinni nálægt því að vera lík.
Samt erum við bæði hvít.
Og hvað það varðar að fólk sem sé dekkra þroskist hraðar, hvað með það? Ég var t.d. frekar seinþroska hvað líkamlegan vöxt varðar, á meðan bekkjasystur mínar voru margar mjög bráðþroska. Munaði alveg nokkrum árum á okkur. Gerir það mig eitthvað verri? Er ég eitthvað verri pappír vegna þess að ég fékk ekki brjóst fyrr en ég var nokkuð langt komin á unglingsaldur?
Reyndar satt best að segja er voðalega lítið sem skilur okkur að frá lituðu fólki í DNA t.d.
Ég er búin að svara þér með þetta með Haítí, og gerði það á bloggi föður míns. Finnst reyndar satt að segja ofsalega kjánalegt að vera að halda þessari umræðu upp við þig á tveimur stöðum í einu, þar sem þú copy/paste'ar í rauninni bara á milli.
Svo hefur enginn talað um að skipta neinum eða einum út fyrir einhvern annan. Þetta er ekkert "við á móti þeim" dæmi. Heldur jafn réttur allra til lífs. Þinn réttur er ekkert meiri en einhvers annars. Ef þú telur það að hafa fæðst hvítur sé eitthvað afrek, þá ertu afskaplega fátækur maður.
Þú og kærastinn þinn, Valdimar, viljið hinsvegar fá algera sundurliðun á þetta, bara hver kynstofn fyrir sig. Er þá ekki rétt, að þú sem kynþáttaaðskilnaðarsinni, farir núna og skilir inn öllum þeim upplýsingum, tækni og þægindum sem hinn "hreini (úrkynjaði) íslenski kynstofn" fann ekki upp á sjálfur? Það væri ekkert eðlilegra.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.9.2012 kl. 19:11
Takk fyrir Ingibjörg. Við getum þá allavega verið sammála um að vera ósammála.
Góðar stundir
Einar Gunnar Birgisson, 30.9.2012 kl. 22:49
Mér lýst mjög vel á tillögur Ingibjargar, sérstaklega í ljósi þess að vísindi nútímans koma í grunninn flest frá Egyptum, Súmerum og félögum, það er að segja semítum, sem sumir voru þegar fyrir mörgþúsund árum blandaðir svörtum mönnum. Mér finnst í þessu ljósi að Einar ætti einfaldlega að yfirgefa siðmenninguna, hún er ekki "hvít" í grunninn. Já, snáfaðu Einar!
J (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 01:54
Ég er stolt af því að vera íslensk kona og hafa þig í forsvari við svona skyni skroppinn rasista! Takk fyrir málflutninginn, mér hefði ekki tekist að standa svona vel fyrir svörum, þó ég sé sammála hverju einasta orði sem þú segir.
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.10.2012 kl. 02:21
Kannski að Bergljót geti komið með einhverja vitborna skilgreiningu á rasisma og hvar hann birtist í mínum skrifum. Þetta orð er orðið svo útvatnað og útþynnt í merkingu að það hálfa væri nóg. Hver og einn virðist hafa sína eigin skilgreiningu á því.
Einar Gunnar Birgisson, 1.10.2012 kl. 17:00
Henni væri nær að benda á hvar hann (rasisminn) birtist EKKI í skrifum þínum Einar.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.10.2012 kl. 18:29
Einar kemur af fjöllum þegar bent er á að málflutningur hans sé rasískur. Eitt quote hérna frá honum sem gæti bókstaflega verið í orðabók sem dæmi um rasisma:
"Sjá allt fallega fólkið og fallegu börnin og fallegu konurnar allt í kringum okkur. Hvaða heilvita manni dettur í hug að skipta út þessu fólki fyrir blökkumenn og kynblendinga?"
Hvítt = Fallegt. Blökkumenn = andstæðan við fallegt.
Vandamálið er þessi gífurlega sjálfsblekking sem Einar lifir í, þetta er þekkt í sálfræðinni. Sjáum t.d. bara 20 kg einstakling með anorexíu sem mundi aldrei viðurkenna eða trúa að hann sé alltof grannur.
Ég hugsa að þó að Einar væri að brenna kross, í Ku KLux Klan búningi með hakakrosinn um hálsinn, þá mundi hann samt halda því fram að hann væri ekki rasisti.
sbs (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 19:34
Ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið þarna, sbs.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.10.2012 kl. 20:45
Ingibjörg, þú veist ekkert um rasisma eða hvað hann er og ekki heldur sbs. Sjá allt fallega fólkið og fallegu börnin og fallegu konurnar allt í kringum okkur. Hvaða heilvita manni dettur í hug að skipta út þessu fólki fyrir blökkumenn og kynblendinga? Þetta er ekki rasismi, þetta er heilbrigð skoðun og heilbrigt sjónarhorn. Þetta er að bera virðingu fyrir sjálfum sér, foreldrum sínum, forfeðrum og þjóðinni. Það er ekki rasismi.
