Gangur lífsins

Þetta er jú gangur lífsins, það er annaðhvort að éta eða vera étinn. En í sannleika sagt, það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þetta voru umræður sem hafa verið heitar í samfélaginu, ef ekki heiminum öllum undanfarna mánuði og jafnvel ár.

Margir urðu gjörsamlega snarbrjálaðir útí hvalveiðar Íslendinga, og hvernig var farið með aumingja kúrubangsann sem margir vilja segja í bráðri útrýmingarhættu.

Ætli við fáum einhver viðbrögð utan frá, eða frá húsmæðrum landsins sem segja blygðunarkennd sína særða, um að það hefði nú átt að bjarga aumingja hrefnunni frá dauða sínum?

Ekki til að hljóma neitt sérlega bitur ( sem ég er þó, og viðurkenni fúslega ), þá eru margir sem myndu hugsa þannig. 

 

En burtséð frá því, þá eru háhyrningar alveg hreint mögnuð dýr, bæði stórglæsileg og gáfuð. Mæli með að allir renni í gegnum þetta.

En þetta er hlekkur inná Wikipedia, sem inniheldur allar helstu upplýsingar um háhyrninga.

 


mbl.is Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Gangur lífsins segir þú! Sérðu  ekki að hér hefur svívirðilegur glæpur hefur verið framinn. Hvalur hefur verið myrtur! Á ekki að koma lögum yfir morðingjana?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband