Færsluflokkur: Bloggar

Hann er brattur!

Fæðingartíðnin er einstaklega lág í Rússlandi, fóstureyðing vinsælasta getnaðarvörnin, brottflutningar (flótti) í sögulegu hámarki, dánartíðnin há, og fólksfækkunin þar á bæ því nokkuð stöðug (og skuggalega mikil) frá því við fall Sovétríkjanna.

Hjónabönd (og allt annað) samkynhneigðra bönnuð.

Maður hlýtur því að spyrja sig hvað þessi ummæli segja um hann og þjóð hans..


mbl.is „Berlusconi dæmdur vegna kynhneigðar sinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskylduhátíð og fordómar

Á hverju ári er fjölskylduhátíðin í Vogum haldin hátíðleg.
Dagskráin hefur verið fjölbreytileg og skemmtileg, og nóg um að vera fyrir börn og foreldra þeirra. 

Bænum er skipt niður í litahverfi, og fólk skreytir hús sín í þeim litum sem hverfi þeirra var úthlutað. 
Síðasta sumar tókst okkur að skreyta örlítið, þó mun minna en okkur hefði langað til, og höfðum við meðal annars planað að skreyta húsið og garðinn okkar vel þetta árið.

Þátttökugleðin er þó farin að renna örlítið af mér þessa dagana, og því má m.a. þakka LGBT umræðunni undanfarið. 
Halldór nokkur Jónsson bloggaði um daginn varðandi meint ofbeldi samkynhneigðra á honum sem gagnkynhneigðum karlmanni. Þótti honum, og öðrum sem skyldu eftir sig athugasemdir, vera að karlmennsku sinni vegið að samkynhneigðir karlmenn skyldu almennt vera til. Kossar tveggja karlmanna þykir honum vera svo ósiðsamlegt og ógeðslegt, og telur hann slíkt ætti að falla undir velsæmislög. 
Þó það væri látið ósagt, þá grunar mig að honum finnist að Lögregluembættið á Íslandi, eins undirmannað og það er, ætti því undireins að einbeita sér að því að hneppa harðsvíraða og samkynhneigða glæpamenn höndum, og vista þá á viðeigandi stofnun. 

Þrátt fyrir hinar ýmsu fullyrðingar um samkynhneigða og meint ofbeldi þeirra gegn honum, fullyrti Halldór að hann styddi réttindabaráttu samkynhneigðra heilshugar. 
Svona "duldir" fordómar eru nokkuð algengir á Íslandi, þrátt fyrir að enginn vilji viðurkenna þá. Margir einstaklingar fullyrða, og hampa sjálfum sér fyrir, hversu umburðarlyndir þeir eru gagnvart samkynhneigðum einstaklingum, en kalla þá jafnframt ofdekraða kynvillinga í sömu setningu. 

"Tjah. Mér finnst ekkert að samkynhneigðum, margir minna bestu vina eru samkynhneigðir sko. Þeir mega lifa sínu lífi eins og þeir vilja, en mér finnst þeir ekki mega gera svona og svona og svona."

Manneskja sem hefur nokkurn tímann látið svona vitleysu út úr sér er haldin fordómum. Svo einfalt er það. Bara sú staðreynd að nokkur manneskja skuli leyfa sér að halda það að einhverjir þjóðfélagsþegnar ættu að vera réttindaminni en þeir sjálfir, sama útaf hverju það er, er haldin fordómum.

Eftir umræddan bloggpistil birti DV umfjöllun um Halldór og innihald pistilsins, og í kjölfarið af því reið Gylfi nokkur Ægisson gallvaskur inn á vígvöllinn, og kom Halldóri til varnar. Hann sagðist vera alveg sammála honum, og kvað samkynhneigða "ganga of langt".
Hann fullyrti að gay pride og tilvera samkynhneigðra væri hreinlega skemmandi fyrir börn, og innti að því á endanum yrðu þau öll samkynhneigð og því þyrfti að byrja kerfisbundinn innflutning á rússneskum börnum. Hann stoppaði ekki þar, heldur líkti hann hann þessum meintu skemmdum við barnaníði og ýjaði að því að allir hommar væru nauðgarar.

Það er greinilegt að gay pride gangan er rosalega mikilvæg, fullu jafnrétti hefur ekki verið náð. Svo lengi sem "hommi" er neikvætt í huga fólks, og að fólk þyki ógeðslegt að sjá pör af sama kyni, þá þarf þessi barátta að halda áfram.

Umfjöllun um þennan mann og viðtöl við hann hafa verið í bæði útvarpi og vefmiðlum, og hefur því væntanlega náð augum og eyrum barna.
Þess vegna harma ég ákvörðun aðstandenda fjölskylduhátíðarinnar um að fá Gylfa Ægisson til að spila á hátíðinni.
Ég mun hinsvegar láta mig og mín börn vanta á þessa hátíð, enda tel ég það beinlínis mannskemmandi fyrir þau að verða vitni af hatrinu og mannfyrirlitningunni sem frá þessum manni kemur.

mbl.is Fjölskylduhátíð í Vogum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn leita lausna..