Einar Gunnar Birgisson, 1.10.2012 kl. 22:04
Hatursfullt fólk telur líklega hatur sitt alltaf heilbrigt. Ég hef talað við marga sem hata samkynhneigða, og það fólk er nánast alltaf á þeirri skoðun að þetta sé ekki hatur heldur er þetta heilbrigð og rétt skoðun.
Fólk vill auðvitað sjaldnast viðurkenna að þau eru vonda fólkið.
sbs (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 23:40
Hér eru beinar tilvitnanir af því sem þú hefur sagt á mínu bloggi og föður míns. Með smá innleggjum frá mér.
Þetta eru allt tilvitnanir sem vísa beint til kynþáttahaturs annarsvegar, og fáfræði hinsvegar.
"Ég sé það ekki nema mjög eðlilegt að ættleiða bara heilbrigð börn frá öðrum löndum. Ég sé það líka sem eðlilegt og heilbrigt að reyna að velja börn af þeim sama hvíta kynstofni sem við tilheyrum, eða því sem næst. Ég hefði haldið að bæði atriðin væru sjálfsagt mál."
- Fyrir utan það að þér þykir ekki sjálfsagt mál að ættleiða börn frá öðrum kynstofni, þú hefur sjálfur sagt það margoft, og vilt meðal annars banna ættleiðingu barna af öðru litarhafti.
"Það er ekki allt sem sýnist með ættleiðingarbransann í Kína. Börn eru seld, þeim er rænt, seld mannsali, pappírar falsaðir og hvaðeina. Allt hreint og skínandi á yfirborðinu auðvitað.
Ættleiðingar barna eru stór iðnaður í Kína og engum er treystandi. Börnum er jafnvel rænt eða þau seld mannsali. Þetta er svartur heimur."
- Munaðarleysingjahælin kaupa auðvitað munaðarleysingja í stórum stíl. Og heimurinn er varla svartari en sál þín.
"Ef þér vantar nýtt líffæri, viltu þá að einhver fátækur sé drepin og lífærin þannig til reiðu fyrir þig? Fólki er rænt í stórum stíl til að selja úr þeim líffærin og börnin eru greinilega líka til sölu.
Hvað Rússland varðar þá mæli ég eindregið með að ættleiða börn þaðan frekar enn frá Kína. Við vitum ekkert hvað er að gerast í Kína enn Rússland er þó ekki svo langt í burtu og auðveldara að skilja og fylgjast með hvernig mál ganga fyrir sig."
- Fyrst líkir þú börnum við líffæri á svarta markaðinum, það er fáfræði og frekar ósmekklegt.
Og á hvaða grundvelli öðrum mælir þú með ættleiðingu barna frá Rússlandi? Því við vitum bæði að þú hefur ekki hundsvit á hvað er að gerast á þeim.
"Það er munur á kynstofnum manna og vísindamenn greina auðveldlega á milli kynstofna þeirra bara á beinunum einum saman. Greindarpróf, sálræn próf og próf sem skoða hegðunarmynstur sýna mikinn mun á blökkumönnum og hvítum. Það er ekki bara húðlitur sem skilur að, heldur líka andlitsfall, beinabygging, húðáferð, líkamsbygging ofl. Börn blökkumanna þroskast hraðar enn hvítra. Það er endalaust sem skilur að."
- Það er reyndar ekki rétt hjá þér. Vísindamenn greina ekki svakalegan mun þar á, og geta t.d. ekki séð muninn með DNA prufu.
Greindarpróf, og þessi "sálrænu próf" sem þú talar um, og hegðunarmynstur mótast af umhverfi við uppvöxt, ekki litarhafti. Andlitsfall, beinabygging, húðáferð, líkamsbygging er mismunandi á milli manna. Þetta gengur að vísu í erfðir, en ég og nágranni minn erum ekki skyld, og því allt sem aðskilur okkur nema húðliturinn og sameiginlegar ruslatunnur.
"Það má líka bera saman samfélög og þjóðfélög svartra og hvítra og þá kemur nú ýmislegt miður gott í ljós þeim svörtu í óhag. Hahiti er eitt dæmið þar sem blökkumenn hafa ráðið einir frá sautján hundruð og súrkál og þvílíkt eymdarbæli þekkist varla um víða veröld. Þrátt fyrir alla þróunaraðstoðina og þróunarhjálpina. Þetta fólk er öðruvísi enn við, svo einfalt er það. Við skulum láta vera að blandast því."
