Bandaríkjamenn leita lausna..

Bandaríkjamenn eiga þá líklegast eftir að leita aftur í tímann eftir fordæmum, og líklegasta lausnin verður þá að vopna allar tveggja ára telpur svo þær geti varið sig.

Enda má klárlega ekki herða löggjöfina, það væri klárt brot á mannréttindum þar vestra. 


mbl.is Skaut 2 ára systur sína til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Trúlega verður það besta lausnin í augum þessarar byssuþjóðar. Ekki fara þeir að banna stórum, fimm ára strákum að bera vopn.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.5.2013 kl. 17:05

2 identicon

Magnað. Hvernig sem lögin eru er jafnvel aukaatriði finst mér samt í þessari frétt. það sem ég skil bara ekki og varla nokkur annar hér á landi heldur er hvernig það má vera að eitthverjum detti það í hug að gefa leikskólabarni riffil!!

Hér á landi meiga allir kaupa stóra beitta hnífa td. Enn aldrei ef ég vitað til þess að fólk gæfi börnum sínum slíkt í gjöf. þetta er e h geðveila sem virðist grassera hjá fólki í USA varðandi vopn.

þetta er svo varla frétt heldur því svona þvæla er nánast daglegt brauð. Ég man eftir að hafa lesið um e h 10 ára barn sem skaut voða skoti af hagglabyssu sem það fékk í jólagjöf í fyrra,enn það er nú vopn sem sumir fullorðnir geta varla skotið úr vegna slagkrafts!!

ólafur (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 17:30

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það er eitthvað mentalítet sem er erfitt að skilja í Bandaríkjunum.Það hefur komið fyrir að þingmenn hafi imprað á takmörkunum,þá hafa þeir hinir sömu tapað í næstu kosningum. "National Rifle Association" eru firnasterk í landinu.

Hörður Halldórsson, 1.5.2013 kl. 19:34

4 identicon

Byssur eru ekki vandamálið, vandamálið liggur í þjóðarsálinni og nálgun fullorðins fólks á vopnum og umhverfi þeirra. Fullorðið fólk sem ætti að nálgast byssur af varfærni er ekki að gera það og úr verða svona hörmungar.

Baldur (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 19:57

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ólafur: Þetta er einmitt málið. Viðhorf BNA manna gagnvart skotvopnum er alveg helsteikt og kærulaust.

Baldur: Rétt er það. En löggjöfin er líka gölluð, hún stuðlar að þessu viðhorfi bandaríkjamanna um að byssur séu svo gott sem meinlausar.

Hörður kemur einmitt inná NRA sem sér rautt í hvert sinn sem minnst sé á að herða löggjöfina, þó það sé ekki nema að afvopna börn og unglinga eða taka full og hálf sjálfvirk skotvopn úr umferð.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.5.2013 kl. 20:21

6 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Við hneykslumst á Bandaríkjamönnum en ættum kannski að litast um í okkar eigin garði fyrst. Hér á landi þyrfti að fara fram innköllun á óskráðum skot- og lagvopnum og jafnframt þyrfti að fara yfir og lagfæra þær reglur sem gilda um varðveislu og eftirlit með vopnum. Sjá t.d. umræðuþræði hér, hér og hér