Bandaríkjamenn eiga þá líklegast eftir að leita aftur í tímann eftir fordæmum, og líklegasta lausnin verður þá að vopna allar tveggja ára telpur svo þær geti varið sig.

Enda má klárlega ekki herða löggjöfina, það væri klárt brot á mannréttindum þar vestra. 


mbl.is Skaut 2 ára systur sína til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttindi samkyhneigðra

Vinsamlegast horfið á myndbandið til enda. Ekki spóla í gegn, heldur hlustið á hvert einasta orð.


Skynsemi Bjartsýnisflokksins

Nú er ég sko alveg búin..
Ég held svei mér þá að ég hafi fundið eitthvað það ógeðslegasta sem augu mín hafa litið. Ég hef séð ýmislegt misjafnt hér á moggablogginu, en þessi færsla hérna fær vinninginn. 

Höfundur vill halda því fram að ættleiðingarferlið sé í raun ekkert annað en barnslausir einstaklingar að uppfylla drauma sína á kostnað fátæka fólksins í fátækju ríkjunum, og að þetta sé bara hrein og bein viðurstyggð.
Hvað með barnið? Er það ekki að hreppa stærri vinninginn? Munaðarleysingi, sem annars myndi veslast upp á munaðarleysingjahæli og síðar líklega enda á götunni, er þarna að græða tvo foreldra sem lofa að elska hann/hana, gæta þeirra og tryggja þeim farsæla framtíð?  
Höfundur vill greinilega ekki békenna þessa hlið ættleiðingarferlisins, en telur það hinsvegar eðlilegt og skynsamlegt að greiða vestrænum og auðvitað íslenskum konum sem vilja nýta lagalegan rétt sinn til fóstureyðingar háar fjárhæðir til þess að ganga með börn sín og gefa þau til ættleiðingar!

Skynsamlegt já? Er það allt í einu orðið skynsamlegt að horfa framhjá þeirri neyð, sem miljónir munaðarleysingja í heiminum lifa í, og hreinlega bæta bara í hópinn? Hvað í andskotanum er skynsamlegt við það?

Það fer einnig alveg einstaklega fyrir brjóstið á höfundi, að fólk skuli ættleiða börn frá kína sem hafa sérþarfir. Hvort sem það er líkamlega eða andlega fötlun hvort sem hún er meðfædd eða áunnin af sjúkdómum. Hann vill semsé meina það að vegna þess að Kínverjar eiga einhverja varasjóði, eigi þeir bara að sjá um sín fötluðu börn sjálf, en ekki vera að pranga þeim inn á varnarlausa og örvæntingarfulla einstaklinga af vestrænu bergi brotnu.
Hann vill semsé ekki békenna þann rétt sem einstaklingar hafa til þess að ákveða sjálfir hvort þeir yfir höfuð kæra sig um að ættleiða börn með sérþarfir. Frekar virðist hann sannfærður um að börnum sé hreinlega bara prangað upp á foreldra í ættleiðingarhugleiðingum, og þetta sé bara "take it or leave it."
Hann skilur kannski ekki, að ólíkt honum þá er til fólk sem auðveldlega getur horft framhjá fötlunum, og horfir ekki á fólk með einhversskonar fötlun sem "second class" borgara.

Hann gerir sér einnig ekki grein fyrir því að ættleiðingarferlið til að fá barn frá Kína er örugglega eitt af því strangasta sem hægt er að fara í gegnum, og setja Kínverjar mjög ströng skilyrði fyrir því að fólk fái að taka kínversk börn út úr landinu, og kalla sín eigin. Og að þrátt fyrir varasjóði kínverja er ekki beinlínis dreift úr þeim jafnt til þegna og stofnana landsins. Kínverska þjóðin sem slík, telst seint vera að drukkna í fjármunum.

"Þurfa ekki sumir sem vinna að þessum málum að lofta út úr hausnum á sér mestu vitleysunni og tileinka sér heilbrigða dómgreind? Þarf ekki að vera einhver skynsemi og framtíðarsýn með í spilinu eða hvað? Hafa meðvirknisjúklingarnir alveg tekið völdin?"

Ég tel mig ekki beint þurfa að svara þessari setningu, finnst hún tala rosalega mikið fyrir sig sjálf, og bendi ég greinarhöfundi að segja hlutina upphátt áður en hann ritar þá niður.