- Þetta var bæði rasískt, OG fáfrótt. Það er ekki nema tvö ár frá því að hræðilegur jarðskjálfti skók landið, og drap hvorki meira né minna en 316.000 manns. Þessi fjöldi telur svo gott sem íslensku þjóðina. 1.6 miljón manns misstu heimili sín, og munaðarleysingjum fjölgaði svo um munaði. Eymdin varð rosalega mikil á svakalega stuttum tíma, og því frekar erfitt að veifa einhverjum töfrasprota og allt er bara í lagi. 1.6 miljón heimilislausir er SVAKALEGA mikið. Uppbyggingin er varla hálfnuð, og það er ekki fyrir það að þetta er allt fólk með svartan húðlit, heldur vegna þess að þetta er HAMFARASVÆÐI.
Og ekki nóg með það, þá fóru allskyns sjúkdómar að breiða úr sér vegna þess að hreint drykkjar vatn var af skornum skammti, enda þarf að flytja það allt inn eftir hamfarirnar. 1.6 miljón manns. Sem þurfa vatn á hverjum degi. Hvað er það mikið vatn? Meira en hægt er að flytja inn. Svo þú skalt ekki blanda litarhafti í þetta, og einhverjum helvítis greindarprófum. Vertu ekki svona ógeðslega barnalegur.
"Kína er gjörspillt þjóðfélag þar sem engu er treystandi. Ættleiðingarbransinn er feitur iðnaður sem gefur mikla peninga í aðra hönd og þar ríkir gríðarleg spilling hvað Kína varðar. Bjóst einhver við öðru?"
- Ættleiðingarbransinn er feitur iðnaður, sem hvítir bandaríkjamenn græða á. Kína gerir það ekki. Það deilir heldur enginn um það hvort Kína er spillt þjóðfélag eða ekki. Rússland er spilltara ef eitthvað er, en það skiptir engu helvítis máli. Mergur málsins eru þurfandi, munaðarlaus BÖRN.
"Engin virðing fyrir eigin kynstofni, engin metnaður og ekkert stolt."
- Sem er rangt hjá þér aftur. Sé þér annt um kynstofnin, þá viltu fjölbreytni. Spread the genes apart. Erfðavísindi, skoðaðu þau.
"Þeir sem hrópa hæst um rasista skilgreina þetta hugtak eftir sínu höfði." Ég googlaði þetta fyrir þig.
Racism is generally defined as actions, practices, or beliefs that reflect the racial worldview: the ideology that humans are divided into separate and exclusive biological entities called "races". This ideology entails the belief that members of a race share a set of characteristic traits, abilities, or qualities, that traits of personality, intellect, morality, and other cultural behavioral characteristics are inherited, and that this inheritance means that races can be ranked as innately superior or inferior to others.
- Þetta er tekið beint af wikipedia.
"A belief that race is the primary determinant of human traits and capacities and that racial differences produce an inherent superiority of a particular race"
- Merriam-Webster orðabókin.
"The belief that human races have distinctive characteristics which determine their respective cultures, usually involving the idea that one’s own race is superior and has the right to rule or dominate others."
- Macquarie orðabókin.
"Hún talar um óhjákvæmilega þróun sem sýnir bara einfeldni hennar og barnaskap. Kannski má frekar tala um dómgreindarskort, metnaðarleysi og meðvitundarleysi."
- Nei. Þetta er staðreynd. Þú myndir vita það ef þú myndir lesa eitthvað annað en nasista áróður.
"Egill virðist halda að ekkert skilji að kynstofna manna enn húðliturinn. Þetta er barnaleg einfeldni."
- Aftur, staðreynd. Það er ekkert sem skilur okkur að nema húðliturinn.
"Ég efast stórlega um að þjóðin vilji skipta sér út fyrir blökkumenn og kynblendinga á næstu 100-200 árum og endirinn verði lítill hvítur minnihluti. Það verður snautlegur endir á sögu þeirrar fallegu þjóðar sem hér varð til í árdaga."
- Það er enginn að skipta neinum út. Hvað sem gerist, kallast þróun.
"Hvíti Evrópukynstofninn hefur verið til í þúsundir ára og hvaða heilvita manni dettur í huga að skipta honum út fyrir blökkumenn og kynblendinga."
- Ef þú leitar upp í orðabók, þá skilgreina þær "Evrópumann" sem mann sem býr í Evrópu BURTSÉÐ frá litarhafti og kynstofni. Það er enginn EINN réttur evrópukynstofn, og því er þetta alveg húrrandi rasismi hjá þér. Það er kannski rétt að benda þér á núna, að forfeður þínir voru blökkumenn frá svörtustu Afríku. Aftur, þróun. Vísindi. Þetta er mjög áhugavert stöff.
"Það má líka skoða samfélög og þjóðfélög svartra og bera saman við hjá hvítum, líka tíðni ofbeldisglæpa. Hahiti er gott dæmi um þjóðfélag svartra þar sem þeir hafa ráðið einir og þvílíkt eymdarbæli er varla finnanlegt annarsstaðar þrátt fyrir alla þróunaraðstoðina."
- Tíðni glæpa hefur ekkert með litarhaft að gera. Fátækt eykur glæpi. Kreppa eykur glæpi. Líkt og við höfum séð hérna heima. Glæpatíðnin er alveg sky-high miðað við hvernig hún var fyrir hrun. Þýðir þetta að við erum öll blökkumenn núna?
"Þó að það væri engin munur nema húðliturinn þá eru tilfinningaleg og sálræn rök fyrir því að ég og ég held meirihluti þjóðarinnar vill ekki skipta sér út fyrir blökkumenn og kynblendinga. Þau rök eru nógu sterk og þarf engin önnur."
- Ég bíð enn eftir þessum "meirihluta þjóðarinnar" sem þú talar alltaf um. Og nei. Hugarburður og kynþáttafordómar eru ekki rök.
"Horfðu bara í kringum þig og sjáðu öll fallegu börnin sem bera svipmót forfeðrana aftur í aldir. Hvítt fólk með svipmóti íslendinga er bara örfá prócent jarðarbúa. Hver vill eyðileggja þetta fólk? Hættum allri meðvirkni og stöndum með okkur sjálfum."
- Þótt Íslendingar færu að fjölga sér með 6 feta risum eða dvergum eins og kærasti þinn benti á, þá verður þetta fólk ekkert eyðilagt. Langt í frá. Hver sem getur haldið þessu frá, er ekki alveg allt í lagi.
"Ingibjörg! Vitleysan sem kemur frá þér er með eindæmum. Rússar og slavneskar þjóðir eru einmitt mjög líkar okkur og líkari enn suður Evrópubúar. Nú ert þú að reyna að heilaþvo sjálfan þig."
- Nei, slavar eiga nákvæmnlega EKKERT sameiginlegt með okkur útlitslega séð fyrir utan húðlitinn. Ekki nokkurn skapaðann hlut. En húðliturinn einn og sér er væntanlega alveg nóg til þess að sannfæra þig.
"Það hefur verið talað um greindarvísitölu uppá 70-75 sem hættusvæði. Því lægri greind því meiri ofbeldishneigð. Um einn af 4 blökkumönnum í USA eru með þessa greind eða lægra enn um einn af 20 hvítum."
- Nei. Það er ekki rétt. Nýjustu rannsóknir benda meira til þess að umhverfi í uppvexti leggi meira til málanna en áður var haldið við mótun greindar. Sama með ofbeldishneigð. Hún á lítt skylt með greind, og er afrakstur uppeldis, og umhverfis. Og hvað þetta með blökkumennina varðar, þá á svartur maður mun meiri líkur á því að vera stöðvaður eða handtekinn, eða beittur ofbeldi af lögreglunni. ÞAð er ekki út af greind þeirra, ofbeldishneigð eða glæpum, heldur litarhafti og fólki eins og þér. Þetta er staðreynd.
"Á vefslóðinni hér að ofan kemur fram að blökkumenn eru um 10% íbúa í London og að blökkumenn fremja meirihluta allra alvarlegra glæpa í borginni. Slíkt er ekki undarlegt ef tekið er mið af þeirri kenningu að mikil fylgni sé á milli andfélagslegrar hegðunar og lágrar greindarvísitölu."
- Ef þú leitar lengra getur þú líka fundið gögn um það að þessar niðurstöður eru HARÐLEGA gagnrýndar.
"Critics say the figures merely show the continuing prevalence of racism in the Metropolitan Police.
Annual figures show that black people are at least six times more likely to be stopped and searched than their white counterparts.
Richard Garside, of the Centre for Crime and Justice Studies at King's College London, said: 'Given Britain's long history of racism and imperialism it should not greatly surprise us that black and minority ethnic groups are disproportionately members of social classes that have tended to experience greater victimisation and to be the subject of police attention.
''Just because the police treat black men as more criminal than white men, it does not mean that they are.'"
Svo verður hegðun vart andfélagslegri en sú sem þú ert að sýna, satt best að segja.
Opnaðu augun, Einar!
"Greindarvísitala Asíufólks frá austur Asíu er að meðaltali hærri enn hvítra. Fátækt skiptir engu hér. Það er til fátækt hvítt fólk og Asíufólk og blökkumenn. Það er löngu búið að finna aðferðir til að staðla greindarpróf."
- Greindarprófin sem eru notuð, prófa þekkingu sem viðkomandi á að hafa. Kínverskir foreldrar t.d. ýta mun harðar að börnun sínum en aðrar þjóðir, til þess að skara fram úr bæði í námi og öðru. Þetta er löngu vitað. Stutt leit á youtube og google mun sýna þér þetta. 90% greindar er ekki meðfædd, heldur mótast hún við örvun í uppvexti. Þess vegna eru t.d. börn sem hafa orðið fyrir áföllum, misnotkun hvort sem það er líkamlegri eða kynferðislegri, með lægri greindarvísitölur en jafnaldrar þeirra almennt. Hvítvoðungar sem fá brjóst eru með hærri greindarvísitölur, hvítvoðungar sem fá augnsamband frá móður á meðan á brjóstagjöf stendur, eru með hærri greindarvísitölur. Börn sem fá knús eru með hærri greindarvísitölur. Listinn er endalaus! Svo það hlýtur eiginlega að segja sig sjálft, að fólk sem fær að lepja dauðann úr skel hvern einasta dag, er ekkert sérstaklega vel örvað.
