"LEAVE DABBI ALONE!"

 

Eftir að hafa lesið sum bloggin, og svörin við þeim var þetta í raun það eina sem kom til hugar.

Mér er ekki vel við Davíð Oddsson, hefur aldrei verið. Aldrei verið stuðningsmaður hans hvorki á sviði pólitíkar, né við stöðu hans sem seðlabankastjóra.

 

En ég er samt ekki stuðningsmaður þeirra sem ganga á milli húsa þess fólks sem hefur verið hvað mest í fjölmiðlum í sambandi við bankahrunið, vegna orsaka og afleiðinga, og gangi hamförum um eigur þeirra.

Því í mínum huga, eru þeir sem hafa unnið skemmdir á húsum, bílum eða öðrum eigum þessarra manna, ekkert nema glæpamenn. Sama hversu slæmt ástandið er í dag, og að fórnarlömb, þessara skipulagðra eignaskemmda, höfðu með það að gera, þá er ekkert sem réttlætir þessar aðgerðir. 

Alls ekki neitt.


mbl.is Egg og níð á hús Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Látið heimili fólksins vera,þetta er ljótt athæfi.

magnús steinar (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sammála, Magnús.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.7.2009 kl. 18:14

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hverjir hafa gengið hamförum um eignir ,,þeirra sem mest hafa verið í fjölmiðlum í sambandi við bankahrunið"? Hvernig hafa þessar hamfarir lýst sér?

Fengu viðkomandi persónur egg og málningarslettur á húsin sín út af því að þeir voru mikið í fjölmiðlum útaf bankahruninu? Gerðu þeir þjóð sinni ekkert meira en að vera mikið í fjölmiðlum? Getur verið að þessi blessuð fórnarlömb glæpamannana, sem þú kallar svo, hafi með framgöngu sinni unnið þúsundum einstaklinga ómælanlegt tjón?

Við erum vonandi sammála um að glæpamenn taki út sína refsingu m.a. með fangelsisvist. Í framhaldi af því: Hvorir eru meiri glæpamenn að þínu mati, Ingibjörg, glæpamennirnir sem köstuðu fáeinum eggjum og slettu nokkrum dropum af málningu á húsveggi eða glæpamennirnir sem kipptu stoðunum undan efnahagslífi þjóðarinnar með framferði sínu? 

Jóhannes Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held að þú sért viljandi að misskilja, Jóhannes.

Ég er ekki að draga úr né gera lítið úr þeim ósköpum sem þessir menn hafa látið dynja yfir okkur. Þvert á móti, er ég á þeirri trú að þessa menni ætti að sækja til saka.

Ég er einungis að benda á það að þótt þessir menn hafi gerst sekir um eitthvað, lítið eða stórt, þá er það engin afsökun fyrir eignaspjöllum.

Framkvæmdaaðilar þessara eignaspjalla eru nú orðnir glæpamenn sama hvernig á það er litið, og það er engin réttlæting á gjörðum þeirra. 

Viltu semsagt halda því fram að bara því að Davíð Oddsson sé "stærri glæpamaður" en þeir sem stóðu að þessum eignaspjöllum, að þá eigi ekki að refsa þeim?

Held það kæmi annað hljóð í kútinn, ef eitthvað af þessari málningu hefði slest á hús eða bíl í þinni eigu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.7.2009 kl. 22:20

5 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Tek undir þessa grein. Hvorki vegur né virðing í því að taka þátt í niðurlægingunni.

Ívar Gunnarsson, 23.7.2009 kl. 04:21

6 identicon

Ærlegur maður, sparkar ekki í liggjandi mann.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Réttmæt ábending Ingibjörg. Við viljum búa í réttarríki, er það ekki? Gleymum því heldur ekki að í húsunum búa væntanlega fleiri en þeir sem fólk vill ná sér niður á, ef til vill börn og enginn vill níðast á saklausum börnum eða hvað?

Ingimundur Bergmann, 26.7.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband