15.7.2008 | 17:42
Neyðin kennir naktri konu..
Þeir deyja nú greinilega ekki úrræðalausir þarna í Nevadafylki.
Dettur nú samt helst í hug að þegar efnahagslífinu fer að halla meira undir fæti á alheimsvísu, eins og nú margir hafa spáð, þá eiga nú ekki margir eftir að hafa ráð á því að kaupa sér eina vændiskonu. Þótt að hún ætti gjafakort á næstu bensínstöð. Þá verður þetta "Tvær fyrir eina, 50 dollara gjafakort, og hálfslíters kók".
Kannski hefði Geiri á Goldfinger átt að taka uppá einhverju svona þegar allt var sem háværast í kringum hann. 2000kr- gjafakort í bónus, fyrir hvern kjöltudans keyptan. Þá held ég nú að margar hverjar rauðsokkurnar hefðu nú laumulega sent eiginmennina til að kaupa í matinn, og gert kostakaup.
Bandarískt vændishús: Borga bensínið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bless elskan, ég er farinn út að láta fylla á tankinn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.