"Undirstofnar/tegundir annarra spendýra eins og hunda og hesta hafa mismunandi eiginleika, greind, árásargirni, atferlismynstur, upplag. Spendýrið homo sapiens lýtur sömu lögmálum en pólitískur réttrúnaður villir sýn. Blökkumaður breytist ekki í hvítan mann við að vera málaður hvítur og hvítur maður ekki í blökkumann við að vera málaður svartur."
- Það er rétt, það fæðast ekki allir með sama skapið eða persónuleikann. En persónuleiki þróast með aldri og reynslu, örvun og uppeldi. Það er það sama með hunda og hesta. Hundurinn minn t.d. er skíthræddur við flest allt sem hreyfist. Það er ekki vegna þess að hann fæddist þannig, alls ekki. Hann var alpha út í gegn. Hinsvegar lenti hann í slæmum aðstæðum áður en hann kom til okkar, sem varð til þess að hann er eins og hann er. Þótt hann muni jafna sig að einhverju leyti, verður hann aldrei alpha aftur. Umhverfið hefur mótað hann.
"Hundar, hestar og önnur spendýr hafa dálítið mismunandi eiginleika eftir landsvæðum, löndum og heimsálfum. Að allir kynþættir séu eins og eini munurinn sé húðliturinn er pólitísk rétthugsun sem stenst enga skoðun."
- Ekki rétt. Allt mótast þetta af uppvexti og umhverfi.
"Nefndu eitt þjóðfélag svartra sem virkar eðlilega."
- Nefndu mér eitt þjóðfélag svartra sem hefur ekki verið yfirtekið og yfirgefið af hvíta manninum og skilið eftir í rústum á einhverjum tímapunkti.
"Þjóðfélög þeirra, borgir og samfélög eru öll með sama marki brennd."
- Jebb, hvíti maðurinn.
"Það er líka fátækt í London meðal hvítra og Asíufólks, en kveikjuþráðurinn í svörtum er styttri og þeir eiga erfiðara með að sjá fyrir afleiðingar gerða sinna. Einhver sálræn próf sýna það. Lægri greind spilar líka inn í þó reynt sé að neita því."
- Þú myndir líklega eiga frekar erfitt uppdráttar ef þú fengir ekki sömu tækifæri og aðrir. Glæpatíðni er yfirleitt hærri hjá þeim sem verða undir. Litarhaft hefur ekkert með það að gera, heldur tækifæri í lífinu.
Þú komst svo með eitthvað nasistabull, og ég ætla ekki að kópera það. Það fær að vera í friði.
"Ég held að það sé mikið að marka Facebook Likes. Síðan er það hinn þögli meirihluti, hvað hugsar hann?"
- Nei, eins og ég hef sagt áður eru facebook likes álíka markverð og kannanir útvarps sögu. Eða eins og að vinafjöldinn á facebook segir ekkert til um hversu marga vini þú átt. Hinn þögli meirihluti er ekki svo þögull, nú þegar hefur fólk sagt sína skoðun, bæði hér, hjá mér og á þinni síðu. En þú vilt auðvitað alls ekki sjá það þannig. Ef fólk þegir og þorir ekki að vera sammála þér, þá eru þau ekki mjög sannfærð. Ég myndi amk aldrei forðast að segja mína skoðun, burtséð frá skoðun annarra.
Mundu nú, að þetta er allt beinar tilvitnanir í þig. Og samvkæmt skilgreiningum orðabóka og internetsins á rasisma, þá fellur þetta nokkurnveginn allt þar inn.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.10.2012 kl. 00:05
Ég gæti líka kóperað upprunlegu grein þína í heild sinni. Rasisminn lekur af henni.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.10.2012 kl. 00:08
Núna er pabbi stoltur af sinni stelpu!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2012 kl. 13:16
Eins og alltaf.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2012 kl. 13:17
Einar
Hversu sorglegar skoðanir getur ein manneskja haft? Þú veist augljóslega ekki neitt um það sem er að gerast í Kína og Rússlandi. Mannsal er á báðum stöðum því miður, en eins og Ingibjörg reyndi að benda þér á, þá eru þessi börn ekki seld á munaðarleysingjahælin, heldur seld svart. Ef þú ferð í gegnum ættleiðingarskrifstofu ertu ekki að fá stolið barn.
Og það sem mér blöskrar mest er að þú heldur því fram að svartir og fólk með dökka húð séu heimskari en hvítir! Hvaða rök hefuru fyrir þessu? Þú tekur dæmi um svarta í Afríku, að þeir séu heimskir, þú verður að gera þér grein fyrir því hvernig þetta fólk hefur búið ef það elst upp hvítur maður á sléttum Afríku þá væri hann svo sannarlega ekki gáfaðri en svarti maðurinn við hliðina á honum.
Húðlitur=gáfur
Kudos til Ingibjargar fyrir frábær svör!
Kveðja Ljóta heimska ættleidda gellan
Elisabet (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 15:44
Sæl Ingibjörg og ég þakka þér pistilinn. Þú ert ennþá föst í þeirri þráhyggju að ekkert skilji að kynstofna nema húðliturinn. Gott og vel. Þú ert líka föst í öðrum þráhyggjum og vitleysu, en þú ræður afstöðu þinni og trú.
Greindarpróf, og þessi "sálrænu próf" sem þú talar um, og hegðunarmynstur mótast af umhverfi við uppvöxt, ekki litarhafti, segir þú. Þetta er endemis vitleysa hjá þér sett fram á þennan hátt. Það sanna er að bæði erfðafræðilegir og umhverfisþættir skipa máli. Það er óumdeilt.
Hahiti var eymdarbæli fyrir jarðskjálftann, hann bara jók eymdina og volæðið. Saga Hahiti undir stjórn blökkumanna er þyrnum stráð og þar er bara hægt að gefa falleinkunn, sömu falleinkunnina og önnur þjóðfélög þeirra og samfélög fá.
Þessi skilgreining á Racism af Wikipedia er einhver hringraka vitleysa og ein af mörgum skilgreiningum. Það er engin að tala um neina yfirburði, heldur greinarmun, debet og kredit.
Að skipta út þjóðinni fyrir blökkumenn og kynblendinga er ekki sjálfsögð þróun, heldur öfugþróun og eyðilegging sem mun eyðileggja þjóðina.
90% greindar er ekki meðfædd, heldur mótast hún við örvun í uppvexti segir þú. Þetta er vitleysa hjá þér og ef rétt væri þá eru blökkumenn lélegir uppalendur sem örva ekki börn sín. Þú neitar að horfast í augu við staðreyndir. Þetta skiptir samt ekki höfuðmáli, aðrir þættir enn greind skipta líka máli. Þú tekur þessi greindarvísitölumál allt of nærri þér.
Þjóðfélög þeirra, borgir og samfélög eru öll með sama marki brennd.
- Jebb, hvíti maðurinn. Nei, Ingibjörg, svona er það nú ekki. Niðurlæging svarta kynstofnsins er ekki hvítu fólki að kenna, heldur þeim sjálfum. Hahiti er bara eitt skólarbókadæmið. Að kenna hvíta manninum um stöðu svartra er gömul lumma notuð til hátíðarbrigða.
Ég þakka enn og aftur og við getum þá greinilega ekki verið sammála um neitt, ekki einu sinni sálirnar. Kannski við getum verið sammála um að vera ósammála. Takk fyrir.
Einar Gunnar Birgisson, 2.10.2012 kl. 19:25
Sæl Ingibjörg, kannski hefur þú bæði rétt og rangt fyrir þér og sama með mig. Ef ég stend í Reykjavík og horfi á Esjuna og þú uppi á Akranesi, þá sjáum við fjallið á gjörólíkan hátt. Hvorugt hefur rangt eða rétt fyrir sér með lýsingu á Esjunni. Sama með þessi mál sem við höfum deilt um hér. Við höfum bara mismunandi sjónarhorn. Það er margt sem við skiljum ekki, bæði þú og ég.
Einar Gunnar Birgisson, 2.10.2012 kl. 20:02
Í þetta sinn skal ég feitletra allt sem fellur undir rasisma, og skáletra allt sem beinlínis fellur undir heimsku og fáfræði.
"Þú ert ennþá föst í þeirri þráhyggju að ekkert skilji að kynstofna nema húðliturinn. Gott og vel. Þú ert líka föst í öðrum þráhyggjum og vitleysu, en þú ræður afstöðu þinni og trú."
- Þetta er ekki þráhyggja, heldur vísindalega sannreyndar staðreyndir. Ég fæ mínar staðreyndir ekki af áróðurssíðum nasista eins og þú.
"Greindarpróf, og þessi "sálrænu próf" sem þú talar um, og hegðunarmynstur mótast af umhverfi við uppvöxt, ekki litarhafti, segir þú. Þetta er endemis vitleysa hjá þér sett fram á þennan hátt. Það sanna er að bæði erfðafræðilegir og umhverfisþættir skipa máli. Það er óumdeilt."
- Ég sagði aldrei að erfðafræðilegir þættir skiptu engu máli. Hinsvegar sagði ég að rannsóknir hafa sýnt að erfðafræðilegir þættir skipta ekki eins miklu máli. Þeir eru aðalega ráðandi þegar það kemur að sjúkdómum (sem annars eru þá byggðir inn í DNA) og atferlisraskanir sem ganga í erfðir, eins og t.d. ADHD. Þar eru litaðir ekkert frábrugðnir okkur. Þannig nei, þetta er ekki vitleysa. Heldur niðurstaða sem fékkst úr un-biased vísindalegum prófunum. Þ.e. það voru ekki fáfróðir kynþáttahatarar sem sáu þetta í kristalskúlunum sínum.
"Hahiti var eymdarbæli fyrir jarðskjálftann, hann bara jók eymdina og volæðið. Saga Hahiti undir stjórn blökkumanna er þyrnum stráð og þar er bara hægt að gefa falleinkunn, sömu falleinkunnina og önnur þjóðfélög þeirra og samfélög fá."
- Við getum þakkað bæði frökkum og bandaríkjamönnum fyrir það. Sömuleiðis er hægt að þakka hvíta manninum fyrir að hafa eyðilagt flest (ef ekki öll) samfélög þeirra.
"Þessi skilgreining á Racism af Wikipedia er einhver hringraka vitleysa og ein af mörgum skilgreiningum. Það er engin að tala um neina yfirburði, heldur greinarmun, debet og kredit."
- Nei, þetta er ekki hringraka vitleysa. Þetta er ekkert nema barnalegur fyrirsláttur hjá þér, og sönnun fyrir því að þú hafir ekki dregið plön á að bera ábyrgð á neinum þessum skrifum þínum.
Þess ber að geta að skilgreining rasisma af nastista áróðurs síðum heldur ekki vatni, og er því ekki marktæk, því miður.
"Að skipta út þjóðinni fyrir blökkumenn og kynblendinga er ekki sjálfsögð þróun, heldur öfugþróun og eyðilegging sem mun eyðileggja þjóðina."
- Nei. Ef eitthvað mun eyðileggja þjóðina, þá er það fólk eins og þú. Það beinlínis lekur af þér hatrið.
"90% greindar er ekki meðfædd, heldur mótast hún við örvun í uppvexti segir þú. Þetta er vitleysa hjá þér og ef rétt væri þá eru blökkumenn lélegir uppalendur sem örva ekki börn sín. Þú neitar að horfast í augu við staðreyndir. Þetta skiptir samt ekki höfuðmáli, aðrir þættir enn greind skipta líka máli. Þú tekur þessi greindarvísitölumál allt of nærri þér."
- Nei, þetta er ekki vitleysa hjá mér, heldur kemur þetta beint uppúr rannsóknum. Eins og ég sagði áður, þá koma mínar heimildir ekki frá síðum sem innihalda nasista áróður. Slíkar síður eru álíka mikið fyrir staðreyndir og bókstafstrúarmenn.
Blökkumenn eru heldur ekki lélegir uppalendur sem ekki örva börnin sín. Í þeim löndum sem fátæktin er mest, er voðalega lítið í umhverfi þeirra sem getur örvað börnin. Þau labba ekki út í búð og kaupa sér fischer price leikföng.
Ég neita ekki að horfast í augu við staðreyndir, heldur er það öfugt hjá þér. Skoðanir mínar þróast og breytast eftir því sem þekkinging verður meiri. Ég staldra ekki við á einhverjum illa unnum psuedo vísinda greinum og tileinka mér niðurstöður þeirra vegna þess að þær henta mér. Það gera fæstir. En það gerir þú hinsvegar. Og túlkun þín á þessu, sýnir bara að þú ert algerlega ófær að lesa eitthvað og fá útúr því heilbrigða niðurstöðu. Það gjörsamlega vantar alla rökhugsun í þig. Það var ekki ég sem minntist á þessi greindarvísitölumál, heldur varst það þú. Þetta eru þín helstu rök, rök sem hafa aldrei staðist undir eigin þunga, og ég held að það trufli þig alveg rosalega mikið. En það er akkúrat í svoleiðis aðstæðum, þar sem þú ferð alveg í kút vegna þess að "rökin" þín standast ekki einu sinni súrefni, að þú ferð og sakar aðra um meðvirkni og dómgreindarleysi, og "tilfinningarugl". ;) Andaðu djúpt, kútur.
"Þjóðfélög þeirra, borgir og samfélög eru öll með sama marki brennd.
- Jebb, hvíti maðurinn. Nei, Ingibjörg, svona er það nú ekki. Niðurlæging svarta kynstofnsins er ekki hvítu fólki að kenna, heldur þeim sjálfum. Hahiti er bara eitt skólarbókadæmið. Að kenna hvíta manninum um stöðu svartra er gömul lumma notuð til hátíðarbrigða."