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.5.2013 kl. 20:55

7 identicon

"Bandaríkjamenn" fjölbreyttasta þjóð heims, þar sem löggjöf ein ríkis er ólíkari öðru en löggjöf neins Evrópuríkis öðru Evrópuríki, þar sem eru fleiri og ólíkari skoðanir en nokkurs staðar annars staðar hafa ALDREI gert neitt. Því þeir eru menn eins og þú sjálf, ekki einhver nafnlaus, afmennskaður, smáður og fyrirlitinn hópur af allir-eins. Bandaríkjamenn hafa aldrei verið til frekar en "negrar" eða "arabar" og alhæfingar um þá eru jafn ógeðslegar. Að sumu leyti ógeðslegri því ef þú svívirðir Kana svívirðir þú allan heiminn. Það er ekkert land sem ekki á afkomendur í BNA. BNA er landið sem verður til þegar þjóðerni skiptir ekki lengur máli. Ef þú værir að vinna hjá hinu opinbera í BNA eða í skóla þá væri þér núna vikið úr starfi. Afþví að árásir á þjóðerni manns eru bannaðar með lögum þar, hvaðan sem hann er og alhæfingar um þær bannaðar hjá opinberum starfsmönnum afþví þær eru flokkaðar sem rasismi. "Helvítis hundtyrkir" er ekkert ljótara þvaður en "Fjandans Kanar" bæði ber vott um illt innrætt og hatur. Bandaríkjastjórn og stjórnir einstakra fylkja má gagnrýna. En maður segir ekki "Frakkar eru fávitar" eða alhæfir og fer með bull. Byssulöggjöf er dæmi um lög sem eru ólík eftir ólíkum fylkjum. Og íbúar fylkjanna eru jafn ólíkir hver öðrum að upplagi og eðlisfari og í skoðunum og íbúar Amsterdam eða Reykjavíkur. "Helvítis Íslendingar eru ógeð". Langar þig að sjá þetta á Bandarískum bloggsíðum? Þætti þér það allt í fína? Ertu frá Keflavík og erfðir ofskammt af Kanahatri? Hrædd um að verða "Kanamella"? Þarft að sanna svo sé ekki með "heilögu hatri" trú þínu þjóðerni? Kanar hafa í áratugi mætt fordómum og kynþáttahatri á Íslandi og afkomendur þeirra hér liðið fyrir það. Nú er nóg komið!

Gamall kommi (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 04:11

8 identicon

Það drukknar eitt barn á ári fyrir hverjar 11.000 heimasundlaugar, þær eru mjög algengar.

Það deyr eitt barn á ári fyrir hverjar milljón byssur sem eru í landinu. 

Hver heimasundlaug er því 100 sinum líklegri til að verða barni að bana en hver byssa í landinu.

Heimild: Freakonomics.

Það er sjálfsagt 1.000 sinnum líklegra að fjölmiðill á Íslandi láti þess getið að barn hafi orðið fyrir slysaskoti en að það hafi drukknað í sundlaug nágrannana eða heima hjá sér.

Ég er ekki sammála því að láta 4-5 ára fá riffil, en ofangreynt má engu að síður hafa í huga.

Bandaríkjamenn sem ég þekki eru svo gott sem allt topp fólk, og ég á ekki von á því að mínir kunningjar séu einu afbragðsmennirnir/konurnar í Bandaríkjum frekar en að allir Frakkar séu fífl. 

Bjorn (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 11:49

9 identicon

Fólk má nú varla hafa skoðanir öðruvísi enn að því sé snúið á hvolf! Var Ingibjörg eða ég eða e h annar að tala hér illa um USA? Hver var að tala um "negra,kanmellur?" Eru stjórnvöld í þessu landi og lögjöf og kúltúr hafin yfir gagnrýni?

Sundlaugar? Eru menn e h veikir hérna? Við getum svo alveg rætt skotvopnaeign hér og byssukúltur ef menn vilja það. Hér er mikið til að skotvopnum og við röðum okkur mjög ofarlega á lista í heiminum þar. Hér eru skráðar byssur um 50þúsund og það er auðvitað fullt af ólöglegum vopnum hér líka. Enn voðaskot þekkjast varla hér og morð með skotvopnum þekkjast varla. Ég held að þau séu 2 frá 1967 til 2012.

Hér eru staðreyndir sem erfit er fyrir suma að þurfa að sætta sig við. það eru mörg lönd með fleyri vopn á skrá miðað við USA,enn geðveikin hjá þeim varðandi vopn er alveg í heimsklassa. Bæði varðandi voðaskot sem og vopnuð rán með byssum sem og morð þar sem byssa er notuð. þetta eru ekki mín orð menn skildu athuga það áður enn þeir fara að missa sig hér!

