23.11.2009 | 20:00
Það var nú ágætt hjá þeim
Það verður að segjast að mér hreinlega blöskri við þeirri meðferð sem þessi kona fékk..
Sjálf barðist ég í mörg ár við kerfið vegna veikinda sem ég hef glímt við, sem ég ætla ekki að stíla niður hér. En svörin sem ég fékk frá kerfinu trekk í trekk, voru að ég væri einfaldlega of ung til þess að vera öryrki.
Ég get ekki talið upp alla þá lækna sem ég fór til, sem voru með of stóra samvisku til þess að senda "eins unga manneskju" eins og mig til öryrkjamats. Þeir hreinlega bara gætu ekki lifað með sjálfum sér eftir það. Hinsvegar fannst þeim allt í lagi, og samviskan plagaði þá ekki neitt við því, að ég sæti einfaldlega bara heima hjá mér og boraði í nefið og kvaldist í stað þess að fá einhversskonar meðferðarúrræði til þess að gera tilveruna mína bærilegri.
Ár eftir ár eftir ár, var skorið niður hjá öryrkjum, þeim settur fóturinn fyrir dyrnar hvað varðar allsskyns mannleg réttindi, að mér finnst.
Bæturnar skerðast undir hinum og þessum kringumstæðum, þ.á.m. tekjur maka, eða barna yfir 18 á heimilinu. Ég veit ekki til þess að nokkur manneskja myndi sætta sig við það að fara út á vinnumarkaðinn t.d. og vinna fulla vinnu, en komast svo að því að launin þeirra hafa lækkað um marga þúsundkalla, bara vegna þess að makinn þeirra væri með tekjur.
En þetta vilja margir réttlæta, vegna þess að öryrkjar hafa það svo auðvelt. Þeir þurfa ekki að vinna eða lyfta fingri til þess að lifa af, að þetta sér hreinlega bara allt saman gert fyrir þá. En slík hugsun er bara röng, í alla staði. Og hver sá sem kærir sig um að vita þá staðreynd, getur auðveldlega séð það. En það er auðvitað svakalega auðvelt að snúa sér í hina áttina og halda svo sé ekki. Þess má því geta, að barátta mín við kerfið var á endanum til einskis. Því með þann sjúkdóm sem ég þarf að berjast við á hverjum degi, þá lítur enginn læknir á mig fyrr en ég er komin yfir fimmtugt og sé nær dauða en lífi.
Þess vegna vona ég svo sannarlega ekki að íslensk yfirvöld taki sér kanadísk yfirvöld til fyrirmyndar. Það virðist nefnilega vera algengt sjónarmið að öryrkjar jafnt sem aldraðir eigi helst bara að sitja á höndum sér heima við, og láta helst ekkert sjá sig á almannafæri. Annars væru þeir bara fyrir og öllum til ama.
Þeir mega helst ekkert gera sér dagamun af neinu tagi, svo sem að fara út með vinum sínum (já, það er satt, öryrkjar og aldraðir eiga vini líka!), eða skella sér á baðströndina, þótt það sé af læknisráði. Já, Guð forði þeim frá því, að þeir skyldu nú reyna að eiga sér eðlilegt líf þrátt fyrir vandræði sín og veikindi. Það er hreinlega bara guðlast, dauðasynd.
Ég vona því svo sannarlega, að þessi kona fái þessari niðurstöðu hnekkt, a.m.k. þar til henni er fært að fara út á vinnumarkaðinn aftur.
Missti bætur vegna mynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi kona er ekki veik eða slösuð, hún er vælukjói og aumingji. Afæta sem lifir á kerfinu. Þunglyndi er ekki sjúkdómur, þetta er aumingjaskapur, eiga allir sem eru daprir að fá bætur mánaðarlega?
Sjálfur hef ég átt mjög erfitt líf á margann hátt en í staðinn fyrir að leggjast í volæði hef ég ég hef alla mína tið unnið 8-10 tíma á dag. Það á að rífa þessa aumingja upp og senda þá á vinnumarkaðinn!
Erþað? (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 21:08
Er nú samt allveg ótrúlegt með suma, eins og þessa manneskju sem fréttin er um. Hún gat djammað og skemmt sér, og það getur nú allveg tekið á. En þegar kemur að því að vakna á morgnanna og fara vinna þá er hún allveg rosalega veik!!!!! annaðhort ertu þunglynd eða ekki.....
elvar (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 21:50
"annaðhort ertu þunglynd eða ekki....."
Thessi alhaefing virkar ekki. Folk sem er bipolar getur verid i versta hyldypi einn daginn en svo tiltolulega normalt naesta dag eda jafnvel ad gledin se ofvirk i einhvern tima.
Jonvar (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 22:17
Elvar, þú veist greinilega ekki neitt um þunglyndi...
Illugi (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 22:23
Elvar; Ég hef barist við þunglyndi áður, og get ánægð sagt í dag að mér hafi tekist að ná nokkuð góðum tökum á þeim hryllingi.
En þetta er því miður bara ekki svona svart á hvítu eins og þú lætur liggja fyrir.
Líkt og Jonvar sagði þá er þessi sjúkdómur nokkuð flóknari en svo, eins og dæmið sem hann lagði á borð með bipolar sjúklinga. Þetta er ekkert ólíkt fólki sem er með líkamlega kvilla á við t.d. gigt. Fólk getur verið algerlega óvinnufært vegna slæmrar gigtar sem getur herjað á hvern líkamspart fyrir sig eða á alla í einu, en svo koma dagar inn á milli þar sem viðkomandi er ágætur heilsu. Það þýðir ekki að hann sé ekki með gigt, það þýðir bara að það séu slæmir dagar og svo séu góðir dagar.
Persónulega segi ég það bara gott hjá þessari manneskju að drífa sig út og reyna að ná tökum á veikindum sínum, en þótt hún skreppi út á einum af sínum góðum dögum og lyfti glasi með félögum sínum þýðir ekki að hún hafi ekki sína slæmu daga inn á milli.
Slæmt þunglyndi er mjög óhugnalegt ástand fyrir hvern þann sem þarf að þjást af því, og getur það þýtt að slæmu dagarnir séu það slæmir að þeir vega miklu þyngra en þessir góðu inn á milli.
En þetta er líka akkúrat það sem ég var að segja í blogginu mínu, að þeir sem veikir eru hvort sem það er andlega eða líkamlega hljóta nú að mega fara út og njóta lífsins líkt og hinir sem heilbrigðir eru.
Þess má einnig geta, að hvort sem þú ert gigtar eða þunglyndissjúklingur, þá er ferð á ströndina til að sleikja sólina, eða bæjarferð með vinum akkúrat það sem læknirinn pantaði.
Svo það er ekkert "af eða á" með þetta.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.11.2009 kl. 22:35
Elvar! Þetta er rétt hjá Ingu, Þú getur EKKI alhæft þetta sí svona.
Ég er með ígrætt líffæri, er með þunglyndi og er gigtar sjúklingur.
Þegar ég er slæmur af þunglyndi, getur það tekið frá einum dag uppí heila mánuð jafnvel lengur, ég er kanski hress að morgni til svo eftir 1 - 8 tíma getur þunglyndið komið framm og horfið bara allt í einu jafn snökt og það kom.
stundum þarf maður að jana sig á mjög löngum tíma, jafnvel mánuð, eins með gigtina ég er kanski góður í einn dag eða fleiri, svo kemur kastið sem getur varið frá einum degi uppí margar vikur.
Magnfreð Ingi Ottesen, 23.11.2009 kl. 23:06
Ég varð svo reið þegar að ég sá þessa frétt fyrst. Ég þjáist sjálf af þunglyndi og stundum get ég haft mig út í það að fara og hitta vini og skemmta mér. Munurinn er sá að það tekur mig langan tíma að jafna mig eftir á og það þarf oft mikið til að fá mig til þess að koma út. Oftar en ekki hef ég einungis mætt á skemmtun sem mig samt dauðlangaði á af því að vel gefinn vinur gerði sér grein fyrir því hvernig ég er og kom og sótti mig.
Að segja að hún sé að svindla á kerfinu af því að hún dirfist að geta brosað og gert annað en að hanga heima grátandi sýnir bara hversu lítið þetta fólk veit um sjúkdóminn. Þunglyndi kemur í mörgum formum. Ég þekki öryrkja sem þig myndi aldrei gruna að væru veikir ef þú hittir þá en þegar að kemur að því að vinna, læra, jafnvel bara hringja einfalt símtal fyllast þeir vanmætti.