Greinarhöfundur hefur einnig sterkar skoðanir þegar það kemur að lagalegu hliðum ættleiðingarmála, og vill að undir eins verði sett í lög að einungis sé hægt að ættleiða líkamlega og andlega heilbrigð börn, að annað sé "firra og dómgreindarskortur". Einnig finnst honum að það ætti að banna ættleiðingar á börnum sem "líta ekki út eins og hinir". Eða með öðrum orðum var hann kurteisilega að reyna að segja okkur að hann er bullandi kynþáttahatari, og vill ekki sjá börn með annan hörundslit en þann sem hann hefur.  

Ennfremur hefur hann væntanlega hugsað vel útí þetta.  Ég meina, það getur bara hreinlega ekki annað verið en að hann hafi hugsað út í þann möguleika að hvítvoðungar bera ekki andlega fötlun utan á sér. Og mjög oft koma sjúkdómar sem valda líkamlegri fötlun ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár. Í þessum tilfellum hlýtur að vera einhversskonar "þriggja ára skilafrestur". Því foreldrar sem hafa átt ættleidd börn í einhver ár, og komast svo að því að barnið er með einhversskonar sjúkdóm sem veldur andlegri og/eða líkamlegri fötlun, að þeir hreinlega bara hætta að elska barnið sísvona, og vilja fá nýtt. Það bara segir sig sjálft.

Höfundur ætlar e.t.v. að stofna ættleiðingarþjónustu sem heitir "Engir <enter racial slur> hér!", með sloganið, "Aldrei of seint að sturta þeim niður!"

Að lokum leggur hann svo til aðbannað verði að "ættleiða börn af sérþarfalistum" og að aðeins verði leyft að ættleiða heilbrigð (hvít) börn. 
Því að fötluð og lituð börn þurfa ekki foreldra.

En auðvitað má ekki gleyma að fóstureyðingar eru að sjálfsögðu bannaðar. Þótt fóstrin séu fötluð. Þau mega fæðast, það má bara ekki elska þau.

 

Að lokum vil ég taka fram að það tók á öllu sem ég á að úthrópa höfund þessarar viðbjóðslegu færslu allskonar nöfnum. Eitt skal þó tekið fram, að ef hann hefði verið ættleiddur, væri löngu búið að skila honum. 


Er þá ekki tilvalið...

..að efna til skrúðgöngu honum til heiðurs, líkt og gert var þegar handboltastrákarnir okkar komu heim með silfrið?


mbl.is Jón Margeir: Gullið fær sinn vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skylduáhorf


Stelpustærðfræði

Ég verð bara að segja alveg eins og er.

Fyrst þegar ég las þessa frétt og skoðaði meðfylgjandi myndir, þá hélt ég í alvörunni að "fyrir" myndin væri "eftir" myndin.

Ég gat ekki betur séð en að þarna væri á ferðinni alveg þrælmyndarleg kona, með mjög fallegan vöxt. Og bara ekkert útá það að setja. Fyrir utan að á hinni raunverulegu "eftir" mynd þykir mér þetta vera of grannt. Og þess vegna skil ég ekki hvernig heilsufar hennar hefur batnað til muna á þessum 5kg.

En mér liggur samt forvitni á að vita, hvort það að þetta eigi að vera einhversskonar auglýsingarherferð fyrir þessa bók sem minnst er á í fréttinni? 

"Þegar Ágústa Ósk tók prófið í upphafi átaksins fékk hún þá niðurstöðu að hún væri 60 ára. Nú 10 vikum síðar er líffræðilegur aldur hennar kominn í 24 ára. Það má því segja að Ágústa Ósk hafi yngst um 36 ár. Það er enginn smá árangur. "

Er þetta einhversskonar brandari? Er virkilega verið að reyna að sannfæra nokkurn mann, að þessari dömu hafi tekist að yngjast um 36 ár, með því að hrista af sér 5kg sem hún mátti varla við að missa? Svona stelpustærðfræði skil ég ekki.

Ég tek það fram að ég hef alla mína ævi talist mjög grönn og hef heyjað áralanga baráttu bara til þess eins að ná að þyngjast. Og þess vegna er mér fyrirmunað að skilja afhverju slíkur líkamsvöxtur telst æskilegur eða eftirsóknarverður á nokkurn hátt. Því aldrei hefur mér liðið vel með hann, heilsufarslega séð.


mbl.is Fyrir og eftir myndir af Ágústu Ósk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ég vildi sagt hafa...

... er einfaldlega:


mbl.is Naglalakkaður drengur vekur hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ég að trúa því að..

.. ég hafi verið á undan Sigurði Haraldssyni í að blogga um þetta? Ég hlakka til að sjá hvaða hamförum hann spáir, hvað þetta varðar. 

En þangað til, vil ég tileinka honum (og öðrum dómsdagsspámönnum) þetta lag. 

 


mbl.is Eldgos í 28 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband