15.10.2008 | 10:46
Réttur til einkalífs
Mér finnst það alveg hreint til skammar, að fólk í Bandaríkjunum skuli ekki hafa neinn rétt til einkalífs ef það þykir orðið frægt hvort sem það er vegna kvikmyndaleiks eða söngferils.
Það er daglegt líf fyrir þessa einstaklinga, að aragrúi ljósmyndara sitji um heimili þeirra og elta þau jafnan á röndum ef þau voga sér útúr húsi, bara fyrir það eitt að ná af þeim ljósmyndum.
Sjálf get ég ekki sagt að ég hafi nokkurntímann verið hrifin af Britney Spears en ég get þó ekki annað en vorkennt henni smá vegna þeirrar umfjöllunar sem um hana hefur verið í fjölmiðlum undanfarin misseri. Ég finn til með henni, í alvöru.
En það er ekki bara hún. Það eru bara hreint allt "fræga fólkið" sem þarf að glíma við þetta. Ég hef bara aldrei fattað þennan glamúr, afhverju manneskja sem leikur í kvikmyndum sé eitthvað merkilegra en hver önnur manneskja? Hvað með Jón Jónsson útí bæ? Það er bara eins og ekkert megi gerast. Fræg manneskja má ekki sjást úti á götu að klóra sér á efri vörinni, þá er það orðið að einhverri forsíðufrétt að viðkomandi sé argasti dóni í miðjum klíðum við að bora í nefið á almannafæri.
Svo næsta frétt er af einhverri annarri manneskju sem er úthrópaður og niðraður fyrir líkamsburði, ef hann sést fáklæddur. En það þykir engin skömm af því að viðkomandi ljósmynd var tekin af þessum einstakling á heimili hans/hennar, og er því hreint og klárt brot á einkalífinu.
Það er bara alveg sama hvað það er, hversu eðlilegar skýringar flestir hlutirnir eiga sér. Það er allt gagnrýnt.
En þetta er ekki bara þarna útí Bandaríkjunum. Þetta er líka hérna heima. En munurinn er kannski sá hérna heima fyrir, að þessi æsifréttamennska er hefur færst meira yfir hið daglega mynstur í íslensku þjóðfélagi. Besta dæmið um það eru kannski bara atburðir síðustu daga og vikna. Ég leyfi mér að fullyrða, að ef fjölmiðlar hérna heima fyrir hefðu farið aðeins hægara í sakirnar, og ekki gert úlfalda úr mýflugu væru hlutirnir alls ekki eins slæmir hérna á Íslandi eins og þeir eru. Margt sem hefði mátt koma í veg fyrir.
Spears mæðgur ósáttar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.