Það er svo stór munur á því að stunda vinnu á hverjum degi og að fara út á föstudagskvöldi á skemmtun sem að maður gat ekki lofað sér á tveimur dögum fyrir af því að maður "veit ekki hvernig maður verður". Það er eitthvað sem ég hef oft þurft að segja fólki þegar mér er boðið á mannamót og er spurð hvort að ég mæti ekki örugglega. "Ég reyni" eða "Ég vona það". Hvort sem að það er eitthvað sem mig dauðlangar á eða ekki!
Ellý, 24.11.2009 kl. 01:49
Ofangreindar færslur eru mjög lýsandi fyrir það hversvegna þunglyndi er alveg óþolandi pirrandi, þreytandi og leiðinlegur sjúkdómur. Það er hreinlega fáránlega leiðinlegt að hlusta á reynslusögur af sjúkdómnum, en ekki nærri því jafn þreytandi og leiðinlegt og að verða fyrir þeim.
Þunglyndi er mjög raunverulegur, ímyndaður vandi.
Rúnar Þór Þórarinsson, 24.11.2009 kl. 10:23
Ég myndi ekki nota orðið "ímyndaður" vandi. Það mætti alveg fara að kalla þetta eitthvað annað. Þunglyndi, að vera með þunga lund... Ekki vera í fýlu!
Hvernig væri að kalla þetta Serótín ójafnvægi eða eitthvað álíka? Þetta eru jú allt efnaskiptin í heilanum sem eru í klessu.
Ellý, 24.11.2009 kl. 10:26
Come on - Þú veist hvað ég á við. Þunglyndið eins og sannleikurinn - í auga sjáandans.
Viðtökurnar á þunglyndissjúklingum og þeirra sjónarmiðum fara eftir því hvern þú spyrð.
Rúnar Þór Þórarinsson, 24.11.2009 kl. 10:30
Ég vil ráðleggja þeim sem skrifa hér af vanþekkingu á þunglyndi, að kynna sér sjúkdóminn áður en þeir henda inn svona vanhugsuðum orðum. Ég hef barist við þennan sjúkdóm í 15 ár, legið óteljandi oft inni á deild og get alveg fullyrt að þetta er hvorki ímyndaður vandi né aumingjaskapur. Ég á alveg góða daga en svo líka mjög slæma. Ég er öryrki vegna þess að ég höndla ekki að vera á vinnumarkaði og get tæplega boðið mínum vinnuveitendum upp á að ég veikist reglulega tvisvar til þrisvar á ári það illa að ég þurfi inn á spítala. Þar fyrir utan er mjög hættulegt fyrir mig að veikjast svona illa og verður sífellt hættulegra.
Mig langar ekkert að vera öryrki, mikið vildi ég gefa fyrir það að geta verið á vinnumarkaði og séð fyrir heimilinu. Ég dauðöfunda oft konur sem vinna spennandi vinnu vegna þess að ég veit að slíka vinnu myndi ég höndla hæsta lagi í tvo daga áður en ég legðist í rúmið.
Þetta er eins líkamlegur sjúkdómur og hann getur frekast verið því hann stafar af serótónín ójafnvægi í heilanum. Þetta er EKKI aumingjaskapur og þeir sem segja slíkt opinbera bara fordóma sína!
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 1.12.2009 kl. 23:46
Þarna er eitt sjúkdómseinkennið - Að velja sér hvaða orð maður les og hvað maður hunsar. Ég skrifa "raunverulegur ímyndaður sjúkdómur" til að undirstrika viðtökurnar frá tveimur sjónarhólum og þegar það feiltúlkast útskýri ég að ég segi "raunverulegur" því hann er raunverulegur vandi fyrir þá sem eru veikir og aðstandendur og "ímyndaður" í augum margra sem hafa ekki orðið fyrir honum eða ekki nákomnir neinum sem þjáist af þunglyndi. Einkennin ber fólk ekki utan á sér og utanaðkomandi verða oft fyrir aðkasti alveg eins og hinir veiku mæta skilningsleysi. Viðtökurnar eru í auga sjáandans. Skilurðu merkingu þeirra orða Adda og hvert ég er að fara?
Það á alveg eins rétt á sér að skrifa aðeins um viðtökufræðin við þennan sjúkdóm. Það væri ágætt ef Adda og félagar mundu renna aðeins yfir skrifin með það bak við eyrað að þetta eru skrif í þágu þeirra sem glíma við þennan sjúkdóm.
Rúnar Þór Þórarinsson, 2.12.2009 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.