- Nei, það er staðreynd. Staðreynd sem 95% hvítra manna viðurkenna í dag. Skömm sem við þurfum að bera til dauðadags.
"Ég þakka enn og aftur og við getum þá greinilega ekki verið sammála um neitt, ekki einu sinni sálirnar. Kannski við getum verið sammála um að vera ósammála. Takk fyrir."
- Það er bara vegna þess að allt sem kemur upp úr þér er endemis þvaður, og óstaðfest gögn úr illa unnum rannsóknum, sem aldrei hafa fengið viðurkenningar af neinu tagi.
"Sæl Ingibjörg, kannski hefur þú bæði rétt og rangt fyrir þér og sama með mig. Ef ég stend í Reykjavík og horfi á Esjuna og þú uppi á Akranesi, þá sjáum við fjallið á gjörólíkan hátt. Hvorugt hefur rangt eða rétt fyrir sér með lýsingu á Esjunni. Sama með þessi mál sem við höfum deilt um hér. Við höfum bara mismunandi sjónarhorn. Það er margt sem við skiljum ekki, bæði þú og ég."
- Það er hinsvegar rétt. Við höfum mismunandi sjónarhorn. Þú ert hatursfullur, fáfróður rasisti í afneitun, og ég er það ekki. En ekki voga þér að segja að við höfum bæði rétt fyrir okkur í einu eða neinu. Engin fullyrðing sem þú hefur komið með er vísindalega sönnuð. Ekki ein einasta. Ef þær voru það á einhverjum tímapunkti, þá eru þær það ekki lengur. Hatur, fordómar, upplýsingar úr nasistaáróðursíðum, eru ekki rök. Að halda slíku fram er gróft dómgreindarleysi og hættulegur skortur á skynsemi, í besta falli.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.10.2012 kl. 21:04
Ég held ég hafi aldrei hitt manneskju eins og þig Einar. "Rök" þín eru síendurtekið tekin og troðið öfugum upp í óæðri endann á þér, en samt sér maður í hverri færslu. "Greindar og einhver sálræn próf." - "Meðvirkni og dómgreindarleysi!" - "Viðkvæmni og tilfinningarugl!" - "Þráhyggja og vitleysa!"
Þetta er eins og rispuð plata. Eiginlega hálf átakanlegt að horfa á þig lemja hausnum í steininn, síendurtekið.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.10.2012 kl. 21:11
Ég gefst upp fyrir sannri víkingakonu sem aldrei gefst upp og segi Pass.
Einar Gunnar Birgisson, 2.10.2012 kl. 23:49
Ég mundi vil fá 2000 blökkufólk, asíufólk og aðra hörundsdökkt fólk í skiptum fyrir skofeyn eins og Einar. Þó ég sé búinn að skrifa helings staðreyndir þá heldur hann enn að ég sé „Tilfinningaheitur og meðvirkur“ og á svörum hans má lesa á milli lína að ég hafi ekkert vit á því sem ég er að skrifa um ( að hans dómi)
Það þarf fleira fólk eins og okkur til að berjast gegn uppgangi haturs og fáfræði. Mér þætti gaman að vita hvað honum (Einari) finnst um það að með sára fáum undartekningum þá hefur hvíti maðurinn ekki fundið upp neitt nema vopn og annað til að valda sínu nánasta umhverfi skaða.
Takk fyrir stuðningin
Kv. Þorgeir
Þorgeir (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 12:50
Þorgeir,
Einar er sannfærður að hann sé ekki rasisti, heldur þvert á móti. Alltaf þegar einhver tekur svokölluð rök hans (sem yfirleitt eru "einhver sálræn og greindarpróf" auk annarra frekar heimskulegra hluta), þá er maður einmitt meðvirkur, eða tilfinningaheitur líkt og þú bendir á, og hann bakkar upp dauðu rökin sín með sömu rökunum. Hann heldur að þau haldi kannski vatni þá frekar en áður.
Mikil ósköp hef ég, sem og aðrir, reynt að benda honum á þetta. En maðurinn er því miður bara svo svakalega sannfærður um eigið ágæti og "evrópustofnsins", að ég held svei mér þá að honum rísi hold við tilhugsunina.
Hann vill alls ekki viðurkenna að flest sú eymd sem hægt er að finna í heiminum, er þar sem hvíti maðurinn hefur komið, farið, og skilið eftir sig brunarústirnar. Heldur er það vondu, heimsku, ljótu, ofbeldisfullu litaða fólkinu að kenna.
Samt telur hann sig ekki tala um yfirburði.
Enn og aftur vil ég bara segja þér, að ég tek að ofan fyrir þér. Ef allir væru eins og þú og kona þín, þá væri þetta betri heimur.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 5.10.2012 kl. 21:40
Inga veit sínu viti :)
knús á þessa elsku :)
Arnar Bergur Guðjónsson, 16.10.2012 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.