Svo er nú annað. Er kannski til eins og einn kjáni hér sem getur fært góð rök fyrir því hversvegna almeningur á að geta farið út í verslun og fengið þar árásarriffil sem tekur 20 til 30 skot í magasínið? Ég þekki fullt af Bandaríkjamönnum og þau tala öll um geðveikina sem þetta er hjá þeim. Fæstir í þessu landi eru að skilja hvernig þetta gat farið svona úr böndunum hjá þeim þó svo þeir væru með ákvæði nr 2 í stjórnarsránni sem gefur fólki rétt á að bera vopn. þetta er geðveiki hvernig sem á það er litið.

ólafur (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 12:40

10 identicon

Ég mundi svo kannski vilja bæta einu við þetta. Ég var að horfa á þátt þar sem þessi mál voru til umræðu. þar var td talað við fjölda lögreglumanna sem eru þeir sem best til svona mála þekkja. Allir töluðu þeir um að hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn væri það sem þeir óttuðust mest og væri að valda mestum hörmungum. Sjáflfsvörn eru engin rök eins og einn sagði varðandi aðgang fólks að árásarifflum eða 9 til 17 skota skammbyssum. það' allra besta vopn sem til er í öllum heiminum til að verja heimili sitt er bara góð tvíhleypt hagglabyssa! þú getur ekki misst marks af 10m færi og þú ert 100% öruggur um að ganga þannig frá viðkomandi að hann geri þér ekkert mein líka! þetta er það sem ég mundi mæla með við alla sagði hann og aðrir tóku undir þetta.

Enn með rökum NRA þá ætti líka að lofa fólki að hafa handsprengjur og vélbyssur á þrífæti með 250sk belti. Enn þar draga menn nú víst línu.. Líka í USA!

ólafur (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 13:04

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég uppnefni bandaríkjamenn hvergi í bloggi mínu eða tilsvörum. Svo ég bið fólk vinsamlegast að vera ekki að setja mér orð í munn.

Að því sögðu, "gamall kommi", er athugasemd þín ekki svaraverð.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.5.2013 kl. 14:38

12 identicon

Nú er ég víst veikur! Er sjúkdómsgreiningin byggð á því að;

mér varð það á að benda á einfalda staðreynd um sundlaugar, byssur og stýrða fréttaumfjöllun?

láta þess getið að 5 ára börn eigi ekki að fá að eiga/höndla byssur?

það að óeðlilegur dauði barns/barna sé tæpast fréttaefni nema þegar byssa tengist málinu?

vegna þess að reynsla mín af Bandaríkjamönnum sé að þeir séu topp fólk?



Fréttumfjöllunin er oftast á sama veg.  Hversu oft lesum við fréttir hér um það þegar húseigandi drepur í löglegri sjálfsvörn einhvern sem brýst inn á heimili hans, ekki oft.  En ef byssur og Bandaríkjamenn ber á góma í sömu fréttinni, þá ætlar allt um koll að keyra, "geðveiki" þessarar þjóðar verður megin þemað.  Látum það ekki trufla okkur að það séu fleiri en 10 lönd í S/N Ameríku einni þar sem fleiri séu hlutfallslega myrtir með skotvopnum en í Bandaríkjunum og að það sé hægt að finna lönd í öllum BYGGÐUM heimsálfum þar sem fleiri eru viljandi myrtir en í Bandaríkjunum.  Við skulum ekki láta góðar og gildar persónulegar skoðanir og fréttaumfjöllun líða fyrir tölulegar staðreyndir.

Ég vill taka það fram að ég sé ekki tilganginn með því að eiga hríðskotariffil.  (Skoðun) Ég þykist líka vita að skotvopnin sem lögreglumennirnir höfðu áhyggjur af voru þau óskráðu og ólöglegu.  (ágiskun)

ÉMig langar að hrósa þér fyrir að benda á það að byssan og byssueign sé ekki vandamálið, heldur sé þetta viðhorfsvandamál, sammála, en á svo við miklu fleiri lönd en Bandaríkin.  Þetta minnir mig á það þegar Íslendingar reyna að eigna sér einkaréttinn á því að drekka illa.



Bjorn (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 17:45

13 Smámynd: Jens Guð

Jens Guð, 3.5.2013 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband